Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:22 Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, við Jökulsárlón í dag. umhverfis-og auðlindaráðuneytið Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og svæða sem liggja að lóninu en með friðlýsingunni er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Í tilkynningu frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að með þessu nái þjóðgarðurinn nú frá hæsta tindi landsins og niður að fjöru en breytingin felur það líka í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í gegnum þjóðgarð í fyrsta sinn. Friðlýsingin nær til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í janúar síðastliðnum. Dómsmál er þó í gangi vegna kaupanna þar sem Fögrusalir ehf. töldu sig hafa keypt jörðina fyrr í vetur. Ríkið hafði þó forkaupsrétt á jörðinni og gat gengið inn í kauptilboð Fögrusala, sem það og gerði. Um það er hins vegar deilt hvort að kaup ríkisins hafi verið lögmæt þar sem eigendur Fögrusala telja að ríkið hafi nýtt sér kaupréttinn of seint. Lögmaður þeirra, Hróbjartur Jónatansson, sagði í samtali við Bylgjuna í dag ekki sjá hvað kalli á það að friðlýsa lónið „með einhverjum látum,“ nema þá að ríkið væri að reyna að hafa áhrif á dómsmálið.Kortið sýnir stækkun þjóðgarðsins nú.umhverfis-og auðlindaráðuneytiðJörðin Fell nær að hluta yfir Jökulsárlón og á landamerki að þjóðlendum vestan vegna lónsins og norðaustur af Felli. „Með friðlýsingunni nú eru þessi svæði felld inn í Vatnajökulsþjóðgarð, alls um 189 ferkílómetrar. Er Vatnajökulsþjóðgarður þar með 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli. Sérstaða landsvæðisins er mjög mikil. Það er mótað af framgangi og hopun jökla og einkennist af sérstæðum jökulöldum. Ein helsta náttúruperla svæðisins er Jökulsárlón sem er stærsta og þekktasta jaðarlón á landinu. Með friðlýsingunni nær Vatnajökulsþjóðgarður nú einnig yfir stóran hluta Breiðamerkursands og meginhluta Fjallsárlóns. Á öllu þessu svæði er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta. Með því að fella svæðið inn í Vatnajökulsþjóðgarð er verndun og stjórnun þess betur samræmd, m.a. hvað varðar umgengni og öryggi ferðamanna. Svæðið er hluti rekstrareiningar suðursvæðis þjóðgarðsins og svæðisráð sem er undir formennsku sveitarfélagsins Hornafjarðar. Framundan eru krefjandi verkefni við uppbyggingu innviða og landvörslu á svæðinu. Þá styrkir friðlýsingin vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem náttúruminja á heimsminjaskrá UNESCO sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og svæða sem liggja að lóninu en með friðlýsingunni er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Í tilkynningu frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að með þessu nái þjóðgarðurinn nú frá hæsta tindi landsins og niður að fjöru en breytingin felur það líka í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í gegnum þjóðgarð í fyrsta sinn. Friðlýsingin nær til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í janúar síðastliðnum. Dómsmál er þó í gangi vegna kaupanna þar sem Fögrusalir ehf. töldu sig hafa keypt jörðina fyrr í vetur. Ríkið hafði þó forkaupsrétt á jörðinni og gat gengið inn í kauptilboð Fögrusala, sem það og gerði. Um það er hins vegar deilt hvort að kaup ríkisins hafi verið lögmæt þar sem eigendur Fögrusala telja að ríkið hafi nýtt sér kaupréttinn of seint. Lögmaður þeirra, Hróbjartur Jónatansson, sagði í samtali við Bylgjuna í dag ekki sjá hvað kalli á það að friðlýsa lónið „með einhverjum látum,“ nema þá að ríkið væri að reyna að hafa áhrif á dómsmálið.Kortið sýnir stækkun þjóðgarðsins nú.umhverfis-og auðlindaráðuneytiðJörðin Fell nær að hluta yfir Jökulsárlón og á landamerki að þjóðlendum vestan vegna lónsins og norðaustur af Felli. „Með friðlýsingunni nú eru þessi svæði felld inn í Vatnajökulsþjóðgarð, alls um 189 ferkílómetrar. Er Vatnajökulsþjóðgarður þar með 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli. Sérstaða landsvæðisins er mjög mikil. Það er mótað af framgangi og hopun jökla og einkennist af sérstæðum jökulöldum. Ein helsta náttúruperla svæðisins er Jökulsárlón sem er stærsta og þekktasta jaðarlón á landinu. Með friðlýsingunni nær Vatnajökulsþjóðgarður nú einnig yfir stóran hluta Breiðamerkursands og meginhluta Fjallsárlóns. Á öllu þessu svæði er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta. Með því að fella svæðið inn í Vatnajökulsþjóðgarð er verndun og stjórnun þess betur samræmd, m.a. hvað varðar umgengni og öryggi ferðamanna. Svæðið er hluti rekstrareiningar suðursvæðis þjóðgarðsins og svæðisráð sem er undir formennsku sveitarfélagsins Hornafjarðar. Framundan eru krefjandi verkefni við uppbyggingu innviða og landvörslu á svæðinu. Þá styrkir friðlýsingin vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem náttúruminja á heimsminjaskrá UNESCO sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Sjá meira
Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01
Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent