Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs. Það skortir jafnræði við úthlutun úr Kvikmyndasjóði til framleiðenda, segir eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda á Íslandi. Hann segir að 60 milljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 á dögunum hafi komið sér verulega á óvart. Ekki var búið að skrifa handrit að nema fjórum þáttum af tíu þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Þrátt fyrir það stendur í 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð að vilyrði um framleiðslustyrk megi veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða.Vísir/EPA„Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Hann bætir við að Pegasus hafi verið með umsókn á sama tíma vegna framhalds á þáttaröðinni Hrauninu. Fyrirtækið hafi lagt handrit að öllum þáttunum inn en fengið athugasemd við þau og ekki fengið styrk. „Það hefði kannski verið heppilegra að skila inn einu og hálfu handriti og segja svo gróflega frá því hvað við ætluðum að gera með restina. Þá hefði kannski verið minni ástæða til að gera athugasemd við það. En mér datt bara ekki í hug að það væri heimilt að skila svona fáum handritum inn,“ segir hann.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs og hugsanlega yrði kannað hvort brotið hefði verið gegn reglum stjórnsýsluréttar þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, svaraði því til að hún teldi ekki að reglur hefðu verið brotnar en vonsviknir aðilar hefðu komið ábendingunum áleiðis. „Ég var hissa á svörum Laufeyjar Guðjónsdóttur út af þessu. Vegna þess að þar segir hún mjög ósmekklega að þeir sem fái ekki styrki séu bara spældir,“ segir Snorri. Það sé alls ekki svo en menn vilji að allir sitji við sama borð og að jafnræðisregla gildi. Þá segir hann engum hollt að sitja í sömu stöðunni eins og Laufey er búin að gera í fimmtán ár. „Þjóðleikhússtjóri er í átta ár að hámarki og það ætti að gilda eitthvað svipað um þetta,“ segir Snorri. Hann bætir því þó við að hann hafi skoðað úthlutanir þrjú til fjögur ár aftur í tímann og honum sýnist að Baltasar Kormákur hafi á þeim tíma fengið tæpar 500 milljónir króna, Sagafilm um 300 milljónir en Pegasus um 92 milljónir. „Þannig að auðvitað ætti ég að vera spældur,“ segir hann. Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Það skortir jafnræði við úthlutun úr Kvikmyndasjóði til framleiðenda, segir eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda á Íslandi. Hann segir að 60 milljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 á dögunum hafi komið sér verulega á óvart. Ekki var búið að skrifa handrit að nema fjórum þáttum af tíu þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Þrátt fyrir það stendur í 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð að vilyrði um framleiðslustyrk megi veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða.Vísir/EPA„Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Hann bætir við að Pegasus hafi verið með umsókn á sama tíma vegna framhalds á þáttaröðinni Hrauninu. Fyrirtækið hafi lagt handrit að öllum þáttunum inn en fengið athugasemd við þau og ekki fengið styrk. „Það hefði kannski verið heppilegra að skila inn einu og hálfu handriti og segja svo gróflega frá því hvað við ætluðum að gera með restina. Þá hefði kannski verið minni ástæða til að gera athugasemd við það. En mér datt bara ekki í hug að það væri heimilt að skila svona fáum handritum inn,“ segir hann.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs og hugsanlega yrði kannað hvort brotið hefði verið gegn reglum stjórnsýsluréttar þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, svaraði því til að hún teldi ekki að reglur hefðu verið brotnar en vonsviknir aðilar hefðu komið ábendingunum áleiðis. „Ég var hissa á svörum Laufeyjar Guðjónsdóttur út af þessu. Vegna þess að þar segir hún mjög ósmekklega að þeir sem fái ekki styrki séu bara spældir,“ segir Snorri. Það sé alls ekki svo en menn vilji að allir sitji við sama borð og að jafnræðisregla gildi. Þá segir hann engum hollt að sitja í sömu stöðunni eins og Laufey er búin að gera í fimmtán ár. „Þjóðleikhússtjóri er í átta ár að hámarki og það ætti að gilda eitthvað svipað um þetta,“ segir Snorri. Hann bætir því þó við að hann hafi skoðað úthlutanir þrjú til fjögur ár aftur í tímann og honum sýnist að Baltasar Kormákur hafi á þeim tíma fengið tæpar 500 milljónir króna, Sagafilm um 300 milljónir en Pegasus um 92 milljónir. „Þannig að auðvitað ætti ég að vera spældur,“ segir hann.
Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00