Telur flesta lögmenn hafa vitað af stöðu borgarlögmanns Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. ágúst 2017 10:00 S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, gefur lítið fyrir gagnrýni borgarfulltrúa á vinnubrögð við ráðningu borgarlögmanns. Mynd/Hari S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að ekki hafi verið rætt um að framlengja umsóknarfrest vegna embættis borgarlögmanns þegar ljóst var að aðeins tveir umsækjendur voru um stöðuna. Hann telur þorra hæstaréttarlögmanna hafa vitað að staðan hafi verið laus til umsóknar en gagnrýnt hefur verið að hún hafi aðeins verið auglýst einu sinni í einu dagblaði. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi vinnubrögð meirihlutans harðlega í bókun í borgarráði á fimmtudag og þá sat Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, hjá við atkvæðagreiðslu um ráðninguna. „Hann virðist alltaf geta fundið eitthvað að hverju ráðningarferli, sem breytist hverju sinni. Ég velti fyrir mér hvort hann vilji sjálfur vera ráðningarnefndin, sem er fyrirkomulag sem mér hugnast ekki. Gagnrýni Lífar var svolítið óljós.“ S. Björn segir að hann viti ekki betur en að lögmenn hafi vitað af stöðunni á þessum tíma. Hann segir erfitt að svara hvers vegna áhuginn á embættinu hafi verið svo lítill, en líkt og komið hefur fram eru mánaðarlaunin þar 1,4 milljónir á mánuði. „Aðalatriðið er að fá hæfa umsækjendur. Það var ekki vandamálið í þessu tilviki enda þessir tveir umsækjendur afburðahæfir.“ Hæstaréttarlögmaðurinn Ebba Schram var ráðin en hún hefur verið staðgengill borgarlögmanns undanfarin ár. S. Björn blæs á gagnrýni Kjartans um að staðið hafi á afhendingu gagna. Bendir hann á að vaninn sé að gögn séu aðgengileg í sérstöku gagnaherbergi en Kjartan óskað eftir að fá þau send í tölvupósti þar sem hann var staddur úti á landi. Engin svör hafi fengist við því um hvað hann var að biðja, en orðið hafi verið við hans óskum. „Þetta er bara pólitískt geim.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að ekki hafi verið rætt um að framlengja umsóknarfrest vegna embættis borgarlögmanns þegar ljóst var að aðeins tveir umsækjendur voru um stöðuna. Hann telur þorra hæstaréttarlögmanna hafa vitað að staðan hafi verið laus til umsóknar en gagnrýnt hefur verið að hún hafi aðeins verið auglýst einu sinni í einu dagblaði. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi vinnubrögð meirihlutans harðlega í bókun í borgarráði á fimmtudag og þá sat Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, hjá við atkvæðagreiðslu um ráðninguna. „Hann virðist alltaf geta fundið eitthvað að hverju ráðningarferli, sem breytist hverju sinni. Ég velti fyrir mér hvort hann vilji sjálfur vera ráðningarnefndin, sem er fyrirkomulag sem mér hugnast ekki. Gagnrýni Lífar var svolítið óljós.“ S. Björn segir að hann viti ekki betur en að lögmenn hafi vitað af stöðunni á þessum tíma. Hann segir erfitt að svara hvers vegna áhuginn á embættinu hafi verið svo lítill, en líkt og komið hefur fram eru mánaðarlaunin þar 1,4 milljónir á mánuði. „Aðalatriðið er að fá hæfa umsækjendur. Það var ekki vandamálið í þessu tilviki enda þessir tveir umsækjendur afburðahæfir.“ Hæstaréttarlögmaðurinn Ebba Schram var ráðin en hún hefur verið staðgengill borgarlögmanns undanfarin ár. S. Björn blæs á gagnrýni Kjartans um að staðið hafi á afhendingu gagna. Bendir hann á að vaninn sé að gögn séu aðgengileg í sérstöku gagnaherbergi en Kjartan óskað eftir að fá þau send í tölvupósti þar sem hann var staddur úti á landi. Engin svör hafi fengist við því um hvað hann var að biðja, en orðið hafi verið við hans óskum. „Þetta er bara pólitískt geim.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira