Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Þessari Hwasong-14 var skotið upp frá Norður-Kóreu í júlí í tilraunaskyni. Flaugin er talin geta dregið rúma 10.000 kílómetra. vísir/afp „Forsetinn vildi að það væri alveg skýrt fyrir Norður-Kóreumönnum að Bandaríkin munu verja sig og bandamenn sína,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn á leið sinni til bandarísku eyjunnar Gvam í gær. Utanríkisráðherrann ferðaðist til Gvam í gær í kjölfar fréttar sem norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA birti fyrr um daginn. Fram kom í fréttinni að yfirvöld í Norður-Kóreu íhuguðu að ráðast á eyjuna með norðurkóreskum Hwasong-12 eldflaugum. Eyjan tilheyrir Bandaríkjunum og liggur um 2.500 kílómetra austur af Filippseyjum. Megintilgangur heimsóknar Tillersons var þó að fylla á eldsneytistank þotu sinnar áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna frá Malasíu. Nýjustu bylgju í Norður-Kóreudeilunni má rekja til eldflaugatilraunar sem Norður-Kórea gerði undir lok síðasta mánaðar. Þá prófaði norðurkóreski herinn Hwasong-14 eldflaug sem samkvæmt bandarísku samtökunum CSIS ætti að draga rúma 10.000 kílómetra sé henni skotið við kjöraðstæður.Þess má geta að Ísland er í tæplega 8.000 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu og því vel innan þeirrar vegalengdar sem hægt er að skjóta eldflauginni. Sé henni hins vegar skotið í austurátt gæti snúningur jarðar hjálpað eldflauginni svo hún gæti mögulega drifið alla leið til New York-borgar, ef marka má greiningu CSIS. Í kjölfar tilraunarinnar samþykktu Sameinuðu þjóðirnar nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu og féll það ekki vel í kramið hjá stjórnvöldum þar í landi. Sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni að þvinganirnar væru gróft brot gegn fullveldi ríkisins og að Bandaríkjamenn myndu fá makleg málagjöld fyrir meint brot. Þessum hótunum tók Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki þegjandi. Sagði Trump á þriðjudag að Norður-Kórea myndi þurfa að þola „meiri eld og ofsa en heimurinn hefur nokkurn tímann séð“, hættu yfirvöld ekki að hóta því að ráðast á meginland Bandaríkjanna. Bandarískir þingmenn gagnrýndu sumir hverjir ummælin í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður sagði forsetann ekki endilega geta staðið við stóru orðin og þá sagði Demókratinn og fulltrúadeildarþingmaðurinn Eliot Engel að Trump væri genginn af göflunum. Utanríkisráðherrann Tillerson varði forseta sinn með þeim ummælum sem lesa má fremst í fréttinni. Sagði hann enn fremur í gær að hann tryði því ekki að Bandaríkjamenn væru í bráðri hættu. „Bandaríkjamenn ættu að geta sofið rótt. Þeir ættu ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum harðrar orðræðu undanfarinna daga.“ Þá þvertók hann fyrir að versnandi samskipti leiddu til þess að Bandaríkjastjórn íhugaði að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Greinir CNBC frá því að Tillerson hafi sagst ekki hafa heyrt eða séð neitt sem bendi til þess. Eddie Baza Calvo, ríkisstjóri Gvam, var á sama máli og Tillerson í gær. Sagði hann að hvorki Gvam né hinar nærliggjandi Maríana-eyjar væru í hættu. Þó væri ríkisstjórn Gvam í nánum samskiptum við Bandaríkjaher til að tryggja að ríkið væri reiðubúið undir hvað sem er. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
„Forsetinn vildi að það væri alveg skýrt fyrir Norður-Kóreumönnum að Bandaríkin munu verja sig og bandamenn sína,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn á leið sinni til bandarísku eyjunnar Gvam í gær. Utanríkisráðherrann ferðaðist til Gvam í gær í kjölfar fréttar sem norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA birti fyrr um daginn. Fram kom í fréttinni að yfirvöld í Norður-Kóreu íhuguðu að ráðast á eyjuna með norðurkóreskum Hwasong-12 eldflaugum. Eyjan tilheyrir Bandaríkjunum og liggur um 2.500 kílómetra austur af Filippseyjum. Megintilgangur heimsóknar Tillersons var þó að fylla á eldsneytistank þotu sinnar áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna frá Malasíu. Nýjustu bylgju í Norður-Kóreudeilunni má rekja til eldflaugatilraunar sem Norður-Kórea gerði undir lok síðasta mánaðar. Þá prófaði norðurkóreski herinn Hwasong-14 eldflaug sem samkvæmt bandarísku samtökunum CSIS ætti að draga rúma 10.000 kílómetra sé henni skotið við kjöraðstæður.Þess má geta að Ísland er í tæplega 8.000 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu og því vel innan þeirrar vegalengdar sem hægt er að skjóta eldflauginni. Sé henni hins vegar skotið í austurátt gæti snúningur jarðar hjálpað eldflauginni svo hún gæti mögulega drifið alla leið til New York-borgar, ef marka má greiningu CSIS. Í kjölfar tilraunarinnar samþykktu Sameinuðu þjóðirnar nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu og féll það ekki vel í kramið hjá stjórnvöldum þar í landi. Sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni að þvinganirnar væru gróft brot gegn fullveldi ríkisins og að Bandaríkjamenn myndu fá makleg málagjöld fyrir meint brot. Þessum hótunum tók Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki þegjandi. Sagði Trump á þriðjudag að Norður-Kórea myndi þurfa að þola „meiri eld og ofsa en heimurinn hefur nokkurn tímann séð“, hættu yfirvöld ekki að hóta því að ráðast á meginland Bandaríkjanna. Bandarískir þingmenn gagnrýndu sumir hverjir ummælin í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður sagði forsetann ekki endilega geta staðið við stóru orðin og þá sagði Demókratinn og fulltrúadeildarþingmaðurinn Eliot Engel að Trump væri genginn af göflunum. Utanríkisráðherrann Tillerson varði forseta sinn með þeim ummælum sem lesa má fremst í fréttinni. Sagði hann enn fremur í gær að hann tryði því ekki að Bandaríkjamenn væru í bráðri hættu. „Bandaríkjamenn ættu að geta sofið rótt. Þeir ættu ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum harðrar orðræðu undanfarinna daga.“ Þá þvertók hann fyrir að versnandi samskipti leiddu til þess að Bandaríkjastjórn íhugaði að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Greinir CNBC frá því að Tillerson hafi sagst ekki hafa heyrt eða séð neitt sem bendi til þess. Eddie Baza Calvo, ríkisstjóri Gvam, var á sama máli og Tillerson í gær. Sagði hann að hvorki Gvam né hinar nærliggjandi Maríana-eyjar væru í hættu. Þó væri ríkisstjórn Gvam í nánum samskiptum við Bandaríkjaher til að tryggja að ríkið væri reiðubúið undir hvað sem er.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira