Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:22 Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, við Jökulsárlón í dag. umhverfis-og auðlindaráðuneytið Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og svæða sem liggja að lóninu en með friðlýsingunni er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Í tilkynningu frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að með þessu nái þjóðgarðurinn nú frá hæsta tindi landsins og niður að fjöru en breytingin felur það líka í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í gegnum þjóðgarð í fyrsta sinn. Friðlýsingin nær til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í janúar síðastliðnum. Dómsmál er þó í gangi vegna kaupanna þar sem Fögrusalir ehf. töldu sig hafa keypt jörðina fyrr í vetur. Ríkið hafði þó forkaupsrétt á jörðinni og gat gengið inn í kauptilboð Fögrusala, sem það og gerði. Um það er hins vegar deilt hvort að kaup ríkisins hafi verið lögmæt þar sem eigendur Fögrusala telja að ríkið hafi nýtt sér kaupréttinn of seint. Lögmaður þeirra, Hróbjartur Jónatansson, sagði í samtali við Bylgjuna í dag ekki sjá hvað kalli á það að friðlýsa lónið „með einhverjum látum,“ nema þá að ríkið væri að reyna að hafa áhrif á dómsmálið.Kortið sýnir stækkun þjóðgarðsins nú.umhverfis-og auðlindaráðuneytiðJörðin Fell nær að hluta yfir Jökulsárlón og á landamerki að þjóðlendum vestan vegna lónsins og norðaustur af Felli. „Með friðlýsingunni nú eru þessi svæði felld inn í Vatnajökulsþjóðgarð, alls um 189 ferkílómetrar. Er Vatnajökulsþjóðgarður þar með 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli. Sérstaða landsvæðisins er mjög mikil. Það er mótað af framgangi og hopun jökla og einkennist af sérstæðum jökulöldum. Ein helsta náttúruperla svæðisins er Jökulsárlón sem er stærsta og þekktasta jaðarlón á landinu. Með friðlýsingunni nær Vatnajökulsþjóðgarður nú einnig yfir stóran hluta Breiðamerkursands og meginhluta Fjallsárlóns. Á öllu þessu svæði er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta. Með því að fella svæðið inn í Vatnajökulsþjóðgarð er verndun og stjórnun þess betur samræmd, m.a. hvað varðar umgengni og öryggi ferðamanna. Svæðið er hluti rekstrareiningar suðursvæðis þjóðgarðsins og svæðisráð sem er undir formennsku sveitarfélagsins Hornafjarðar. Framundan eru krefjandi verkefni við uppbyggingu innviða og landvörslu á svæðinu. Þá styrkir friðlýsingin vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem náttúruminja á heimsminjaskrá UNESCO sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og svæða sem liggja að lóninu en með friðlýsingunni er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Í tilkynningu frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að með þessu nái þjóðgarðurinn nú frá hæsta tindi landsins og niður að fjöru en breytingin felur það líka í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í gegnum þjóðgarð í fyrsta sinn. Friðlýsingin nær til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í janúar síðastliðnum. Dómsmál er þó í gangi vegna kaupanna þar sem Fögrusalir ehf. töldu sig hafa keypt jörðina fyrr í vetur. Ríkið hafði þó forkaupsrétt á jörðinni og gat gengið inn í kauptilboð Fögrusala, sem það og gerði. Um það er hins vegar deilt hvort að kaup ríkisins hafi verið lögmæt þar sem eigendur Fögrusala telja að ríkið hafi nýtt sér kaupréttinn of seint. Lögmaður þeirra, Hróbjartur Jónatansson, sagði í samtali við Bylgjuna í dag ekki sjá hvað kalli á það að friðlýsa lónið „með einhverjum látum,“ nema þá að ríkið væri að reyna að hafa áhrif á dómsmálið.Kortið sýnir stækkun þjóðgarðsins nú.umhverfis-og auðlindaráðuneytiðJörðin Fell nær að hluta yfir Jökulsárlón og á landamerki að þjóðlendum vestan vegna lónsins og norðaustur af Felli. „Með friðlýsingunni nú eru þessi svæði felld inn í Vatnajökulsþjóðgarð, alls um 189 ferkílómetrar. Er Vatnajökulsþjóðgarður þar með 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli. Sérstaða landsvæðisins er mjög mikil. Það er mótað af framgangi og hopun jökla og einkennist af sérstæðum jökulöldum. Ein helsta náttúruperla svæðisins er Jökulsárlón sem er stærsta og þekktasta jaðarlón á landinu. Með friðlýsingunni nær Vatnajökulsþjóðgarður nú einnig yfir stóran hluta Breiðamerkursands og meginhluta Fjallsárlóns. Á öllu þessu svæði er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta. Með því að fella svæðið inn í Vatnajökulsþjóðgarð er verndun og stjórnun þess betur samræmd, m.a. hvað varðar umgengni og öryggi ferðamanna. Svæðið er hluti rekstrareiningar suðursvæðis þjóðgarðsins og svæðisráð sem er undir formennsku sveitarfélagsins Hornafjarðar. Framundan eru krefjandi verkefni við uppbyggingu innviða og landvörslu á svæðinu. Þá styrkir friðlýsingin vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem náttúruminja á heimsminjaskrá UNESCO sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01
Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent