Starfsmenn Reykjavíkurborgar byrjaðir að uppræta eitraða bjarnarkló Gissur Sigurðsson skrifar 21. júlí 2017 13:08 Starfsmennirnir þurfa að vera í miklum hlífðarfatnað þegar þeir vinna að því að uppræta plöntuna. vísir/vilhelm Tíu manna hópur starfsmanna Reykjavíkurborgar, klæddur sérstökum hlífðarbúningum, hóf í morgun að uppræta hættulega bjarnarkló, eða tröllahvönn í Laugarnesinu, en plantan vex víðar í borgarlandinu. Þá er annað afbrigði plöntunnar, húnakló, skyndilega farin að dreifa úr sér í borginni. Báðar plönturnar geta valdið alvarlegum brunasárum og jafnvel varanlegri blindu ef vökvi úr þeim berst í augu þannig að útbreiðsla þeirra er orðið alvarlegt vandamál, að sögn Snorra Sigurðssonar líffræðings hjá borginni. „Hún er orðin vandamál á nokkrum stöðum. Þessi bjarnarkló sem er orðin mjög stórvaxin hún hefur verið lengi á stöðum eins og Laugarnesinu og er þar viðvarandi vandamál þannig að við höfum þurft að fara í aðgerðir þar á hverju ári. En hún er að finnast á fleiri stöðum. Yfirleitt eru þetta einkalóðir þar sem hún er en auðvitað getur hún dreift sér inn í borgarlandið og við fylgjumst vel með því,“ segir Snorri.Hér má sjá hendur drengs sem brenndist illa á bjarnarkló í síðustu viku.Getur við talað um þetta sem vandamál? „Já, og svo er náskyld tegund sem heitir húnakló sem er öllu minni og getur líka valdið bruna, hún er jafnvel ennþá skæðari að dreifa sér hér, það er til dæmis hún sem fólk er að sjá mikið í Vesturbænum.“Verður farið í svona aðgerðir víðar í borgarlandinu á næstunni? „Við vonumst til að geta gert það, já. Það hefur í sumar því miður verið töluverður starfsmannaskortur í garðyrkjunni hjá okkur þannig að við höfum þurft að forgangsraða verkefnum en þetta er komið á það stig að það er ekki hægt að bíða lengur. Þess vegna erum við að byrja í Laugarnesinu þar sem staðan er alvarlegust,“ segir Snorri.Er ekkert varasamt að vinna þetta starf? „Jú, það er varasamt og starfsmenn okkar þurfa að vera í hlífðarfötum og passa að það sjáist helst ekki í húð neins staðar og svo líka er þessi planta þannig að í plöntusafanum eru efni sem virkjast í sól þannig að það er sérstaklega varasamt að uppræta hana í sól þannig að við veljum dag eins og í dag þar sem er rigning og skýjað í svona verkefni.“ Tengdar fréttir Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Tíu manna hópur starfsmanna Reykjavíkurborgar, klæddur sérstökum hlífðarbúningum, hóf í morgun að uppræta hættulega bjarnarkló, eða tröllahvönn í Laugarnesinu, en plantan vex víðar í borgarlandinu. Þá er annað afbrigði plöntunnar, húnakló, skyndilega farin að dreifa úr sér í borginni. Báðar plönturnar geta valdið alvarlegum brunasárum og jafnvel varanlegri blindu ef vökvi úr þeim berst í augu þannig að útbreiðsla þeirra er orðið alvarlegt vandamál, að sögn Snorra Sigurðssonar líffræðings hjá borginni. „Hún er orðin vandamál á nokkrum stöðum. Þessi bjarnarkló sem er orðin mjög stórvaxin hún hefur verið lengi á stöðum eins og Laugarnesinu og er þar viðvarandi vandamál þannig að við höfum þurft að fara í aðgerðir þar á hverju ári. En hún er að finnast á fleiri stöðum. Yfirleitt eru þetta einkalóðir þar sem hún er en auðvitað getur hún dreift sér inn í borgarlandið og við fylgjumst vel með því,“ segir Snorri.Hér má sjá hendur drengs sem brenndist illa á bjarnarkló í síðustu viku.Getur við talað um þetta sem vandamál? „Já, og svo er náskyld tegund sem heitir húnakló sem er öllu minni og getur líka valdið bruna, hún er jafnvel ennþá skæðari að dreifa sér hér, það er til dæmis hún sem fólk er að sjá mikið í Vesturbænum.“Verður farið í svona aðgerðir víðar í borgarlandinu á næstunni? „Við vonumst til að geta gert það, já. Það hefur í sumar því miður verið töluverður starfsmannaskortur í garðyrkjunni hjá okkur þannig að við höfum þurft að forgangsraða verkefnum en þetta er komið á það stig að það er ekki hægt að bíða lengur. Þess vegna erum við að byrja í Laugarnesinu þar sem staðan er alvarlegust,“ segir Snorri.Er ekkert varasamt að vinna þetta starf? „Jú, það er varasamt og starfsmenn okkar þurfa að vera í hlífðarfötum og passa að það sjáist helst ekki í húð neins staðar og svo líka er þessi planta þannig að í plöntusafanum eru efni sem virkjast í sól þannig að það er sérstaklega varasamt að uppræta hana í sól þannig að við veljum dag eins og í dag þar sem er rigning og skýjað í svona verkefni.“
Tengdar fréttir Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels