Norskur sparkfræðingur: Eina sem Bendtner gerir betur en Matthías er að tyggja tyggjó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 19:45 Matthías Vilhjálmsson og Nicklas Bendtner. Vísir/Samsett/Getty Norskir fjölmiðlamenn og sparkfræðingar hafa verið afar duglegir að gagnrýna danska framherjann Nicklas Bendtner á þessu tímabili en Daninn kom til norsku meistarana í Rosenborg fyrir tímabilið. Dagbladet skoðaði aðeins betur gagnrýnina á Bendtner. Það er heldur ekki að hjálpa Nicklas Bendtner mikið að íslenski framherjinn Matthías Vilhjálmsson getur ekki hætt að skora og það þrátt fyrir að þurfa að byrja mikið á varamannabekknum á meðan Bendtner er í byrjunarliðinu. Matthías Vilhjálmsson kom einu sinni sem oftar inná sem varamaður í leik Rosenborg í Meistaradeildinni í vikunni og tryggði norska liðinu sigur og sæti í þriðju umferðinni. Gríðarlega mikilvægt og verðmætt mark fyrir félagið. Rosenborg mætir Celtic í næstu umferð. Nicklas Bendtner lék á sínum tíma með bæði Arsenal og Juventus og mörgum finnst því að hann ætti að geta tekið norsku úrvalsdeildina með vinstri. Nicklas Bendtner hefur hinsvegar aðeins skorað sex mörk í deildinni og virðist hafa misst hæfileikann að koma varnarmönnum á óvart. Það er líka erfiður samanburður fyrir Danann sem er ekki að hlaupa mikið að óþörfu þegar hann er borinn saman við hinn baráttuglaða Íslending sem er alltaf á milljón inn á vellinum og hleypur eftir öllum boltum. Eftir leikinn fór knattspyrnuspekingurinn Jesper Mathisen á Twitter og skaut vel á danska framherjann sem er án efa þekktasti leikmaður Rosenborg-liðsins. „Eina sem Bendtner gerir betur en Vilhjálmsson þessa stundina er að tyggja tyggjó,“ skrifaði Jesper Mathisen á Twitter.Eneste Bendtner gjør bedre enn Vilhjalmsson for tida er å tygge tyggis. — Jesper Mathisen (@jespermathisen) July 19, 2017 Sumir eru þó farnir að koma Nicklas Bendtner til varnar og Harald Martin Brattbakk, fyrrum leikmaður Rosenborg, er einn af þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir danska framherann. „Bendtner veit að hann kallar á athygli en núna held ég að menn séu búnir að ganga of langt,“ sagði Harald Martin Brattbakk. Nicklas Bendtner átti nokkrar hrikalega lélegar sendingar í leiknum á móti Dundalk en hann lagði líka upp fyrra markið Rosenborg-liðsins í leiknum. Hann hjálpaði því liðinu en fékk samt að heyra það. Svo er það önnur spurning hvort að danski framherjinn sé yfir höfðu eitthvað að fylgjast með því sem er skrifað um sig. Kannski er honum alveg sama um hvað sé skrifað um hann í Dagbladet, Adresseavisen eða VG. Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Norskir fjölmiðlamenn og sparkfræðingar hafa verið afar duglegir að gagnrýna danska framherjann Nicklas Bendtner á þessu tímabili en Daninn kom til norsku meistarana í Rosenborg fyrir tímabilið. Dagbladet skoðaði aðeins betur gagnrýnina á Bendtner. Það er heldur ekki að hjálpa Nicklas Bendtner mikið að íslenski framherjinn Matthías Vilhjálmsson getur ekki hætt að skora og það þrátt fyrir að þurfa að byrja mikið á varamannabekknum á meðan Bendtner er í byrjunarliðinu. Matthías Vilhjálmsson kom einu sinni sem oftar inná sem varamaður í leik Rosenborg í Meistaradeildinni í vikunni og tryggði norska liðinu sigur og sæti í þriðju umferðinni. Gríðarlega mikilvægt og verðmætt mark fyrir félagið. Rosenborg mætir Celtic í næstu umferð. Nicklas Bendtner lék á sínum tíma með bæði Arsenal og Juventus og mörgum finnst því að hann ætti að geta tekið norsku úrvalsdeildina með vinstri. Nicklas Bendtner hefur hinsvegar aðeins skorað sex mörk í deildinni og virðist hafa misst hæfileikann að koma varnarmönnum á óvart. Það er líka erfiður samanburður fyrir Danann sem er ekki að hlaupa mikið að óþörfu þegar hann er borinn saman við hinn baráttuglaða Íslending sem er alltaf á milljón inn á vellinum og hleypur eftir öllum boltum. Eftir leikinn fór knattspyrnuspekingurinn Jesper Mathisen á Twitter og skaut vel á danska framherjann sem er án efa þekktasti leikmaður Rosenborg-liðsins. „Eina sem Bendtner gerir betur en Vilhjálmsson þessa stundina er að tyggja tyggjó,“ skrifaði Jesper Mathisen á Twitter.Eneste Bendtner gjør bedre enn Vilhjalmsson for tida er å tygge tyggis. — Jesper Mathisen (@jespermathisen) July 19, 2017 Sumir eru þó farnir að koma Nicklas Bendtner til varnar og Harald Martin Brattbakk, fyrrum leikmaður Rosenborg, er einn af þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir danska framherann. „Bendtner veit að hann kallar á athygli en núna held ég að menn séu búnir að ganga of langt,“ sagði Harald Martin Brattbakk. Nicklas Bendtner átti nokkrar hrikalega lélegar sendingar í leiknum á móti Dundalk en hann lagði líka upp fyrra markið Rosenborg-liðsins í leiknum. Hann hjálpaði því liðinu en fékk samt að heyra það. Svo er það önnur spurning hvort að danski framherjinn sé yfir höfðu eitthvað að fylgjast með því sem er skrifað um sig. Kannski er honum alveg sama um hvað sé skrifað um hann í Dagbladet, Adresseavisen eða VG.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki