Hugleiða að breyta 70 milljóna grunni úr hruninu í nestispall í þjóðgarðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Ekki er víst að steypumassinn sem fluttur var á þessa lóð við Valhallarstíg verði fjarlægður eignist ríkið mannvirkið. Fréttablaðið/Auðunn „Það er mat Þingvallanefndar að um einstakt tækifæri sé að ræða í ljósi staðsetningar lóðarinnar og ástands hennar að öðru leyti,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í bréfi þar sem hann óskar eftir því fyrir hönd Þingvallanefndar að forsætisráðuneytið beiti sé fyrir því að fjárheimild fáist til að kaupa 70 milljóna króna húsgrunn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vill Þingvallanefnd neyta forkaupsréttar og ganga inn í kaup á 139 fermetra húsgrunni með kjallara við Þingvallavatn. Þjóðgarðsvörður segir í bréfinu að Þingvallanefnd telji staðsetningu lóðarinnar skipta máli. Hún sé við bakka Þingvallavatns. Ofan við hana sé göngustígur og ekki sé unnt að ganga með vatnsbakkanum vegna legu lóða og sumarhúsa. „Lóðin liggur í beinu framhaldi af Almannagjá og er til þess fallin að tengja þinghelgina og aðgengi að Þingvallavatni og þar með auka það svæði sem verði gestkomandi aðgengilegt. Lóðir sem liggja við bakka Þingvallavatns norðan við lóðina eru í eigu einstaklinga og þar með ekki opnar almenningi,“ rekur þjóðgarðsvörður.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fréttablaðið/VilhelmÞá segir Ólafur Örn að Þingvallanefnd bendi á að við vatnsbakka Þingvallavatns sé talsvert sýnilegt álag af völdum ágangs. Með því að opna aðgengi að vatninu telji nefndin að mögulegt sé að draga úr umferð gangandi fólks meðfram vatnsbakkanum. Á lóðinni sé gróður, slétt undirlendi og útsýni yfir vatnið og hið friðhelga svæði sé mikið. „Telur Þingvallanefnd að ákvörðunin stuðli að því að vernda og viðhalda náttúrufari þjóðgarðsins og veita almenningi kost á að njóta hins friðhelga svæðis. Þá telur nefndin að hægt sé að nýta hinn steypta grunn fyrir gesti þjóðgarðsins, til dæmis fyrir nestisaðstöðu,“ segir þjóðgarðsvörður. Áhöld eru um hvort eigendur húsgrunnsins hafi haft heimild til að rífa tvö eldri sumarhús og steypa umræddan húsgrunn á leigulóðinni frá ríkinu eins og Fréttablaðið hefur greint frá og er málið í biðstöðu í forsætisráðuneytinu. „Þingvallanefnd telur málefnalegt að neyta forkaupsréttar að hinum steypta grunni. Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðsins í eigu einstaklinga,“ segir þjóðgarðsvörður í bréfinu sem kveður þó jafnframt óvissu um hvaða framkvæmdir voru samþykktar af byggingarfulltrúa og Þingvallanefnd og hvort þær framkvæmdir sem þegar séu hafnar samræmist leyfum þessara aðila. Enn fremur segir þjóðgarðsvörður Þingvallanefnd telja nauðsynlegt að tryggja nefndinni full umráð lóðarinnar með vísan til framangreindra sjónarmiða. „Þá vill Þingvallanefnd benda á í þessu samhengi að nefndinni hefur ekki boðist að kaupa lóðir á Þingvöllum í sambærilegu ástandi og sú sem um ræðir hér,“ skrifar hann. Vegna þessa er þó vert að undirstrika að ríkið á nú þegar lóðina og er eingöngu að kaupa steypugrunninn sem dagaði uppi við vatnið í bankahruninu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00 Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45 Þingvallanefnd vill nýta forkaupsréttinn 26. október 2016 07:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
„Það er mat Þingvallanefndar að um einstakt tækifæri sé að ræða í ljósi staðsetningar lóðarinnar og ástands hennar að öðru leyti,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í bréfi þar sem hann óskar eftir því fyrir hönd Þingvallanefndar að forsætisráðuneytið beiti sé fyrir því að fjárheimild fáist til að kaupa 70 milljóna króna húsgrunn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vill Þingvallanefnd neyta forkaupsréttar og ganga inn í kaup á 139 fermetra húsgrunni með kjallara við Þingvallavatn. Þjóðgarðsvörður segir í bréfinu að Þingvallanefnd telji staðsetningu lóðarinnar skipta máli. Hún sé við bakka Þingvallavatns. Ofan við hana sé göngustígur og ekki sé unnt að ganga með vatnsbakkanum vegna legu lóða og sumarhúsa. „Lóðin liggur í beinu framhaldi af Almannagjá og er til þess fallin að tengja þinghelgina og aðgengi að Þingvallavatni og þar með auka það svæði sem verði gestkomandi aðgengilegt. Lóðir sem liggja við bakka Þingvallavatns norðan við lóðina eru í eigu einstaklinga og þar með ekki opnar almenningi,“ rekur þjóðgarðsvörður.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fréttablaðið/VilhelmÞá segir Ólafur Örn að Þingvallanefnd bendi á að við vatnsbakka Þingvallavatns sé talsvert sýnilegt álag af völdum ágangs. Með því að opna aðgengi að vatninu telji nefndin að mögulegt sé að draga úr umferð gangandi fólks meðfram vatnsbakkanum. Á lóðinni sé gróður, slétt undirlendi og útsýni yfir vatnið og hið friðhelga svæði sé mikið. „Telur Þingvallanefnd að ákvörðunin stuðli að því að vernda og viðhalda náttúrufari þjóðgarðsins og veita almenningi kost á að njóta hins friðhelga svæðis. Þá telur nefndin að hægt sé að nýta hinn steypta grunn fyrir gesti þjóðgarðsins, til dæmis fyrir nestisaðstöðu,“ segir þjóðgarðsvörður. Áhöld eru um hvort eigendur húsgrunnsins hafi haft heimild til að rífa tvö eldri sumarhús og steypa umræddan húsgrunn á leigulóðinni frá ríkinu eins og Fréttablaðið hefur greint frá og er málið í biðstöðu í forsætisráðuneytinu. „Þingvallanefnd telur málefnalegt að neyta forkaupsréttar að hinum steypta grunni. Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðsins í eigu einstaklinga,“ segir þjóðgarðsvörður í bréfinu sem kveður þó jafnframt óvissu um hvaða framkvæmdir voru samþykktar af byggingarfulltrúa og Þingvallanefnd og hvort þær framkvæmdir sem þegar séu hafnar samræmist leyfum þessara aðila. Enn fremur segir þjóðgarðsvörður Þingvallanefnd telja nauðsynlegt að tryggja nefndinni full umráð lóðarinnar með vísan til framangreindra sjónarmiða. „Þá vill Þingvallanefnd benda á í þessu samhengi að nefndinni hefur ekki boðist að kaupa lóðir á Þingvöllum í sambærilegu ástandi og sú sem um ræðir hér,“ skrifar hann. Vegna þessa er þó vert að undirstrika að ríkið á nú þegar lóðina og er eingöngu að kaupa steypugrunninn sem dagaði uppi við vatnið í bankahruninu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00 Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45 Þingvallanefnd vill nýta forkaupsréttinn 26. október 2016 07:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00
Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent