Starfsmenn Reykjavíkurborgar byrjaðir að uppræta eitraða bjarnarkló Gissur Sigurðsson skrifar 21. júlí 2017 13:08 Starfsmennirnir þurfa að vera í miklum hlífðarfatnað þegar þeir vinna að því að uppræta plöntuna. vísir/vilhelm Tíu manna hópur starfsmanna Reykjavíkurborgar, klæddur sérstökum hlífðarbúningum, hóf í morgun að uppræta hættulega bjarnarkló, eða tröllahvönn í Laugarnesinu, en plantan vex víðar í borgarlandinu. Þá er annað afbrigði plöntunnar, húnakló, skyndilega farin að dreifa úr sér í borginni. Báðar plönturnar geta valdið alvarlegum brunasárum og jafnvel varanlegri blindu ef vökvi úr þeim berst í augu þannig að útbreiðsla þeirra er orðið alvarlegt vandamál, að sögn Snorra Sigurðssonar líffræðings hjá borginni. „Hún er orðin vandamál á nokkrum stöðum. Þessi bjarnarkló sem er orðin mjög stórvaxin hún hefur verið lengi á stöðum eins og Laugarnesinu og er þar viðvarandi vandamál þannig að við höfum þurft að fara í aðgerðir þar á hverju ári. En hún er að finnast á fleiri stöðum. Yfirleitt eru þetta einkalóðir þar sem hún er en auðvitað getur hún dreift sér inn í borgarlandið og við fylgjumst vel með því,“ segir Snorri.Hér má sjá hendur drengs sem brenndist illa á bjarnarkló í síðustu viku.Getur við talað um þetta sem vandamál? „Já, og svo er náskyld tegund sem heitir húnakló sem er öllu minni og getur líka valdið bruna, hún er jafnvel ennþá skæðari að dreifa sér hér, það er til dæmis hún sem fólk er að sjá mikið í Vesturbænum.“Verður farið í svona aðgerðir víðar í borgarlandinu á næstunni? „Við vonumst til að geta gert það, já. Það hefur í sumar því miður verið töluverður starfsmannaskortur í garðyrkjunni hjá okkur þannig að við höfum þurft að forgangsraða verkefnum en þetta er komið á það stig að það er ekki hægt að bíða lengur. Þess vegna erum við að byrja í Laugarnesinu þar sem staðan er alvarlegust,“ segir Snorri.Er ekkert varasamt að vinna þetta starf? „Jú, það er varasamt og starfsmenn okkar þurfa að vera í hlífðarfötum og passa að það sjáist helst ekki í húð neins staðar og svo líka er þessi planta þannig að í plöntusafanum eru efni sem virkjast í sól þannig að það er sérstaklega varasamt að uppræta hana í sól þannig að við veljum dag eins og í dag þar sem er rigning og skýjað í svona verkefni.“ Tengdar fréttir Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Tíu manna hópur starfsmanna Reykjavíkurborgar, klæddur sérstökum hlífðarbúningum, hóf í morgun að uppræta hættulega bjarnarkló, eða tröllahvönn í Laugarnesinu, en plantan vex víðar í borgarlandinu. Þá er annað afbrigði plöntunnar, húnakló, skyndilega farin að dreifa úr sér í borginni. Báðar plönturnar geta valdið alvarlegum brunasárum og jafnvel varanlegri blindu ef vökvi úr þeim berst í augu þannig að útbreiðsla þeirra er orðið alvarlegt vandamál, að sögn Snorra Sigurðssonar líffræðings hjá borginni. „Hún er orðin vandamál á nokkrum stöðum. Þessi bjarnarkló sem er orðin mjög stórvaxin hún hefur verið lengi á stöðum eins og Laugarnesinu og er þar viðvarandi vandamál þannig að við höfum þurft að fara í aðgerðir þar á hverju ári. En hún er að finnast á fleiri stöðum. Yfirleitt eru þetta einkalóðir þar sem hún er en auðvitað getur hún dreift sér inn í borgarlandið og við fylgjumst vel með því,“ segir Snorri.Hér má sjá hendur drengs sem brenndist illa á bjarnarkló í síðustu viku.Getur við talað um þetta sem vandamál? „Já, og svo er náskyld tegund sem heitir húnakló sem er öllu minni og getur líka valdið bruna, hún er jafnvel ennþá skæðari að dreifa sér hér, það er til dæmis hún sem fólk er að sjá mikið í Vesturbænum.“Verður farið í svona aðgerðir víðar í borgarlandinu á næstunni? „Við vonumst til að geta gert það, já. Það hefur í sumar því miður verið töluverður starfsmannaskortur í garðyrkjunni hjá okkur þannig að við höfum þurft að forgangsraða verkefnum en þetta er komið á það stig að það er ekki hægt að bíða lengur. Þess vegna erum við að byrja í Laugarnesinu þar sem staðan er alvarlegust,“ segir Snorri.Er ekkert varasamt að vinna þetta starf? „Jú, það er varasamt og starfsmenn okkar þurfa að vera í hlífðarfötum og passa að það sjáist helst ekki í húð neins staðar og svo líka er þessi planta þannig að í plöntusafanum eru efni sem virkjast í sól þannig að það er sérstaklega varasamt að uppræta hana í sól þannig að við veljum dag eins og í dag þar sem er rigning og skýjað í svona verkefni.“
Tengdar fréttir Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45