John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. júlí 2017 11:39 Það hafa verið afar erfiðar aðstæður í fjallinu undanfarið. kári schram John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. „Þetta var virkilega erfið ferð. Við ætluðum að vera komin upp á milli átta og tíu að pakistönskum tíma en núna er klukkan fjögur. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara að tygja okkur niður,“ sagði John Snorri. Aðspurður hvort hann væri með nógu mikið súrefni fyrir leiðina niður sagðist hann í raun og veru ekki vera með það. „En það er auðveldara að komast niður og fer minni orka í það. Ég er með 102 eftir á síðasta kútnum mínum sem þýðir að ég klára hann eftir klukkutíma, einn og hálfan en það er allt í lagi.“ John Snorri er svo með meira súrefni í búðum fjögur en hann var mjög andstuttur í viðtalinu eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. „Hér eru allir andstuttir en alveg rosalega glaðir. Hér eru þrír Kínverjar sem eru búnir að reyna að komast á toppinn þrisvar og svo er fyrsta bandaríska konan til að ná toppnum hérna líka,“ sagði John Snorri en hópurinn sem hann er með er sá fyrsti til að ná toppi fjallsins síðan árið 2014.En hvernig tilfinning er það að standa á toppi næsthæsta og eins hættulegasta fjalls heims? „Þetta er mjög erfitt, ég er mjög þreyttur og tilfinningin er blendin. Þegar ég kom hérna á toppinn [...] fór ég bara að gráta, ég er mjög meyr.“Hann kveðst hlakka til að koma heim í öryggið en er hennar með einhver skilaboð til konunnar sinnar? „Ég vil bara þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur og hafa haft trú á mér allan tímann. Mig langar líka að þakka stjórn Lífs sem hefur haft trú á mér allan tímann og bara til allra landsmann, takk, takk æðislega.“Viðtalið við John Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Fjallamennska Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. „Þetta var virkilega erfið ferð. Við ætluðum að vera komin upp á milli átta og tíu að pakistönskum tíma en núna er klukkan fjögur. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara að tygja okkur niður,“ sagði John Snorri. Aðspurður hvort hann væri með nógu mikið súrefni fyrir leiðina niður sagðist hann í raun og veru ekki vera með það. „En það er auðveldara að komast niður og fer minni orka í það. Ég er með 102 eftir á síðasta kútnum mínum sem þýðir að ég klára hann eftir klukkutíma, einn og hálfan en það er allt í lagi.“ John Snorri er svo með meira súrefni í búðum fjögur en hann var mjög andstuttur í viðtalinu eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. „Hér eru allir andstuttir en alveg rosalega glaðir. Hér eru þrír Kínverjar sem eru búnir að reyna að komast á toppinn þrisvar og svo er fyrsta bandaríska konan til að ná toppnum hérna líka,“ sagði John Snorri en hópurinn sem hann er með er sá fyrsti til að ná toppi fjallsins síðan árið 2014.En hvernig tilfinning er það að standa á toppi næsthæsta og eins hættulegasta fjalls heims? „Þetta er mjög erfitt, ég er mjög þreyttur og tilfinningin er blendin. Þegar ég kom hérna á toppinn [...] fór ég bara að gráta, ég er mjög meyr.“Hann kveðst hlakka til að koma heim í öryggið en er hennar með einhver skilaboð til konunnar sinnar? „Ég vil bara þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur og hafa haft trú á mér allan tímann. Mig langar líka að þakka stjórn Lífs sem hefur haft trú á mér allan tímann og bara til allra landsmann, takk, takk æðislega.“Viðtalið við John Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjallamennska Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira