Telur flesta lögmenn hafa vitað af stöðu borgarlögmanns Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. ágúst 2017 10:00 S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, gefur lítið fyrir gagnrýni borgarfulltrúa á vinnubrögð við ráðningu borgarlögmanns. Mynd/Hari S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að ekki hafi verið rætt um að framlengja umsóknarfrest vegna embættis borgarlögmanns þegar ljóst var að aðeins tveir umsækjendur voru um stöðuna. Hann telur þorra hæstaréttarlögmanna hafa vitað að staðan hafi verið laus til umsóknar en gagnrýnt hefur verið að hún hafi aðeins verið auglýst einu sinni í einu dagblaði. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi vinnubrögð meirihlutans harðlega í bókun í borgarráði á fimmtudag og þá sat Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, hjá við atkvæðagreiðslu um ráðninguna. „Hann virðist alltaf geta fundið eitthvað að hverju ráðningarferli, sem breytist hverju sinni. Ég velti fyrir mér hvort hann vilji sjálfur vera ráðningarnefndin, sem er fyrirkomulag sem mér hugnast ekki. Gagnrýni Lífar var svolítið óljós.“ S. Björn segir að hann viti ekki betur en að lögmenn hafi vitað af stöðunni á þessum tíma. Hann segir erfitt að svara hvers vegna áhuginn á embættinu hafi verið svo lítill, en líkt og komið hefur fram eru mánaðarlaunin þar 1,4 milljónir á mánuði. „Aðalatriðið er að fá hæfa umsækjendur. Það var ekki vandamálið í þessu tilviki enda þessir tveir umsækjendur afburðahæfir.“ Hæstaréttarlögmaðurinn Ebba Schram var ráðin en hún hefur verið staðgengill borgarlögmanns undanfarin ár. S. Björn blæs á gagnrýni Kjartans um að staðið hafi á afhendingu gagna. Bendir hann á að vaninn sé að gögn séu aðgengileg í sérstöku gagnaherbergi en Kjartan óskað eftir að fá þau send í tölvupósti þar sem hann var staddur úti á landi. Engin svör hafi fengist við því um hvað hann var að biðja, en orðið hafi verið við hans óskum. „Þetta er bara pólitískt geim.“ Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að ekki hafi verið rætt um að framlengja umsóknarfrest vegna embættis borgarlögmanns þegar ljóst var að aðeins tveir umsækjendur voru um stöðuna. Hann telur þorra hæstaréttarlögmanna hafa vitað að staðan hafi verið laus til umsóknar en gagnrýnt hefur verið að hún hafi aðeins verið auglýst einu sinni í einu dagblaði. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi vinnubrögð meirihlutans harðlega í bókun í borgarráði á fimmtudag og þá sat Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, hjá við atkvæðagreiðslu um ráðninguna. „Hann virðist alltaf geta fundið eitthvað að hverju ráðningarferli, sem breytist hverju sinni. Ég velti fyrir mér hvort hann vilji sjálfur vera ráðningarnefndin, sem er fyrirkomulag sem mér hugnast ekki. Gagnrýni Lífar var svolítið óljós.“ S. Björn segir að hann viti ekki betur en að lögmenn hafi vitað af stöðunni á þessum tíma. Hann segir erfitt að svara hvers vegna áhuginn á embættinu hafi verið svo lítill, en líkt og komið hefur fram eru mánaðarlaunin þar 1,4 milljónir á mánuði. „Aðalatriðið er að fá hæfa umsækjendur. Það var ekki vandamálið í þessu tilviki enda þessir tveir umsækjendur afburðahæfir.“ Hæstaréttarlögmaðurinn Ebba Schram var ráðin en hún hefur verið staðgengill borgarlögmanns undanfarin ár. S. Björn blæs á gagnrýni Kjartans um að staðið hafi á afhendingu gagna. Bendir hann á að vaninn sé að gögn séu aðgengileg í sérstöku gagnaherbergi en Kjartan óskað eftir að fá þau send í tölvupósti þar sem hann var staddur úti á landi. Engin svör hafi fengist við því um hvað hann var að biðja, en orðið hafi verið við hans óskum. „Þetta er bara pólitískt geim.“
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira