Hætti hjá sama félaginu í annað skipti á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 22:30 Antonio Cassano. Vísir/Getty Ítalski knattspyrnumaðurinn Antonio Cassano er einu sinni sem oftar kominn í fréttirnar fyrir furðulega hegðun sína. Eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum þá hefur leit hans að nýju liði verið frekar farsakennd síðustu daga. Cassano hefur nefnilega á örfáum dögum, samið við Hellas Verona og í framhaldinu hætt tvisvar hjá félaginu. Það er löngu vitað að þessi fyrrum leikmaður Roma, Real Madrid, AC Milan og Internazionale er öflugur fótboltamaður. Það eru hæfileikar til staðar en andlegi þátturinn hefur alltaf verið til vandræða. Hellas Verona samdi við Antonio Cassano 10. júlí síðastliðinn en félagið er nýliði í ítölsku deildinni á næstu leiktíð. Það liðu ekki nema átta dagar þar til að Cassano tilkynnti að hann hefði ákveðið að setja skóna upp á hilluna en aðeins fjórum tímum síðar tók hann takkaskóna aftur af hillunni. Það leit því út fyrir að hann ætlaði að standa við samninginn sinn og spila með liðinu á komandi tímabili en núna hefur komið upp annað vandamál. Eiginkonan hans og fjölskylda ætla ekki að flytja með honum til Verona heldur búa áfram í Genóaborg þar sem hann lék síðast með Sampdoria. Það eru 290 kílómetrar á milli Verona og Genóa og Cassano er ekki tilbúinn að vera svo langt frá fjölskyldunni sinni. Hann hefur því tilkynnt Hellas Verona að hann sé hættur, aftur. Samkvæmt frétt Football Italia þá hafa þeir eftir eiginkonunni að Antonio Cassano sé að leita sér að nýja félagi nær Genóa. Cassano ætlar seint að fullorðnast og er alltaf líklegur til að koma sér og sínum í einhver vandræði. Það gæti orðið erfitt fyrir hann að sleppa undan undirrituðum samningi við Hellas Verona en hver veit, kannski eru forráðamenn Hellas Verona búnir að fá alveg nóg af kappanum þótt að enn sé talsvert í að tímabilið hefjist. Ítalski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn Antonio Cassano er einu sinni sem oftar kominn í fréttirnar fyrir furðulega hegðun sína. Eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum þá hefur leit hans að nýju liði verið frekar farsakennd síðustu daga. Cassano hefur nefnilega á örfáum dögum, samið við Hellas Verona og í framhaldinu hætt tvisvar hjá félaginu. Það er löngu vitað að þessi fyrrum leikmaður Roma, Real Madrid, AC Milan og Internazionale er öflugur fótboltamaður. Það eru hæfileikar til staðar en andlegi þátturinn hefur alltaf verið til vandræða. Hellas Verona samdi við Antonio Cassano 10. júlí síðastliðinn en félagið er nýliði í ítölsku deildinni á næstu leiktíð. Það liðu ekki nema átta dagar þar til að Cassano tilkynnti að hann hefði ákveðið að setja skóna upp á hilluna en aðeins fjórum tímum síðar tók hann takkaskóna aftur af hillunni. Það leit því út fyrir að hann ætlaði að standa við samninginn sinn og spila með liðinu á komandi tímabili en núna hefur komið upp annað vandamál. Eiginkonan hans og fjölskylda ætla ekki að flytja með honum til Verona heldur búa áfram í Genóaborg þar sem hann lék síðast með Sampdoria. Það eru 290 kílómetrar á milli Verona og Genóa og Cassano er ekki tilbúinn að vera svo langt frá fjölskyldunni sinni. Hann hefur því tilkynnt Hellas Verona að hann sé hættur, aftur. Samkvæmt frétt Football Italia þá hafa þeir eftir eiginkonunni að Antonio Cassano sé að leita sér að nýja félagi nær Genóa. Cassano ætlar seint að fullorðnast og er alltaf líklegur til að koma sér og sínum í einhver vandræði. Það gæti orðið erfitt fyrir hann að sleppa undan undirrituðum samningi við Hellas Verona en hver veit, kannski eru forráðamenn Hellas Verona búnir að fá alveg nóg af kappanum þótt að enn sé talsvert í að tímabilið hefjist.
Ítalski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira