Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu 26. júlí 2017 22:33 Hallbera í baráttunni um boltann í leiknum á móti Sviss visir/getty „Maður getur ekkert farið að greina leikinn núna. Þetta er búið og við kláruðum þetta ekki eins og að við ætluðum að gera,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis og aðra fréttamenn, eftir svekkjandi 3-0 tap gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, talaði um að liðið hafi ekki verið andlega tilbúnar og búnar á því fyrir leikinn eftir það sem á undan hafði gengið. Hallbera segist ekki hafa átt erfitt með að fókusera á leikinn. „Ekki fyrir mig persónulega, en ég get ekki talað fyrir aðra leikmenn sem voru inni á vellinum. Ég var 100% klár í slaginn og sé í rauninni ekki eftir neinu sem ég gerði í leiknum . Ég lagði allt í þetta og veit að þær sem voru með mér inni á vellinum gerðu það líka. Þetta fór þannig að við drullutöpuðum í kvöld. Það er auðvitað leiðinlegt, við ætluðum að vinna leikinn fyrir fólkið sem hefur verið að styðja við bakið á okkur. Það átti meira skilið, en ég veit ekki það er rosalega erfitt að útskýra hvað gerðist.“ Fyrir mótið var austurríska liðið ekki hátt skrifað en hafa komið á óvart á mótinu. Aðspurð hvort að þetta sé munurinn á liðunum segir Hallbera að svo sé ekki. „Nei mér finnst það ekki. Eins og þú sást kannski mörkin sem við fengum á okkur - þetta var ekki beint glæsilegt. Mér fannst við eiga að gera betur, við verðum að halda betur í boltann, ég held að það sé það sem að við verðum að gera í staðinn fyrir að fara strax upp í fyrstu sókn og ætla að fara að gera eitthvað þar en það er bara hrós til þeirra að koma og vinna þennan riðil og það er auðvitað bara vel gert hjá þeim - þær eru með flott lið,“ sagði Hallbera. Stutt uppgjör á mótinu er hreinlega bara vonbrigði og Hallbera er sammála því. „Jú auðvitað. Við komum með háleit markmið, kannski voru þau full háleit að margra mati en við höfðum trú á þessu. Þá er auðvitað full hart að detta svona niður á jörðina aftur en ég meina, ef og hefði, ég meina ef við hefðum tekið stig úr fyrsta leiknum á móti Frökkum - hvað þá? Það er stutt á milli í þessu en frammistaðan í kvöld var allavega ekki til þess að muna eftir,“ sagði Hallbera Guðný. Íslenska liðið breytti um leikkerfi fyrir mótið og misstu lykilmenn í meiðsli en var þá einhver innistæða fyrir þessum háleitu markmiðum? „Já mér finnst það. Mér finnst við hafa góða leikmenn og við misstum út mjög góða leikmenn á móti. Það er ekki eins og við höfum verið að drullutapa nema í leiknum í kvöld, við erum ekkert þannig séð mjög langt frá þessu. Ef það hefði kannski dottið með okkur það sem datt á móti okkur þá gæti þetta hafa farið öðruvísi. Auðvitað komum við inn í þetta og við ætlum að setja okkur áfram háleit markmið, alveg á sama hvaða mót við erum að fara.“ Hallbera spilað alla leiki Íslands á mótinu, en hvernig fannst henni eigin frammistaða í leikjunum? „Ég veit það ekki, bara svona bæði og. Ég allavega er búin að leggja mig alla 100% í alla þessa leiki, búin að hlaupa úr mér lifur og lungu. Við vorum ekki að ná upp miklu flæði í spilið, þannig að það lendir kannski svolítið á mér að maður sé að hlaupa mikið upp og niður. Auðvitað vill maður vera meira í boltanum og þannig en ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu,“ sagði Hallbera að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Sjá meira
„Maður getur ekkert farið að greina leikinn núna. Þetta er búið og við kláruðum þetta ekki eins og að við ætluðum að gera,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis og aðra fréttamenn, eftir svekkjandi 3-0 tap gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, talaði um að liðið hafi ekki verið andlega tilbúnar og búnar á því fyrir leikinn eftir það sem á undan hafði gengið. Hallbera segist ekki hafa átt erfitt með að fókusera á leikinn. „Ekki fyrir mig persónulega, en ég get ekki talað fyrir aðra leikmenn sem voru inni á vellinum. Ég var 100% klár í slaginn og sé í rauninni ekki eftir neinu sem ég gerði í leiknum . Ég lagði allt í þetta og veit að þær sem voru með mér inni á vellinum gerðu það líka. Þetta fór þannig að við drullutöpuðum í kvöld. Það er auðvitað leiðinlegt, við ætluðum að vinna leikinn fyrir fólkið sem hefur verið að styðja við bakið á okkur. Það átti meira skilið, en ég veit ekki það er rosalega erfitt að útskýra hvað gerðist.“ Fyrir mótið var austurríska liðið ekki hátt skrifað en hafa komið á óvart á mótinu. Aðspurð hvort að þetta sé munurinn á liðunum segir Hallbera að svo sé ekki. „Nei mér finnst það ekki. Eins og þú sást kannski mörkin sem við fengum á okkur - þetta var ekki beint glæsilegt. Mér fannst við eiga að gera betur, við verðum að halda betur í boltann, ég held að það sé það sem að við verðum að gera í staðinn fyrir að fara strax upp í fyrstu sókn og ætla að fara að gera eitthvað þar en það er bara hrós til þeirra að koma og vinna þennan riðil og það er auðvitað bara vel gert hjá þeim - þær eru með flott lið,“ sagði Hallbera. Stutt uppgjör á mótinu er hreinlega bara vonbrigði og Hallbera er sammála því. „Jú auðvitað. Við komum með háleit markmið, kannski voru þau full háleit að margra mati en við höfðum trú á þessu. Þá er auðvitað full hart að detta svona niður á jörðina aftur en ég meina, ef og hefði, ég meina ef við hefðum tekið stig úr fyrsta leiknum á móti Frökkum - hvað þá? Það er stutt á milli í þessu en frammistaðan í kvöld var allavega ekki til þess að muna eftir,“ sagði Hallbera Guðný. Íslenska liðið breytti um leikkerfi fyrir mótið og misstu lykilmenn í meiðsli en var þá einhver innistæða fyrir þessum háleitu markmiðum? „Já mér finnst það. Mér finnst við hafa góða leikmenn og við misstum út mjög góða leikmenn á móti. Það er ekki eins og við höfum verið að drullutapa nema í leiknum í kvöld, við erum ekkert þannig séð mjög langt frá þessu. Ef það hefði kannski dottið með okkur það sem datt á móti okkur þá gæti þetta hafa farið öðruvísi. Auðvitað komum við inn í þetta og við ætlum að setja okkur áfram háleit markmið, alveg á sama hvaða mót við erum að fara.“ Hallbera spilað alla leiki Íslands á mótinu, en hvernig fannst henni eigin frammistaða í leikjunum? „Ég veit það ekki, bara svona bæði og. Ég allavega er búin að leggja mig alla 100% í alla þessa leiki, búin að hlaupa úr mér lifur og lungu. Við vorum ekki að ná upp miklu flæði í spilið, þannig að það lendir kannski svolítið á mér að maður sé að hlaupa mikið upp og niður. Auðvitað vill maður vera meira í boltanum og þannig en ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu,“ sagði Hallbera að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Sjá meira
Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25
Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58
Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24
Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12