Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 12:45 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. Af þeim hafa 63 verið með einkenni. Enn eru að koma upp einkenni hjá nýjum einstaklingum, aðrir eru á batavegi og enn aðrir eru orðnir einkennalausir. „Enginn er, eða hefur verið, alvarlega veikur þannig að til sjúkrahússinnlagnar hafi komið. Nú er beðið niðurstöðu rannsókna á sýnum sem þegar hafa verið send Landspítala á því um hvers eðlis umrædd veikindi eru. Fyrstu niðurstaðna er að vænta eftir miðjan dag í dag en líklegast er talið að um Noro veiru sé að ræða,” segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem upp hafa komið hér á landi. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Rauði kross Íslands heldur utan um starfið í fjöldahjálparstöðinni ásamt heilbrigðisstarfsfólki sem mun fylgja eftir þeim einstaklingum sem eru einkennalausir og geta farið. Þetta verður gert í samráði við skátahreyfinguna, en allt eru þetta skátar á samkomu þeirra og aðstandenda þeirra. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er við störf á Úlfljótsvatni en hluta húsnæðis skáta þar hefur verið lokað um sinn. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni. Hann telur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Þegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almennar áhyggur af ástandinu. Viðbragðsaðilar munu funda seinna í dag og skipuleggja næstu daga. Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. Af þeim hafa 63 verið með einkenni. Enn eru að koma upp einkenni hjá nýjum einstaklingum, aðrir eru á batavegi og enn aðrir eru orðnir einkennalausir. „Enginn er, eða hefur verið, alvarlega veikur þannig að til sjúkrahússinnlagnar hafi komið. Nú er beðið niðurstöðu rannsókna á sýnum sem þegar hafa verið send Landspítala á því um hvers eðlis umrædd veikindi eru. Fyrstu niðurstaðna er að vænta eftir miðjan dag í dag en líklegast er talið að um Noro veiru sé að ræða,” segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem upp hafa komið hér á landi. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Rauði kross Íslands heldur utan um starfið í fjöldahjálparstöðinni ásamt heilbrigðisstarfsfólki sem mun fylgja eftir þeim einstaklingum sem eru einkennalausir og geta farið. Þetta verður gert í samráði við skátahreyfinguna, en allt eru þetta skátar á samkomu þeirra og aðstandenda þeirra. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er við störf á Úlfljótsvatni en hluta húsnæðis skáta þar hefur verið lokað um sinn. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni. Hann telur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Þegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almennar áhyggur af ástandinu. Viðbragðsaðilar munu funda seinna í dag og skipuleggja næstu daga.
Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29
Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36