Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:22 Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, við Jökulsárlón í dag. umhverfis-og auðlindaráðuneytið Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og svæða sem liggja að lóninu en með friðlýsingunni er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Í tilkynningu frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að með þessu nái þjóðgarðurinn nú frá hæsta tindi landsins og niður að fjöru en breytingin felur það líka í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í gegnum þjóðgarð í fyrsta sinn. Friðlýsingin nær til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í janúar síðastliðnum. Dómsmál er þó í gangi vegna kaupanna þar sem Fögrusalir ehf. töldu sig hafa keypt jörðina fyrr í vetur. Ríkið hafði þó forkaupsrétt á jörðinni og gat gengið inn í kauptilboð Fögrusala, sem það og gerði. Um það er hins vegar deilt hvort að kaup ríkisins hafi verið lögmæt þar sem eigendur Fögrusala telja að ríkið hafi nýtt sér kaupréttinn of seint. Lögmaður þeirra, Hróbjartur Jónatansson, sagði í samtali við Bylgjuna í dag ekki sjá hvað kalli á það að friðlýsa lónið „með einhverjum látum,“ nema þá að ríkið væri að reyna að hafa áhrif á dómsmálið.Kortið sýnir stækkun þjóðgarðsins nú.umhverfis-og auðlindaráðuneytiðJörðin Fell nær að hluta yfir Jökulsárlón og á landamerki að þjóðlendum vestan vegna lónsins og norðaustur af Felli. „Með friðlýsingunni nú eru þessi svæði felld inn í Vatnajökulsþjóðgarð, alls um 189 ferkílómetrar. Er Vatnajökulsþjóðgarður þar með 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli. Sérstaða landsvæðisins er mjög mikil. Það er mótað af framgangi og hopun jökla og einkennist af sérstæðum jökulöldum. Ein helsta náttúruperla svæðisins er Jökulsárlón sem er stærsta og þekktasta jaðarlón á landinu. Með friðlýsingunni nær Vatnajökulsþjóðgarður nú einnig yfir stóran hluta Breiðamerkursands og meginhluta Fjallsárlóns. Á öllu þessu svæði er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta. Með því að fella svæðið inn í Vatnajökulsþjóðgarð er verndun og stjórnun þess betur samræmd, m.a. hvað varðar umgengni og öryggi ferðamanna. Svæðið er hluti rekstrareiningar suðursvæðis þjóðgarðsins og svæðisráð sem er undir formennsku sveitarfélagsins Hornafjarðar. Framundan eru krefjandi verkefni við uppbyggingu innviða og landvörslu á svæðinu. Þá styrkir friðlýsingin vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem náttúruminja á heimsminjaskrá UNESCO sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og svæða sem liggja að lóninu en með friðlýsingunni er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Í tilkynningu frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að með þessu nái þjóðgarðurinn nú frá hæsta tindi landsins og niður að fjöru en breytingin felur það líka í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í gegnum þjóðgarð í fyrsta sinn. Friðlýsingin nær til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í janúar síðastliðnum. Dómsmál er þó í gangi vegna kaupanna þar sem Fögrusalir ehf. töldu sig hafa keypt jörðina fyrr í vetur. Ríkið hafði þó forkaupsrétt á jörðinni og gat gengið inn í kauptilboð Fögrusala, sem það og gerði. Um það er hins vegar deilt hvort að kaup ríkisins hafi verið lögmæt þar sem eigendur Fögrusala telja að ríkið hafi nýtt sér kaupréttinn of seint. Lögmaður þeirra, Hróbjartur Jónatansson, sagði í samtali við Bylgjuna í dag ekki sjá hvað kalli á það að friðlýsa lónið „með einhverjum látum,“ nema þá að ríkið væri að reyna að hafa áhrif á dómsmálið.Kortið sýnir stækkun þjóðgarðsins nú.umhverfis-og auðlindaráðuneytiðJörðin Fell nær að hluta yfir Jökulsárlón og á landamerki að þjóðlendum vestan vegna lónsins og norðaustur af Felli. „Með friðlýsingunni nú eru þessi svæði felld inn í Vatnajökulsþjóðgarð, alls um 189 ferkílómetrar. Er Vatnajökulsþjóðgarður þar með 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli. Sérstaða landsvæðisins er mjög mikil. Það er mótað af framgangi og hopun jökla og einkennist af sérstæðum jökulöldum. Ein helsta náttúruperla svæðisins er Jökulsárlón sem er stærsta og þekktasta jaðarlón á landinu. Með friðlýsingunni nær Vatnajökulsþjóðgarður nú einnig yfir stóran hluta Breiðamerkursands og meginhluta Fjallsárlóns. Á öllu þessu svæði er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta. Með því að fella svæðið inn í Vatnajökulsþjóðgarð er verndun og stjórnun þess betur samræmd, m.a. hvað varðar umgengni og öryggi ferðamanna. Svæðið er hluti rekstrareiningar suðursvæðis þjóðgarðsins og svæðisráð sem er undir formennsku sveitarfélagsins Hornafjarðar. Framundan eru krefjandi verkefni við uppbyggingu innviða og landvörslu á svæðinu. Þá styrkir friðlýsingin vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem náttúruminja á heimsminjaskrá UNESCO sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01
Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35