Sara Björk: Dickenmann er vanalega ekki svona gróf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2017 14:15 Sara Björk einbeitt á svip. vísir/tom Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðum gærdagsins; að tapa fyrir Sviss og fá svo staðfestingu á því að Íslandi ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit á EM. „Það hefur verið erfitt. Við settum okkur markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að það hafi ekki náðst,“ sagði Sara Björk í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu íslenska liðsins í dag. Leikurinn gegn Sviss var harður og okkar stelpur voru sumar hverjar vel merktar í leikslok. „Þær vissu að við spilum fast og þurftu að mæta okkur. Mér fannst það óþarflega mikið og ekkert sérstaklega „fair“. Við erum nokkrar merktar eftir þær. Við hefðum kannski átt að merkja þær aðeins meira,“ sagði Sara Björk. Hún er samherji Löru Dickenmann hjá Wolfsburg en sú svissneska hefði líklega átt að fá rauða spjaldið fyrir gróft brot á Dagnýju Brynjarsdóttur snemma leiks í gær.Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, slapp við rauða spjaldið og skoraði svo jöfnunarmark svissneska liðsins.vísir/getty„Hún er vanalega ekki svona gróf. Fyrir svona brot á maður að fá rautt spjald en við dæmum ekki leikinn, dómarinn verður að gera það,“ sagði Sara Björk sem talaði ekkert við Dickenmann eftir leik. Íslenska liðið hefur fengið frábæran stuðning á EM. Sara Björk segir erfitt að geta ekki fært íslensku stuðningsmönnunum betri úrslit. „Maður er stoltur og ánægður að fá þennan ótrúlega stuðning. Það er gott að hitta fólkið sitt eftir svona leik og brosað aðeins. Með svona stuðning vill maður gefa aðeins til baka. Það hefði verið skemmtilegra að vinna og gefa aðeins meira en þetta féll ekki alveg með okkur. Stuðningurinn er frábær sem hefur gert þetta að magnaðri ferð,“ sagði Sara Björk sem meiddist í leiknum í gær. En hverjar eru líkurnar á að hún verði með gegn Austurríki á miðvikudaginn? „Miklar. Ég verð orðin góð á miðvikudaginn. Ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði Sara Björk að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42 EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðum gærdagsins; að tapa fyrir Sviss og fá svo staðfestingu á því að Íslandi ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit á EM. „Það hefur verið erfitt. Við settum okkur markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að það hafi ekki náðst,“ sagði Sara Björk í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu íslenska liðsins í dag. Leikurinn gegn Sviss var harður og okkar stelpur voru sumar hverjar vel merktar í leikslok. „Þær vissu að við spilum fast og þurftu að mæta okkur. Mér fannst það óþarflega mikið og ekkert sérstaklega „fair“. Við erum nokkrar merktar eftir þær. Við hefðum kannski átt að merkja þær aðeins meira,“ sagði Sara Björk. Hún er samherji Löru Dickenmann hjá Wolfsburg en sú svissneska hefði líklega átt að fá rauða spjaldið fyrir gróft brot á Dagnýju Brynjarsdóttur snemma leiks í gær.Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, slapp við rauða spjaldið og skoraði svo jöfnunarmark svissneska liðsins.vísir/getty„Hún er vanalega ekki svona gróf. Fyrir svona brot á maður að fá rautt spjald en við dæmum ekki leikinn, dómarinn verður að gera það,“ sagði Sara Björk sem talaði ekkert við Dickenmann eftir leik. Íslenska liðið hefur fengið frábæran stuðning á EM. Sara Björk segir erfitt að geta ekki fært íslensku stuðningsmönnunum betri úrslit. „Maður er stoltur og ánægður að fá þennan ótrúlega stuðning. Það er gott að hitta fólkið sitt eftir svona leik og brosað aðeins. Með svona stuðning vill maður gefa aðeins til baka. Það hefði verið skemmtilegra að vinna og gefa aðeins meira en þetta féll ekki alveg með okkur. Stuðningurinn er frábær sem hefur gert þetta að magnaðri ferð,“ sagði Sara Björk sem meiddist í leiknum í gær. En hverjar eru líkurnar á að hún verði með gegn Austurríki á miðvikudaginn? „Miklar. Ég verð orðin góð á miðvikudaginn. Ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði Sara Björk að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42 EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42
EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00
Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00
Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03
Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38
Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31