Áttum okkur á því að þetta er risaleikur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Kristján Flóki Finnbogason á æfingu í Kaplakrika í gær. Vísir Fótbolti Taugar leikmanna, þjálfara, stjórnarmanna og stuðningsmanna FH verða eflaust þandar annað kvöld þegar Fimleikafélag Hafnarfjarðar tekur á móti Maribor í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vinni FH kemst liðið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þangað hefur ekkert íslenskt lið komist. Falli FH úr leik í umspili Meistaradeildarinnar er liðið öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Falli FH hins vegar úr leik fyrir Maribor á morgun fer liðið í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Stjarnan komst í þetta sama umspil fyrir þremur árum en tapaði fyrir ítalska stórliðinu Inter. Maribor vann fyrri leikinn gegn FH á sínum heimavelli með einu marki gegn engu og staða Íslandsmeistaranna fyrir leikinn annað kvöld er því nokkuð snúin. FH-ingar verða að sækja og skora tvö mörk, nema þeir skori eitt mark og fari áfram eftir vítaspyrnukeppni, en verða á sama tíma að vera varkárir enda gerir slóvenskt mark nánast út um vonir þeirra. „Við þurfum að vera þéttir til baka eins og við vorum í fyrri leiknum. Að mínu mati þýðir ekkert að byrja leikinn á að henda öllu fram því ef við fáum á okkur eitt mark þurfum við að skora þrjú. Við þurfum að vera skynsamir en samt að leggja meiri áherslu á sóknina, halda boltanum betur innan liðsins og skapa okkur fleiri færi hérna á heimavelli en við gerðum úti,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið í gær. Maribor varð slóvenskur meistari í fjórtánda sinn á síðasta tímabili. Liðið hefur farið vel af stað á þessu tímabili og unnið alla þrjá leiki sína í slóvensku úrvalsdeildinni. Heimir segir að Maribor sé með sterkt lið og að FH-ingar þurfi að hafa sérstakar gætur á brasilíska framherjanum Marcos Taveres, sem skoraði eina markið í fyrri leiknum. „Þetta er mjög gott lið. Þeir eru góðir að halda boltanum innan liðsins, með fljóta menn frammi og Taveres sem er mjög öflugur,“ sagði Heimir en umræddur Taveres hefur verið í herbúðum Maribor frá 2008 og er fyrirliði liðsins. Mikilvægi leiksins á morgun er gríðarlegt enda háar fjárhæðir í boði fyrir liðið sem kemst áfram. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, segir að leikmenn liðsins reyni að halda einbeitingu og láta pressuna ekki sliga sig. „Það er engin þannig pressa á okkur að komast áfram. Okkar aðalmarkmið er að gera okkar allra besta og við setjum bara þá pressu á okkur að eiga toppleik. Ef það gerist eru möguleikarnir fyrir hendi,“ sagði Davíð Þór sem er þó meðvitaður um hversu stór leikurinn er fyrir FH sem félag. „Þetta er risaleikur. Við áttum okkur alveg á því. En það er ekki hægt að setja þá pressu á íslenskt lið að slá lið frá Slóveníu, sem hefur verið í riðlakeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar undanfarin ár, út.“ En líður fyrirliðanum eins og FH-ingar geti skorað tvö mörk á móti þessu sterka liði Maribor og slegið það út? „Mér finnst við eiga möguleika. Í fyrri hálfleiknum í leiknum úti spiluðum við virkilega vel en hefðum getað refsað þeim meira þegar við unnum boltann á ágætum stöðum. Bara það að vera mættir á okkar heimavöll, fyrir framan okkar stuðningsmenn, hjálpar okkur og gefur okkur auka kraft. Ég tel okkur eiga möguleika þótt þeir séu sigurstranglegri,“ sagði Davíð en komist FH í umspil fyrir riðlakeppnina bíða þar stórlið eins og Liverpool, Sevilla og Napoli. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Fótbolti Taugar leikmanna, þjálfara, stjórnarmanna og stuðningsmanna FH verða eflaust þandar annað kvöld þegar Fimleikafélag Hafnarfjarðar tekur á móti Maribor í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vinni FH kemst liðið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þangað hefur ekkert íslenskt lið komist. Falli FH úr leik í umspili Meistaradeildarinnar er liðið öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Falli FH hins vegar úr leik fyrir Maribor á morgun fer liðið í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Stjarnan komst í þetta sama umspil fyrir þremur árum en tapaði fyrir ítalska stórliðinu Inter. Maribor vann fyrri leikinn gegn FH á sínum heimavelli með einu marki gegn engu og staða Íslandsmeistaranna fyrir leikinn annað kvöld er því nokkuð snúin. FH-ingar verða að sækja og skora tvö mörk, nema þeir skori eitt mark og fari áfram eftir vítaspyrnukeppni, en verða á sama tíma að vera varkárir enda gerir slóvenskt mark nánast út um vonir þeirra. „Við þurfum að vera þéttir til baka eins og við vorum í fyrri leiknum. Að mínu mati þýðir ekkert að byrja leikinn á að henda öllu fram því ef við fáum á okkur eitt mark þurfum við að skora þrjú. Við þurfum að vera skynsamir en samt að leggja meiri áherslu á sóknina, halda boltanum betur innan liðsins og skapa okkur fleiri færi hérna á heimavelli en við gerðum úti,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið í gær. Maribor varð slóvenskur meistari í fjórtánda sinn á síðasta tímabili. Liðið hefur farið vel af stað á þessu tímabili og unnið alla þrjá leiki sína í slóvensku úrvalsdeildinni. Heimir segir að Maribor sé með sterkt lið og að FH-ingar þurfi að hafa sérstakar gætur á brasilíska framherjanum Marcos Taveres, sem skoraði eina markið í fyrri leiknum. „Þetta er mjög gott lið. Þeir eru góðir að halda boltanum innan liðsins, með fljóta menn frammi og Taveres sem er mjög öflugur,“ sagði Heimir en umræddur Taveres hefur verið í herbúðum Maribor frá 2008 og er fyrirliði liðsins. Mikilvægi leiksins á morgun er gríðarlegt enda háar fjárhæðir í boði fyrir liðið sem kemst áfram. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, segir að leikmenn liðsins reyni að halda einbeitingu og láta pressuna ekki sliga sig. „Það er engin þannig pressa á okkur að komast áfram. Okkar aðalmarkmið er að gera okkar allra besta og við setjum bara þá pressu á okkur að eiga toppleik. Ef það gerist eru möguleikarnir fyrir hendi,“ sagði Davíð Þór sem er þó meðvitaður um hversu stór leikurinn er fyrir FH sem félag. „Þetta er risaleikur. Við áttum okkur alveg á því. En það er ekki hægt að setja þá pressu á íslenskt lið að slá lið frá Slóveníu, sem hefur verið í riðlakeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar undanfarin ár, út.“ En líður fyrirliðanum eins og FH-ingar geti skorað tvö mörk á móti þessu sterka liði Maribor og slegið það út? „Mér finnst við eiga möguleika. Í fyrri hálfleiknum í leiknum úti spiluðum við virkilega vel en hefðum getað refsað þeim meira þegar við unnum boltann á ágætum stöðum. Bara það að vera mættir á okkar heimavöll, fyrir framan okkar stuðningsmenn, hjálpar okkur og gefur okkur auka kraft. Ég tel okkur eiga möguleika þótt þeir séu sigurstranglegri,“ sagði Davíð en komist FH í umspil fyrir riðlakeppnina bíða þar stórlið eins og Liverpool, Sevilla og Napoli.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira