Tveir af hverjum þremur á móti því að einkavæða RÚV Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2017 10:20 RÚV rauf útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar, en það mátti ríkisfjölmiðillinn ekki að mati Fjölmiðlanefndar. Vísir/GVA Tveir af hverjum þremur eru andvígir því að einkavæða Ríkisútvarpið, en rösklega 16 prósent Íslendinga eru því hlynnt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fjölmiðla á Íslandi. Í tilkynningu frá Maskínu segir að hærra hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára er hlynnt því að einkavæða Ríkisútvarpið, eða meira en fimmtungur. „Afstaða til þessa er mjög mismunandi eftir því hvaða flokk fólk kýs. Þannig vill rúmlega 32% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn einkavæða Ríkisútvarpið, en einungis um 5% þeirra sem myndu kjósa Vinstrihreyfinguna Grænt framboð og Samfylkinguna.“ Einnig segir að um 23 prósent Íslendinga séu ánægð með fjölmiðla á Íslandi en rösklega fimmtungur er óánægður. „Konur eru ánægðar með fjölmiðla á Íslandi en karlar og íbúar Austurlands eru ánægðari en íbúar annarra landshluta. Kjósendur Pirata eru óánægðastir með fjölmiðla á Íslandi en kjósendur Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs eru ánægðastir. Tæplega 47% Íslendinga finnst fjölmiðlar á Íslandi háðir hagsmunaaðilum en á bilinu 12% til 13% finnst þeir óháðir. Rúmlega 17% finnst það mjög mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir. Yngsta folkinu finnst í meira mæli að það sé mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir en annars er lítill munur eftir bakgrunni fólks í þessari spurningu,“ segir í tilkynningunni. Svarendur voru 1.596 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Könnunin fór fram dagana 12. til 17. júlí 2017. Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar í skjalinu að neðan. Fjölmiðlar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Tveir af hverjum þremur eru andvígir því að einkavæða Ríkisútvarpið, en rösklega 16 prósent Íslendinga eru því hlynnt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fjölmiðla á Íslandi. Í tilkynningu frá Maskínu segir að hærra hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára er hlynnt því að einkavæða Ríkisútvarpið, eða meira en fimmtungur. „Afstaða til þessa er mjög mismunandi eftir því hvaða flokk fólk kýs. Þannig vill rúmlega 32% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn einkavæða Ríkisútvarpið, en einungis um 5% þeirra sem myndu kjósa Vinstrihreyfinguna Grænt framboð og Samfylkinguna.“ Einnig segir að um 23 prósent Íslendinga séu ánægð með fjölmiðla á Íslandi en rösklega fimmtungur er óánægður. „Konur eru ánægðar með fjölmiðla á Íslandi en karlar og íbúar Austurlands eru ánægðari en íbúar annarra landshluta. Kjósendur Pirata eru óánægðastir með fjölmiðla á Íslandi en kjósendur Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs eru ánægðastir. Tæplega 47% Íslendinga finnst fjölmiðlar á Íslandi háðir hagsmunaaðilum en á bilinu 12% til 13% finnst þeir óháðir. Rúmlega 17% finnst það mjög mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir. Yngsta folkinu finnst í meira mæli að það sé mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir en annars er lítill munur eftir bakgrunni fólks í þessari spurningu,“ segir í tilkynningunni. Svarendur voru 1.596 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Könnunin fór fram dagana 12. til 17. júlí 2017. Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar í skjalinu að neðan.
Fjölmiðlar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira