Íslenski boltinn

Keflvíkingar komnir upp í Pepsi-deildina | Seltirningar fallnir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keflvíkingar fagna að leik loknum.
Keflvíkingar fagna að leik loknum. Víkurfréttir/Páll Ketilsson
Keflavík tryggði sér í kvöld sæti Pepsi-deild karla á næsta tímabili með 3-0 sigri á Gróttu í 20. umferð Inkasso-deildarinnar. Seltirningar eru hins vegar fallnir niður í 2. deild.

Keflvíkingar féllu úr Pepsi-deildinni 2015 og lentu í 3. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra. En í sumar hafa þeir sýnt styrk og eru komnir aftur í deild þeirra bestu.

Það tók Keflavík rúman klukkutíma að brjóta Gróttu á bak aftur í leiknum í kvöld.

Á 62. mínútu kom Jeppe Hansen Keflvíkingum yfir með sínu fimmtánda marki í sumar.

Leonard Sigurðsson bætti öðru marki við á 71. mínútu eftir sendingu frá Lasse Rise sem hefur komið eins og stormsveipur inn í Inkasso-deildina.

Það var svo reynsluboltinn Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði þriðja og síðasta mark Keflavíkur á 83. mínútu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.

Keflavík hefur unnið þrjá síðustu leiki sína.Víkurfréttir/Páll Ketilsson
Keflvíkingar voru að vonum kátir eftir leikinn.Víkurfréttir/Páll Ketilsson
Keflvíkingar eru komnir aftur í deild þeirra bestu.Víkurfréttir/Páll Ketilsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×