Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Þessari Hwasong-14 var skotið upp frá Norður-Kóreu í júlí í tilraunaskyni. Flaugin er talin geta dregið rúma 10.000 kílómetra. vísir/afp „Forsetinn vildi að það væri alveg skýrt fyrir Norður-Kóreumönnum að Bandaríkin munu verja sig og bandamenn sína,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn á leið sinni til bandarísku eyjunnar Gvam í gær. Utanríkisráðherrann ferðaðist til Gvam í gær í kjölfar fréttar sem norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA birti fyrr um daginn. Fram kom í fréttinni að yfirvöld í Norður-Kóreu íhuguðu að ráðast á eyjuna með norðurkóreskum Hwasong-12 eldflaugum. Eyjan tilheyrir Bandaríkjunum og liggur um 2.500 kílómetra austur af Filippseyjum. Megintilgangur heimsóknar Tillersons var þó að fylla á eldsneytistank þotu sinnar áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna frá Malasíu. Nýjustu bylgju í Norður-Kóreudeilunni má rekja til eldflaugatilraunar sem Norður-Kórea gerði undir lok síðasta mánaðar. Þá prófaði norðurkóreski herinn Hwasong-14 eldflaug sem samkvæmt bandarísku samtökunum CSIS ætti að draga rúma 10.000 kílómetra sé henni skotið við kjöraðstæður.Þess má geta að Ísland er í tæplega 8.000 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu og því vel innan þeirrar vegalengdar sem hægt er að skjóta eldflauginni. Sé henni hins vegar skotið í austurátt gæti snúningur jarðar hjálpað eldflauginni svo hún gæti mögulega drifið alla leið til New York-borgar, ef marka má greiningu CSIS. Í kjölfar tilraunarinnar samþykktu Sameinuðu þjóðirnar nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu og féll það ekki vel í kramið hjá stjórnvöldum þar í landi. Sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni að þvinganirnar væru gróft brot gegn fullveldi ríkisins og að Bandaríkjamenn myndu fá makleg málagjöld fyrir meint brot. Þessum hótunum tók Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki þegjandi. Sagði Trump á þriðjudag að Norður-Kórea myndi þurfa að þola „meiri eld og ofsa en heimurinn hefur nokkurn tímann séð“, hættu yfirvöld ekki að hóta því að ráðast á meginland Bandaríkjanna. Bandarískir þingmenn gagnrýndu sumir hverjir ummælin í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður sagði forsetann ekki endilega geta staðið við stóru orðin og þá sagði Demókratinn og fulltrúadeildarþingmaðurinn Eliot Engel að Trump væri genginn af göflunum. Utanríkisráðherrann Tillerson varði forseta sinn með þeim ummælum sem lesa má fremst í fréttinni. Sagði hann enn fremur í gær að hann tryði því ekki að Bandaríkjamenn væru í bráðri hættu. „Bandaríkjamenn ættu að geta sofið rótt. Þeir ættu ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum harðrar orðræðu undanfarinna daga.“ Þá þvertók hann fyrir að versnandi samskipti leiddu til þess að Bandaríkjastjórn íhugaði að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Greinir CNBC frá því að Tillerson hafi sagst ekki hafa heyrt eða séð neitt sem bendi til þess. Eddie Baza Calvo, ríkisstjóri Gvam, var á sama máli og Tillerson í gær. Sagði hann að hvorki Gvam né hinar nærliggjandi Maríana-eyjar væru í hættu. Þó væri ríkisstjórn Gvam í nánum samskiptum við Bandaríkjaher til að tryggja að ríkið væri reiðubúið undir hvað sem er. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
„Forsetinn vildi að það væri alveg skýrt fyrir Norður-Kóreumönnum að Bandaríkin munu verja sig og bandamenn sína,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn á leið sinni til bandarísku eyjunnar Gvam í gær. Utanríkisráðherrann ferðaðist til Gvam í gær í kjölfar fréttar sem norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA birti fyrr um daginn. Fram kom í fréttinni að yfirvöld í Norður-Kóreu íhuguðu að ráðast á eyjuna með norðurkóreskum Hwasong-12 eldflaugum. Eyjan tilheyrir Bandaríkjunum og liggur um 2.500 kílómetra austur af Filippseyjum. Megintilgangur heimsóknar Tillersons var þó að fylla á eldsneytistank þotu sinnar áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna frá Malasíu. Nýjustu bylgju í Norður-Kóreudeilunni má rekja til eldflaugatilraunar sem Norður-Kórea gerði undir lok síðasta mánaðar. Þá prófaði norðurkóreski herinn Hwasong-14 eldflaug sem samkvæmt bandarísku samtökunum CSIS ætti að draga rúma 10.000 kílómetra sé henni skotið við kjöraðstæður.Þess má geta að Ísland er í tæplega 8.000 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu og því vel innan þeirrar vegalengdar sem hægt er að skjóta eldflauginni. Sé henni hins vegar skotið í austurátt gæti snúningur jarðar hjálpað eldflauginni svo hún gæti mögulega drifið alla leið til New York-borgar, ef marka má greiningu CSIS. Í kjölfar tilraunarinnar samþykktu Sameinuðu þjóðirnar nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu og féll það ekki vel í kramið hjá stjórnvöldum þar í landi. Sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni að þvinganirnar væru gróft brot gegn fullveldi ríkisins og að Bandaríkjamenn myndu fá makleg málagjöld fyrir meint brot. Þessum hótunum tók Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki þegjandi. Sagði Trump á þriðjudag að Norður-Kórea myndi þurfa að þola „meiri eld og ofsa en heimurinn hefur nokkurn tímann séð“, hættu yfirvöld ekki að hóta því að ráðast á meginland Bandaríkjanna. Bandarískir þingmenn gagnrýndu sumir hverjir ummælin í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður sagði forsetann ekki endilega geta staðið við stóru orðin og þá sagði Demókratinn og fulltrúadeildarþingmaðurinn Eliot Engel að Trump væri genginn af göflunum. Utanríkisráðherrann Tillerson varði forseta sinn með þeim ummælum sem lesa má fremst í fréttinni. Sagði hann enn fremur í gær að hann tryði því ekki að Bandaríkjamenn væru í bráðri hættu. „Bandaríkjamenn ættu að geta sofið rótt. Þeir ættu ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum harðrar orðræðu undanfarinna daga.“ Þá þvertók hann fyrir að versnandi samskipti leiddu til þess að Bandaríkjastjórn íhugaði að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Greinir CNBC frá því að Tillerson hafi sagst ekki hafa heyrt eða séð neitt sem bendi til þess. Eddie Baza Calvo, ríkisstjóri Gvam, var á sama máli og Tillerson í gær. Sagði hann að hvorki Gvam né hinar nærliggjandi Maríana-eyjar væru í hættu. Þó væri ríkisstjórn Gvam í nánum samskiptum við Bandaríkjaher til að tryggja að ríkið væri reiðubúið undir hvað sem er.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira