Ríkið greiddi 19 milljónir fyrir ónýtt hús á eigin Þingvallalóð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Ónýtt 54 fermetra sumarhús frá 1965 við Þingvallavatn sem ríkið keypti 2014 var rifið í febrúar. vísir/garðar Ríkið borgaði 19,2 milljónir króna fyrir ónýtt sumarhús á leigulóð í eigu ríkisins á bakka Þingvallavatns. Þetta kemur fram í gögnum sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði fyrir Þingvallanefnd að afhenda Fréttablaðinu. Þingvallanefnd var í júní 2013 með bréfi frá lögmanni þrotabús einkahlutafélagsins V86 boðið að ganga inn í 19,25 milljóna króna tilboð í sumarbústað á Valhallarstíg. Í september það ár lýsti Þingvallanefnd vilja til að leita til forsætisráðuneytisins um fjármögnun á kaupunum. Þrátt fyrir að húsið væri talið ónýtt var leigusamningur eigandans við ríkið vegna lóðarinnar framlengdur til tíu ára 1. janúar 2014, aðeins um sex vikum áður en þjóðgarðsvörður sendi forsætisráðuneytinu bréf í febrúar og óskaði heimildar til að kaupa húsið. Það var síðan keypt í apríl 2014. Byrjað var að rífa bústaðinn og fjarlægja í febrúar á þessu ári eins og kom þá fram í Fréttablaðinu. Óskaði blaðið þá eftir gögnum um viðskiptin. Ekki var orðið við því af hálfu þjóðgarðsvarðar og Þingvallanefndar og vísaði blaðið málinu í mars til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði 27. júlí að afhenda ætti þau gögn sem til væru. Í úrskurði upplýsinganefndarinnar segir að Þingvallanefnd hafi borið fyrir sig að þegar opinberir aðilar komi fram eins og hverjir aðrir einkaaðilar við kaup og sölu fasteigna geti upplýsingar um kaup- og söluverð og upplýsingar um greiðsluskilmála verið þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt í skilningi upplýsingalaga. Því til stuðnings hafi Þingvallanefnd meðal annars bent á fjóra úrskurði frá fyrstu starfsárum úrskurðarnefndarinnar frá 1997 til 2000. „Í öllum þessum málum var hins vegar fjallað um hagsmuni viðsemjenda hins opinbera af því að upplýsingar um viðskiptin færu leynt,“ undirstrikar úrskurðarnefndin. Þingvallaþjóðgarður, Þingvallanefnd eða íslenska ríkið geti ekki átt mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni af því að upplýsingar um kaup hins opinbera á fasteign fari leynt í skilningi upplýsingalaga. „Almenningur hefur hins vegar ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna.“ Lagt var fyrir Þingvallanefnd að afhenda annars vegar kaupsamning og afsal vegna viðskiptanna og hins vegar bréf frá Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði þar sem óskað er eftir leyfi forsætisráðuneytisins til kaupanna. „Í lýsingu á fasteigninni í kaupsamningi kemur fram að húsið sé ónýtt og það þurfi að rífa það,“ upplýsir þjóðgarðsvörður í bréfinu. Markmið Þingvallanefndar sé að fjarlægja húsið og opna þannig aðgengi almennings að Þingvallavatni þar sem ekki sé unnt að ganga meðfram vatninu á þessum slóðum vegna legu lóða og sumarhúsa. „Hér er að mati Þingvallanefndar um einstakt tækifæri að ræða, tækifæri sem væntanlega mun ekki bjóðast aftur á næstu árum þar sem sumarbústaðir á lóðum við Valhallarstíg hafa flestir verið endurnýjaðir eða endurbyggðir og er verðmæti þeirra því mun hærra en það sem hér um ræðir.“ Tengdar fréttir Hugleiða að breyta 70 milljóna grunni úr hruninu í nestispall í þjóðgarðinum Þjóðgarðsvörður segir Þingvallanefnd vilja kaupa sjötíu milljóna króna húsgrunn við Þingvallavatn til að "veita almenningi kost á að njóta hins friðhelga svæðis“. Dregið verði úr umferð gangandi fólks með vatnsbakkanum ef þ 6. desember 2016 07:00 Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00 Margt á borði Þingvallanefndar sem fundar eftir sjö mánaða hlé Þingvallanefnd sem kjörin var á Alþingi fyrir rúmum mánuði hélt sinn fyrsta fund síðastliðinn mánudag. Var það fyrsti fundur Þingvallanefndar í sjö mánuði eða frá því fyrri nefnd lauk störfum rétt fyrir alþingiskosningar í lok október í fyrra. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Ríkið borgaði 19,2 milljónir króna fyrir ónýtt sumarhús á leigulóð í eigu ríkisins á bakka Þingvallavatns. Þetta kemur fram í gögnum sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði fyrir Þingvallanefnd að afhenda Fréttablaðinu. Þingvallanefnd var í júní 2013 með bréfi frá lögmanni þrotabús einkahlutafélagsins V86 boðið að ganga inn í 19,25 milljóna króna tilboð í sumarbústað á Valhallarstíg. Í september það ár lýsti Þingvallanefnd vilja til að leita til forsætisráðuneytisins um fjármögnun á kaupunum. Þrátt fyrir að húsið væri talið ónýtt var leigusamningur eigandans við ríkið vegna lóðarinnar framlengdur til tíu ára 1. janúar 2014, aðeins um sex vikum áður en þjóðgarðsvörður sendi forsætisráðuneytinu bréf í febrúar og óskaði heimildar til að kaupa húsið. Það var síðan keypt í apríl 2014. Byrjað var að rífa bústaðinn og fjarlægja í febrúar á þessu ári eins og kom þá fram í Fréttablaðinu. Óskaði blaðið þá eftir gögnum um viðskiptin. Ekki var orðið við því af hálfu þjóðgarðsvarðar og Þingvallanefndar og vísaði blaðið málinu í mars til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði 27. júlí að afhenda ætti þau gögn sem til væru. Í úrskurði upplýsinganefndarinnar segir að Þingvallanefnd hafi borið fyrir sig að þegar opinberir aðilar komi fram eins og hverjir aðrir einkaaðilar við kaup og sölu fasteigna geti upplýsingar um kaup- og söluverð og upplýsingar um greiðsluskilmála verið þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt í skilningi upplýsingalaga. Því til stuðnings hafi Þingvallanefnd meðal annars bent á fjóra úrskurði frá fyrstu starfsárum úrskurðarnefndarinnar frá 1997 til 2000. „Í öllum þessum málum var hins vegar fjallað um hagsmuni viðsemjenda hins opinbera af því að upplýsingar um viðskiptin færu leynt,“ undirstrikar úrskurðarnefndin. Þingvallaþjóðgarður, Þingvallanefnd eða íslenska ríkið geti ekki átt mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni af því að upplýsingar um kaup hins opinbera á fasteign fari leynt í skilningi upplýsingalaga. „Almenningur hefur hins vegar ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna.“ Lagt var fyrir Þingvallanefnd að afhenda annars vegar kaupsamning og afsal vegna viðskiptanna og hins vegar bréf frá Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði þar sem óskað er eftir leyfi forsætisráðuneytisins til kaupanna. „Í lýsingu á fasteigninni í kaupsamningi kemur fram að húsið sé ónýtt og það þurfi að rífa það,“ upplýsir þjóðgarðsvörður í bréfinu. Markmið Þingvallanefndar sé að fjarlægja húsið og opna þannig aðgengi almennings að Þingvallavatni þar sem ekki sé unnt að ganga meðfram vatninu á þessum slóðum vegna legu lóða og sumarhúsa. „Hér er að mati Þingvallanefndar um einstakt tækifæri að ræða, tækifæri sem væntanlega mun ekki bjóðast aftur á næstu árum þar sem sumarbústaðir á lóðum við Valhallarstíg hafa flestir verið endurnýjaðir eða endurbyggðir og er verðmæti þeirra því mun hærra en það sem hér um ræðir.“
Tengdar fréttir Hugleiða að breyta 70 milljóna grunni úr hruninu í nestispall í þjóðgarðinum Þjóðgarðsvörður segir Þingvallanefnd vilja kaupa sjötíu milljóna króna húsgrunn við Þingvallavatn til að "veita almenningi kost á að njóta hins friðhelga svæðis“. Dregið verði úr umferð gangandi fólks með vatnsbakkanum ef þ 6. desember 2016 07:00 Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00 Margt á borði Þingvallanefndar sem fundar eftir sjö mánaða hlé Þingvallanefnd sem kjörin var á Alþingi fyrir rúmum mánuði hélt sinn fyrsta fund síðastliðinn mánudag. Var það fyrsti fundur Þingvallanefndar í sjö mánuði eða frá því fyrri nefnd lauk störfum rétt fyrir alþingiskosningar í lok október í fyrra. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Hugleiða að breyta 70 milljóna grunni úr hruninu í nestispall í þjóðgarðinum Þjóðgarðsvörður segir Þingvallanefnd vilja kaupa sjötíu milljóna króna húsgrunn við Þingvallavatn til að "veita almenningi kost á að njóta hins friðhelga svæðis“. Dregið verði úr umferð gangandi fólks með vatnsbakkanum ef þ 6. desember 2016 07:00
Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00
Margt á borði Þingvallanefndar sem fundar eftir sjö mánaða hlé Þingvallanefnd sem kjörin var á Alþingi fyrir rúmum mánuði hélt sinn fyrsta fund síðastliðinn mánudag. Var það fyrsti fundur Þingvallanefndar í sjö mánuði eða frá því fyrri nefnd lauk störfum rétt fyrir alþingiskosningar í lok október í fyrra. 1. júní 2017 07:00