Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2017 20:43 Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. Skipstjóri ferjunnar treystir henni fullkomlega til þess að fara þessa leið. Vestmannaeyjabær sendi á föstudag inn stjórnsýslukæru til samgönguráðuneytisins vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að veita ferjunni Akranesi ekki undanþágu til að sigla milli lands og Eyja á Þjóðhátíð. Ferjan er notuð í áætlunarsiglinar milli Reykjavíkur og Akranes og skilgreina yfirvöld hafsvæðið þar í C flokki. Hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint það sama samkvæmt reglugerð. Ýtrustu kröfur eru gerðar til skipa í flokki A og vægustu til flokks D og samkvæmt þágildandi reglum máttu einungis skip í flokki B sigla milli lands og Eyja. Vegagerðin lagði til að skip í flokki C megi sigla umrædda leið á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert. Þessi breyting var staðfest á síðasta ári. Samgöngustofa telur þó mikinn mun á þessum sjóleiðum þrátt fyrir að þær séu í sama flokki. „Það er ótrúlegt að hlusta á fulltrúa Samgöngustofu tala um það að alþjóðlega flokkun á hafsvæðum eins og það sé eitthvert minniháttar mál og það sem ráði séu einhverjar meintar sjónmælingar þeirra á hvernig öldufarið er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Stjórnsýslukæran var tekin fyrir hjá Samgönguráðuneytinu í dag en í reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum kemur fram að Samgönguráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands, nú Samgöngustofu, að samþykkja ákvæði um að undanþiggja skip í tengslum við innanlandssiglingar að því tilskildu að ekki sé dregið úr öryggi. Í reglugerðinni er ekki ljóst hvort ráðherra beri að fara eftir tillögum Samgöngustofu en ráðuneytið vann að gagnöflun í málinu í dag. Búist er við því að ráðherra taki ákvörðun um málið á morgun en þá eru einungis fjórir dagar í Þjóðhátíð. Forstjóri Samgöngustofu segir ákvörðunina endanlega. „Hvers virði er þá stjórnsýslukæran okkur? Getur verið að málum sé stillt upp þannig að ráðherra fái ekkert um þetta sagt og að stofnunin ráði?“ spyr Elliði. Skipstjóri Akraness segir ákvörðun Samgöngustofu óskiljanlega. „Þetta er sama hafsvæði og við erum búnir að vera að sigla hérna á milli Reykjavíkur og Akraness og það gengur mjög vel. Það er ákveðið „limit“ á veðri og öldum sem við höfum og þegar það er komið upp í það þá bara fellum við niður ferðir,“ segir Steinar Magnússon, skipstjóri Akraness.Treystirðu þessu skipi til að sigla milli lands og eyja? „Já það geri ég alveg fullkomlega.“ Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. Skipstjóri ferjunnar treystir henni fullkomlega til þess að fara þessa leið. Vestmannaeyjabær sendi á föstudag inn stjórnsýslukæru til samgönguráðuneytisins vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að veita ferjunni Akranesi ekki undanþágu til að sigla milli lands og Eyja á Þjóðhátíð. Ferjan er notuð í áætlunarsiglinar milli Reykjavíkur og Akranes og skilgreina yfirvöld hafsvæðið þar í C flokki. Hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint það sama samkvæmt reglugerð. Ýtrustu kröfur eru gerðar til skipa í flokki A og vægustu til flokks D og samkvæmt þágildandi reglum máttu einungis skip í flokki B sigla milli lands og Eyja. Vegagerðin lagði til að skip í flokki C megi sigla umrædda leið á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert. Þessi breyting var staðfest á síðasta ári. Samgöngustofa telur þó mikinn mun á þessum sjóleiðum þrátt fyrir að þær séu í sama flokki. „Það er ótrúlegt að hlusta á fulltrúa Samgöngustofu tala um það að alþjóðlega flokkun á hafsvæðum eins og það sé eitthvert minniháttar mál og það sem ráði séu einhverjar meintar sjónmælingar þeirra á hvernig öldufarið er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Stjórnsýslukæran var tekin fyrir hjá Samgönguráðuneytinu í dag en í reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum kemur fram að Samgönguráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands, nú Samgöngustofu, að samþykkja ákvæði um að undanþiggja skip í tengslum við innanlandssiglingar að því tilskildu að ekki sé dregið úr öryggi. Í reglugerðinni er ekki ljóst hvort ráðherra beri að fara eftir tillögum Samgöngustofu en ráðuneytið vann að gagnöflun í málinu í dag. Búist er við því að ráðherra taki ákvörðun um málið á morgun en þá eru einungis fjórir dagar í Þjóðhátíð. Forstjóri Samgöngustofu segir ákvörðunina endanlega. „Hvers virði er þá stjórnsýslukæran okkur? Getur verið að málum sé stillt upp þannig að ráðherra fái ekkert um þetta sagt og að stofnunin ráði?“ spyr Elliði. Skipstjóri Akraness segir ákvörðun Samgöngustofu óskiljanlega. „Þetta er sama hafsvæði og við erum búnir að vera að sigla hérna á milli Reykjavíkur og Akraness og það gengur mjög vel. Það er ákveðið „limit“ á veðri og öldum sem við höfum og þegar það er komið upp í það þá bara fellum við niður ferðir,“ segir Steinar Magnússon, skipstjóri Akraness.Treystirðu þessu skipi til að sigla milli lands og eyja? „Já það geri ég alveg fullkomlega.“
Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30
Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30