Starfsmenn Reykjavíkurborgar byrjaðir að uppræta eitraða bjarnarkló Gissur Sigurðsson skrifar 21. júlí 2017 13:08 Starfsmennirnir þurfa að vera í miklum hlífðarfatnað þegar þeir vinna að því að uppræta plöntuna. vísir/vilhelm Tíu manna hópur starfsmanna Reykjavíkurborgar, klæddur sérstökum hlífðarbúningum, hóf í morgun að uppræta hættulega bjarnarkló, eða tröllahvönn í Laugarnesinu, en plantan vex víðar í borgarlandinu. Þá er annað afbrigði plöntunnar, húnakló, skyndilega farin að dreifa úr sér í borginni. Báðar plönturnar geta valdið alvarlegum brunasárum og jafnvel varanlegri blindu ef vökvi úr þeim berst í augu þannig að útbreiðsla þeirra er orðið alvarlegt vandamál, að sögn Snorra Sigurðssonar líffræðings hjá borginni. „Hún er orðin vandamál á nokkrum stöðum. Þessi bjarnarkló sem er orðin mjög stórvaxin hún hefur verið lengi á stöðum eins og Laugarnesinu og er þar viðvarandi vandamál þannig að við höfum þurft að fara í aðgerðir þar á hverju ári. En hún er að finnast á fleiri stöðum. Yfirleitt eru þetta einkalóðir þar sem hún er en auðvitað getur hún dreift sér inn í borgarlandið og við fylgjumst vel með því,“ segir Snorri.Hér má sjá hendur drengs sem brenndist illa á bjarnarkló í síðustu viku.Getur við talað um þetta sem vandamál? „Já, og svo er náskyld tegund sem heitir húnakló sem er öllu minni og getur líka valdið bruna, hún er jafnvel ennþá skæðari að dreifa sér hér, það er til dæmis hún sem fólk er að sjá mikið í Vesturbænum.“Verður farið í svona aðgerðir víðar í borgarlandinu á næstunni? „Við vonumst til að geta gert það, já. Það hefur í sumar því miður verið töluverður starfsmannaskortur í garðyrkjunni hjá okkur þannig að við höfum þurft að forgangsraða verkefnum en þetta er komið á það stig að það er ekki hægt að bíða lengur. Þess vegna erum við að byrja í Laugarnesinu þar sem staðan er alvarlegust,“ segir Snorri.Er ekkert varasamt að vinna þetta starf? „Jú, það er varasamt og starfsmenn okkar þurfa að vera í hlífðarfötum og passa að það sjáist helst ekki í húð neins staðar og svo líka er þessi planta þannig að í plöntusafanum eru efni sem virkjast í sól þannig að það er sérstaklega varasamt að uppræta hana í sól þannig að við veljum dag eins og í dag þar sem er rigning og skýjað í svona verkefni.“ Tengdar fréttir Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira
Tíu manna hópur starfsmanna Reykjavíkurborgar, klæddur sérstökum hlífðarbúningum, hóf í morgun að uppræta hættulega bjarnarkló, eða tröllahvönn í Laugarnesinu, en plantan vex víðar í borgarlandinu. Þá er annað afbrigði plöntunnar, húnakló, skyndilega farin að dreifa úr sér í borginni. Báðar plönturnar geta valdið alvarlegum brunasárum og jafnvel varanlegri blindu ef vökvi úr þeim berst í augu þannig að útbreiðsla þeirra er orðið alvarlegt vandamál, að sögn Snorra Sigurðssonar líffræðings hjá borginni. „Hún er orðin vandamál á nokkrum stöðum. Þessi bjarnarkló sem er orðin mjög stórvaxin hún hefur verið lengi á stöðum eins og Laugarnesinu og er þar viðvarandi vandamál þannig að við höfum þurft að fara í aðgerðir þar á hverju ári. En hún er að finnast á fleiri stöðum. Yfirleitt eru þetta einkalóðir þar sem hún er en auðvitað getur hún dreift sér inn í borgarlandið og við fylgjumst vel með því,“ segir Snorri.Hér má sjá hendur drengs sem brenndist illa á bjarnarkló í síðustu viku.Getur við talað um þetta sem vandamál? „Já, og svo er náskyld tegund sem heitir húnakló sem er öllu minni og getur líka valdið bruna, hún er jafnvel ennþá skæðari að dreifa sér hér, það er til dæmis hún sem fólk er að sjá mikið í Vesturbænum.“Verður farið í svona aðgerðir víðar í borgarlandinu á næstunni? „Við vonumst til að geta gert það, já. Það hefur í sumar því miður verið töluverður starfsmannaskortur í garðyrkjunni hjá okkur þannig að við höfum þurft að forgangsraða verkefnum en þetta er komið á það stig að það er ekki hægt að bíða lengur. Þess vegna erum við að byrja í Laugarnesinu þar sem staðan er alvarlegust,“ segir Snorri.Er ekkert varasamt að vinna þetta starf? „Jú, það er varasamt og starfsmenn okkar þurfa að vera í hlífðarfötum og passa að það sjáist helst ekki í húð neins staðar og svo líka er þessi planta þannig að í plöntusafanum eru efni sem virkjast í sól þannig að það er sérstaklega varasamt að uppræta hana í sól þannig að við veljum dag eins og í dag þar sem er rigning og skýjað í svona verkefni.“
Tengdar fréttir Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira
Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45