Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2017 19:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. Talið er að um tuttugu milljónir manna muni missa heilbrigðistryggingu sína nái frumvarp Trump fram að ganga. John McCain öldungadeildarþingmaður Repúblikana og forsetaframbjóðandi gegn Barack Obama fyrrverandi forseta greindist með heilaæxli í vikunni og er því frá þingstörfum. Bandarískir þingmenn þurfa hins vegar ekki að óttast að fá ekki heilbrigðisþjónustu þar sem starfi þeirra fylgir besta heilbrigðistrygging sem völ er á í Bandaríkjunum. Meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni er naumur þar sem þeir hafa 52 fulltrúa af eitt hundrað. Nokkrir þingmenn hafa einnig gefið í skyn að þeir muni ekki styðja frumvarp Trump forseta um breytingar á lögum frá tíð Obama sem kölluð hafa verið Obamacare. Þeir óttast pólitískar afleiðingar verði frumvarpið að lögum en það gæti svift um 20 milljónir venjulegra Bandaríkjamanna heilbrigðistryggingu sinni. Donald Trump forseti Bandaríkjanna ítrekaði forgangsröð sína þegar forstjórar framleiðslufyrirtækja heimsóttu Hvíta húsið í dag. „Við verðum að lækka skatta á fyrirtæki til að þjóð okkar geti blómstrað, eina hæstu skatta í heimi. Við verðum að afnema Obamacare sem drepur störf í landinu, við verðum að gera það. Og ég get sagt ykkur að við vonum að John McCain jafni sig mjög fljótlega vegna þess að við söknum hans. Hann er sterk rödd í Washington og við þurfum á atkvæði hans að halda,“ sagði Trump og uppskar að launum mikinn hlátur hjá forstjórunum. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. Talið er að um tuttugu milljónir manna muni missa heilbrigðistryggingu sína nái frumvarp Trump fram að ganga. John McCain öldungadeildarþingmaður Repúblikana og forsetaframbjóðandi gegn Barack Obama fyrrverandi forseta greindist með heilaæxli í vikunni og er því frá þingstörfum. Bandarískir þingmenn þurfa hins vegar ekki að óttast að fá ekki heilbrigðisþjónustu þar sem starfi þeirra fylgir besta heilbrigðistrygging sem völ er á í Bandaríkjunum. Meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni er naumur þar sem þeir hafa 52 fulltrúa af eitt hundrað. Nokkrir þingmenn hafa einnig gefið í skyn að þeir muni ekki styðja frumvarp Trump forseta um breytingar á lögum frá tíð Obama sem kölluð hafa verið Obamacare. Þeir óttast pólitískar afleiðingar verði frumvarpið að lögum en það gæti svift um 20 milljónir venjulegra Bandaríkjamanna heilbrigðistryggingu sinni. Donald Trump forseti Bandaríkjanna ítrekaði forgangsröð sína þegar forstjórar framleiðslufyrirtækja heimsóttu Hvíta húsið í dag. „Við verðum að lækka skatta á fyrirtæki til að þjóð okkar geti blómstrað, eina hæstu skatta í heimi. Við verðum að afnema Obamacare sem drepur störf í landinu, við verðum að gera það. Og ég get sagt ykkur að við vonum að John McCain jafni sig mjög fljótlega vegna þess að við söknum hans. Hann er sterk rödd í Washington og við þurfum á atkvæði hans að halda,“ sagði Trump og uppskar að launum mikinn hlátur hjá forstjórunum.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira