Norskur sparkfræðingur: Eina sem Bendtner gerir betur en Matthías er að tyggja tyggjó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 19:45 Matthías Vilhjálmsson og Nicklas Bendtner. Vísir/Samsett/Getty Norskir fjölmiðlamenn og sparkfræðingar hafa verið afar duglegir að gagnrýna danska framherjann Nicklas Bendtner á þessu tímabili en Daninn kom til norsku meistarana í Rosenborg fyrir tímabilið. Dagbladet skoðaði aðeins betur gagnrýnina á Bendtner. Það er heldur ekki að hjálpa Nicklas Bendtner mikið að íslenski framherjinn Matthías Vilhjálmsson getur ekki hætt að skora og það þrátt fyrir að þurfa að byrja mikið á varamannabekknum á meðan Bendtner er í byrjunarliðinu. Matthías Vilhjálmsson kom einu sinni sem oftar inná sem varamaður í leik Rosenborg í Meistaradeildinni í vikunni og tryggði norska liðinu sigur og sæti í þriðju umferðinni. Gríðarlega mikilvægt og verðmætt mark fyrir félagið. Rosenborg mætir Celtic í næstu umferð. Nicklas Bendtner lék á sínum tíma með bæði Arsenal og Juventus og mörgum finnst því að hann ætti að geta tekið norsku úrvalsdeildina með vinstri. Nicklas Bendtner hefur hinsvegar aðeins skorað sex mörk í deildinni og virðist hafa misst hæfileikann að koma varnarmönnum á óvart. Það er líka erfiður samanburður fyrir Danann sem er ekki að hlaupa mikið að óþörfu þegar hann er borinn saman við hinn baráttuglaða Íslending sem er alltaf á milljón inn á vellinum og hleypur eftir öllum boltum. Eftir leikinn fór knattspyrnuspekingurinn Jesper Mathisen á Twitter og skaut vel á danska framherjann sem er án efa þekktasti leikmaður Rosenborg-liðsins. „Eina sem Bendtner gerir betur en Vilhjálmsson þessa stundina er að tyggja tyggjó,“ skrifaði Jesper Mathisen á Twitter.Eneste Bendtner gjør bedre enn Vilhjalmsson for tida er å tygge tyggis. — Jesper Mathisen (@jespermathisen) July 19, 2017 Sumir eru þó farnir að koma Nicklas Bendtner til varnar og Harald Martin Brattbakk, fyrrum leikmaður Rosenborg, er einn af þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir danska framherann. „Bendtner veit að hann kallar á athygli en núna held ég að menn séu búnir að ganga of langt,“ sagði Harald Martin Brattbakk. Nicklas Bendtner átti nokkrar hrikalega lélegar sendingar í leiknum á móti Dundalk en hann lagði líka upp fyrra markið Rosenborg-liðsins í leiknum. Hann hjálpaði því liðinu en fékk samt að heyra það. Svo er það önnur spurning hvort að danski framherjinn sé yfir höfðu eitthvað að fylgjast með því sem er skrifað um sig. Kannski er honum alveg sama um hvað sé skrifað um hann í Dagbladet, Adresseavisen eða VG. Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Norskir fjölmiðlamenn og sparkfræðingar hafa verið afar duglegir að gagnrýna danska framherjann Nicklas Bendtner á þessu tímabili en Daninn kom til norsku meistarana í Rosenborg fyrir tímabilið. Dagbladet skoðaði aðeins betur gagnrýnina á Bendtner. Það er heldur ekki að hjálpa Nicklas Bendtner mikið að íslenski framherjinn Matthías Vilhjálmsson getur ekki hætt að skora og það þrátt fyrir að þurfa að byrja mikið á varamannabekknum á meðan Bendtner er í byrjunarliðinu. Matthías Vilhjálmsson kom einu sinni sem oftar inná sem varamaður í leik Rosenborg í Meistaradeildinni í vikunni og tryggði norska liðinu sigur og sæti í þriðju umferðinni. Gríðarlega mikilvægt og verðmætt mark fyrir félagið. Rosenborg mætir Celtic í næstu umferð. Nicklas Bendtner lék á sínum tíma með bæði Arsenal og Juventus og mörgum finnst því að hann ætti að geta tekið norsku úrvalsdeildina með vinstri. Nicklas Bendtner hefur hinsvegar aðeins skorað sex mörk í deildinni og virðist hafa misst hæfileikann að koma varnarmönnum á óvart. Það er líka erfiður samanburður fyrir Danann sem er ekki að hlaupa mikið að óþörfu þegar hann er borinn saman við hinn baráttuglaða Íslending sem er alltaf á milljón inn á vellinum og hleypur eftir öllum boltum. Eftir leikinn fór knattspyrnuspekingurinn Jesper Mathisen á Twitter og skaut vel á danska framherjann sem er án efa þekktasti leikmaður Rosenborg-liðsins. „Eina sem Bendtner gerir betur en Vilhjálmsson þessa stundina er að tyggja tyggjó,“ skrifaði Jesper Mathisen á Twitter.Eneste Bendtner gjør bedre enn Vilhjalmsson for tida er å tygge tyggis. — Jesper Mathisen (@jespermathisen) July 19, 2017 Sumir eru þó farnir að koma Nicklas Bendtner til varnar og Harald Martin Brattbakk, fyrrum leikmaður Rosenborg, er einn af þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir danska framherann. „Bendtner veit að hann kallar á athygli en núna held ég að menn séu búnir að ganga of langt,“ sagði Harald Martin Brattbakk. Nicklas Bendtner átti nokkrar hrikalega lélegar sendingar í leiknum á móti Dundalk en hann lagði líka upp fyrra markið Rosenborg-liðsins í leiknum. Hann hjálpaði því liðinu en fékk samt að heyra það. Svo er það önnur spurning hvort að danski framherjinn sé yfir höfðu eitthvað að fylgjast með því sem er skrifað um sig. Kannski er honum alveg sama um hvað sé skrifað um hann í Dagbladet, Adresseavisen eða VG.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira