Áslaug Ýr komin heim frá Svíþjóð: „Þarna fann ég að ég er ekki ein“ Atli Ísleifsson skrifar 25. júlí 2017 17:24 Áslaug Ýr segist hafa kynnst ótrúlegu fólki sem hún hafi lært mikið af og hafi gert hana enn stoltari af því að vera daufblind. Facebook-síða Áslaugar Ýrar Áslaug Ýr Hjartardóttir er kominn aftur heim til Íslands frá Svíþjóð þar sem hún tók þátt í sumarbúðum fyrir daufblinda í eina viku. Í færslu á Facebook segist hún endurnærð eftir dvölina og ætla að snúa aftur í sömu búðir að tveimur árum liðnum. Áslaug Ýr tapaði fyrr í sumar máli sínu gegn ríkinu eftir að henni hafði verið synjað um túlkaþjónustu í umræddum sumarbúðum fyrir daufblind ungmenni í sumar. Áslaug gagnrýndi dóminn harðlega og sagði að breyta þyrfti lögum og reglum til að tryggja mannréttindi í landinu. Hún er nú komin heim til Íslands og hrósar Svíunum sérstaklega fyrir skipulagningu og framkvæmd búðanna sem haldnar voru í Bosön, norðaustur af Stokkhólmi. „Þarna fann ég að ég er ekki ein, það eru fleiri í svipaðri stöðu og ég. Ég fór langt út fyrir þægindarammann og uppgötvaði hvað lífið getur í raun verið einfalt ef maður bara vill og þorir.“Tilbúin að næsta slag Áslaug Ýr segist hafa kynnst ótrúlegu fólki í sumarbúðunum sem hún hafi lært mikið af og hafi gert hana enn stoltari af því að vera daufblind. „Mér finnst ég sama sem endurnærð og tilbúin í næsta slag eftir þessa dvöl, enda stórt og erfitt verk framundan. Ég ætla mér í þessar sömu sumarbúðir eftir 2 ár og er enn ákveðnari en nokkru sinni fyrr að gera eitthvað í túlkamálum hérlendis til að tryggja að ég og annað daufblint fólk fái þá þjónustu sem það þarf óháð aldri, efnahagsstöðu eða landi,“ segir Áslaug Ýr, en að neðan má sjá myndir úr búðunum. Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall Formaður Öryrkjabandalagsins segir dóm héraðsdóms, um að Áslaug Ýr fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, vera áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. 17. júlí 2017 20:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira
Áslaug Ýr Hjartardóttir er kominn aftur heim til Íslands frá Svíþjóð þar sem hún tók þátt í sumarbúðum fyrir daufblinda í eina viku. Í færslu á Facebook segist hún endurnærð eftir dvölina og ætla að snúa aftur í sömu búðir að tveimur árum liðnum. Áslaug Ýr tapaði fyrr í sumar máli sínu gegn ríkinu eftir að henni hafði verið synjað um túlkaþjónustu í umræddum sumarbúðum fyrir daufblind ungmenni í sumar. Áslaug gagnrýndi dóminn harðlega og sagði að breyta þyrfti lögum og reglum til að tryggja mannréttindi í landinu. Hún er nú komin heim til Íslands og hrósar Svíunum sérstaklega fyrir skipulagningu og framkvæmd búðanna sem haldnar voru í Bosön, norðaustur af Stokkhólmi. „Þarna fann ég að ég er ekki ein, það eru fleiri í svipaðri stöðu og ég. Ég fór langt út fyrir þægindarammann og uppgötvaði hvað lífið getur í raun verið einfalt ef maður bara vill og þorir.“Tilbúin að næsta slag Áslaug Ýr segist hafa kynnst ótrúlegu fólki í sumarbúðunum sem hún hafi lært mikið af og hafi gert hana enn stoltari af því að vera daufblind. „Mér finnst ég sama sem endurnærð og tilbúin í næsta slag eftir þessa dvöl, enda stórt og erfitt verk framundan. Ég ætla mér í þessar sömu sumarbúðir eftir 2 ár og er enn ákveðnari en nokkru sinni fyrr að gera eitthvað í túlkamálum hérlendis til að tryggja að ég og annað daufblint fólk fái þá þjónustu sem það þarf óháð aldri, efnahagsstöðu eða landi,“ segir Áslaug Ýr, en að neðan má sjá myndir úr búðunum.
Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall Formaður Öryrkjabandalagsins segir dóm héraðsdóms, um að Áslaug Ýr fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, vera áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. 17. júlí 2017 20:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira
Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23
Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49
Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00
Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall Formaður Öryrkjabandalagsins segir dóm héraðsdóms, um að Áslaug Ýr fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, vera áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. 17. júlí 2017 20:15