New York Times skotspónn bandarískra byssueigenda Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2017 22:11 Ræða Loesch í myndbandi NRA er sérstaklega heiftúðug í garð New York Times. NRA Stærstu samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hóta dagblaðinu New York Times í myndbandi sem þau birtu. Kalla þau blaðið „ótrúverðugan og óheiðarlegan snepil“ og segjast „ætla að ná til þess“. Í myndbandinu notar Dana Loesch, fjölmiðlakona af hægri væng bandarískra stjórnmála, orðalag sem hefur verið Donald Trump forseta tamt og kallar New York Times „gervifréttir“. New York Times hefur birt fjölda uppljóstrana um mál tengd Trump, ekki síst rannsóknina á meintu samráði framboðs hans við Rússa. „Lítið á þetta sem viðvörunarskot,“ segir Loesch í myndbandinu sem NRA tísti á föstudag. Þá sakar hún dagblaðið um að vera undir hæl Demókrataflokksins. „Við erum komin með nóg af stanslausri vörn ykkar fyrir lénsherra ykkar úr Demókrataflokknum,“ segir Loesch. Grípur hún enn til myndmáls úr heimi skotvopna þegar hún segir að NRA muni beina „leysimiði sínu“ að slagorði blaðsins um að það elti sannleikann heiðarlega.Segist aðeins vilja aðgerðir á „vígvelli hugmyndanna“Loesch hafnar því algerlega að myndbandið sé ógn gegn öryggi starfsmanna New York Times. The Guardian hefur eftir henni að hver sá sem skilji myndbandið þannig sé aðeins að „færa ofbeldisfulla hugaróra sína yfir á aðra“. Þegar hún var spurð hvað hún hefði átt við með að NRA „ætli að ná til“ New York Times sagðist Loesch að hún hafi aðeins verið að hvetja fólk til aðgerða á „vígvelli hugmyndanna“. Annað myndband NRA með Loesch þar sem hún færði rök fyrir því að fólk ætti að ganga í samtökin til að verja landið fyrir frjálslyndum vakti einnig neikvæða athygli. Donald Trump Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af dauðum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Stærstu samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hóta dagblaðinu New York Times í myndbandi sem þau birtu. Kalla þau blaðið „ótrúverðugan og óheiðarlegan snepil“ og segjast „ætla að ná til þess“. Í myndbandinu notar Dana Loesch, fjölmiðlakona af hægri væng bandarískra stjórnmála, orðalag sem hefur verið Donald Trump forseta tamt og kallar New York Times „gervifréttir“. New York Times hefur birt fjölda uppljóstrana um mál tengd Trump, ekki síst rannsóknina á meintu samráði framboðs hans við Rússa. „Lítið á þetta sem viðvörunarskot,“ segir Loesch í myndbandinu sem NRA tísti á föstudag. Þá sakar hún dagblaðið um að vera undir hæl Demókrataflokksins. „Við erum komin með nóg af stanslausri vörn ykkar fyrir lénsherra ykkar úr Demókrataflokknum,“ segir Loesch. Grípur hún enn til myndmáls úr heimi skotvopna þegar hún segir að NRA muni beina „leysimiði sínu“ að slagorði blaðsins um að það elti sannleikann heiðarlega.Segist aðeins vilja aðgerðir á „vígvelli hugmyndanna“Loesch hafnar því algerlega að myndbandið sé ógn gegn öryggi starfsmanna New York Times. The Guardian hefur eftir henni að hver sá sem skilji myndbandið þannig sé aðeins að „færa ofbeldisfulla hugaróra sína yfir á aðra“. Þegar hún var spurð hvað hún hefði átt við með að NRA „ætli að ná til“ New York Times sagðist Loesch að hún hafi aðeins verið að hvetja fólk til aðgerða á „vígvelli hugmyndanna“. Annað myndband NRA með Loesch þar sem hún færði rök fyrir því að fólk ætti að ganga í samtökin til að verja landið fyrir frjálslyndum vakti einnig neikvæða athygli.
Donald Trump Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af dauðum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira