Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 11:15 Akranes á siglingu milli Akraness og Reykjavíkur. Niðurstöðu er að vænta í dag um hvort báturinn geti létt undir með Eyjamönnum. Bæjarstjórinn og þingmaður úr Eyjum eru ósáttir við Samgöngustofu. vísir/anton brink Samgöngu- og sveitasjórnarráðuneytið hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samgöngustofu að veita ekki undanþágu fyrir siglingar ferjunnar Akraness á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Ráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. Því er lagt fyrir Samgöngustofu að fallast á umsókn Eimskips um að nota ferjuna til þessara siglinga dagana 4. og 7. ágúst næstkomandi, segir í tilkynningu um úrskurðinn frá samgönguráðuneytinu.Sögðu ákvörðun Samgöngustofu brot á jafnræðis- og lögmætisreglu Samgöngustofa hafnaði beiðni Eimskips um að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina, 4.-7. ágúst næstkomandi. Ferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur, en sótt var um tímabundið leyfi fyrir breytingu á siglingum. Eftir að beiðninni var hafnað sendi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, stjórnsýslukæru vegna málsins til samgönguráðherra. „Í rökstuðningi sínum í kærunni segir Vestmannaeyjabær að ferjan Akranes hafi fengið tímabundna heimild Samgöngustofu til að flytja farþega milli Reykjavíkur og Akraness með ferjunni Akranesi. Hafsvæði á þeirri siglingaleið sé flokkað sem hafsvæði C og hafsvæðið milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja sé einnig hafsvæði C. Telur Vestmannaeyjabær að gefa beri leyfi til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar með sömu rökum og skilyrðum og gildi um leyfi ferjunnar Akraness til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness. Ákvörðun Samgöngustofu um að synja umsókn Eimskips um umræddar siglingar sé brot á jafnræðisreglu, lögmætisreglu og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga,” segir í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Samgöngustofa hafi meðal annars hafnað beiðni Eimskips af þeirri ástæðu að ekki lægi fyrir að skipið uppfyllti reglur um háhraðafarþegaför. Þá kom fram í rökstuðningi Samgöngustofu að ekki hafi verið forsendur til að víkka tilraunaverkefniðSamgöngustofa sýndi ekki fram á nægilegan aðstæðumun á siglingaleiðumSamgönguráðuneytið segir Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli lands og Eyja séu aðrar en þær á milli Reykjavíkur og Akraness. Þar sem þegar hafi verið veitt tímabundin heimild til siglinga Akraness á áðurgreindri leið sé ekki hægt að réttlæta synjun um siglingar á Þjóðhátíð. „Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að Samgöngustofa hafi ekki sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. Þar sem ferjan Akranes hafi nú þegar tímabundna heimild frá Samgöngustofu til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness sé ekkert fram komið að mati ráðuneytisins sem réttlætt geti að synjað verði um heimild til siglinga ferjunnar á sambærilegu hafsvæði milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar enda séu bæði hafsvæðin í flokki C,“ segir í úrskurði samgönguráðuneytisins. „Það eitt að álag sé í hámarki á tilgreindu tímabili og að um sé að ræða stærstu ferðahelgi ársins þar sem ætla megi að mikill þrýstingur sé á skipstjórnarmenn að halda áætlun séu ekki sjónarmið sem áhrif geti haft á niðurstöðu málsins enda sé öllum viðeigandi öryggiskröfum fullnægt.“ Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Sannfærður um að Akranes sigli til Eyja Ekki tókst að taka ákvörðun um hvort báturinn Akranes megi sigla milli lands og Eyja í samgönguráðuneytinu í gær. Hún verður tekin í dag. Bæjarstjórinn segist ekki geta setið undir óvönduðum vinnubrögðum Samgöngustofu. 2. ágúst 2017 06:00 Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. 31. júlí 2017 20:43 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Samgöngu- og sveitasjórnarráðuneytið hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samgöngustofu að veita ekki undanþágu fyrir siglingar ferjunnar Akraness á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Ráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. Því er lagt fyrir Samgöngustofu að fallast á umsókn Eimskips um að nota ferjuna til þessara siglinga dagana 4. og 7. ágúst næstkomandi, segir í tilkynningu um úrskurðinn frá samgönguráðuneytinu.Sögðu ákvörðun Samgöngustofu brot á jafnræðis- og lögmætisreglu Samgöngustofa hafnaði beiðni Eimskips um að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina, 4.-7. ágúst næstkomandi. Ferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur, en sótt var um tímabundið leyfi fyrir breytingu á siglingum. Eftir að beiðninni var hafnað sendi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, stjórnsýslukæru vegna málsins til samgönguráðherra. „Í rökstuðningi sínum í kærunni segir Vestmannaeyjabær að ferjan Akranes hafi fengið tímabundna heimild Samgöngustofu til að flytja farþega milli Reykjavíkur og Akraness með ferjunni Akranesi. Hafsvæði á þeirri siglingaleið sé flokkað sem hafsvæði C og hafsvæðið milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja sé einnig hafsvæði C. Telur Vestmannaeyjabær að gefa beri leyfi til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar með sömu rökum og skilyrðum og gildi um leyfi ferjunnar Akraness til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness. Ákvörðun Samgöngustofu um að synja umsókn Eimskips um umræddar siglingar sé brot á jafnræðisreglu, lögmætisreglu og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga,” segir í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Samgöngustofa hafi meðal annars hafnað beiðni Eimskips af þeirri ástæðu að ekki lægi fyrir að skipið uppfyllti reglur um háhraðafarþegaför. Þá kom fram í rökstuðningi Samgöngustofu að ekki hafi verið forsendur til að víkka tilraunaverkefniðSamgöngustofa sýndi ekki fram á nægilegan aðstæðumun á siglingaleiðumSamgönguráðuneytið segir Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli lands og Eyja séu aðrar en þær á milli Reykjavíkur og Akraness. Þar sem þegar hafi verið veitt tímabundin heimild til siglinga Akraness á áðurgreindri leið sé ekki hægt að réttlæta synjun um siglingar á Þjóðhátíð. „Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að Samgöngustofa hafi ekki sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. Þar sem ferjan Akranes hafi nú þegar tímabundna heimild frá Samgöngustofu til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness sé ekkert fram komið að mati ráðuneytisins sem réttlætt geti að synjað verði um heimild til siglinga ferjunnar á sambærilegu hafsvæði milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar enda séu bæði hafsvæðin í flokki C,“ segir í úrskurði samgönguráðuneytisins. „Það eitt að álag sé í hámarki á tilgreindu tímabili og að um sé að ræða stærstu ferðahelgi ársins þar sem ætla megi að mikill þrýstingur sé á skipstjórnarmenn að halda áætlun séu ekki sjónarmið sem áhrif geti haft á niðurstöðu málsins enda sé öllum viðeigandi öryggiskröfum fullnægt.“
Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Sannfærður um að Akranes sigli til Eyja Ekki tókst að taka ákvörðun um hvort báturinn Akranes megi sigla milli lands og Eyja í samgönguráðuneytinu í gær. Hún verður tekin í dag. Bæjarstjórinn segist ekki geta setið undir óvönduðum vinnubrögðum Samgöngustofu. 2. ágúst 2017 06:00 Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. 31. júlí 2017 20:43 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30
Sannfærður um að Akranes sigli til Eyja Ekki tókst að taka ákvörðun um hvort báturinn Akranes megi sigla milli lands og Eyja í samgönguráðuneytinu í gær. Hún verður tekin í dag. Bæjarstjórinn segist ekki geta setið undir óvönduðum vinnubrögðum Samgöngustofu. 2. ágúst 2017 06:00
Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. 31. júlí 2017 20:43
Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda