Sig á gengi krónunnar minnkar líkur á hörðum skelli Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2017 12:57 Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aðlögun gengisins eiga sér stað fyrr en margir hafi spáð og líkurnar á snörpu falli krónunnar hafi minnkað. Grundvallarbreyting hafi átt sér stað eftir losun hafta í marsmánuði. Talsmenn ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins hafa kvartað mikið undan háu gengi krónunnar undanfarin misseri en gengi hennar tók hins vegar að veikjast í byrjun júní. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þannig hafi evran farið úr 110 krónum í júníbyrjun í tæpar 124 krónur í lok dags í gær og þar með styrkst um 12,7 prósent gagnvar krónunni á einum og hálfum mánuði. Á sama tíma hefur dollarinn farið úr 98 krónum í 108 krónur og styrkt sig um 10,2 prósent gagnvart krónunni. Pundið var í 126 krónum í byrjun júní en var við lok dags í gær komið í 139 krónur og hefur því styrkst um 10,3 prósent gagnvart krónunni. Jón Bjarki segir krónuna því komna á svipaðan stað og hún var um miðjan aprílmánuð. „Það hefur orðið mikil grundvallar breyting á markaði eftir að höft voru losuð í mars. Markaðurinn er má segja orðinn eðlilegri að því leyti að það eru miklu fleiri kraftar sem hafa áhrif á hann en áður. En hann er að sama skapi ófyrirséðari. Gott dæmi um þetta eru áhrif ferðaþjónustunnar sem er að skila miklum gjaldeyri þessa dagana en það eru bara aðrir þættir sem vega þyngra en men áttu von á,” segir Jón Bjarki.Gengisvarnir notaðar í ríkari mæli Til dæmis séu útflutningsaðilar farnir að nota gengisvarnir í ríkari mæli en áður sem þýði að ekki verði bein tenging á milli gjaldeyrisinnflæðis á hverjum tíma og hvernig krónan sé að þróast. Þá séu merki um það í gögnum Seðlabankans að erlendir fjárfestingaraðilar séu að fara með fjárfestingar sínar úr landi í eitthvað meiri mæli síðustu vikurnar en fyrr á árinu. Sama kunni að vera upp á teningnum varðandi íslenska fjárfesta. „Við höfum bara ekki yfirsýn yfir það Það er í rauninni ákveðið heilbrigðismerki að markaðurinn sé ekki eins fyrirséður og hann var,“ segir Jón Bjarki. Krónan hafi ekki hreyfst eðlilega á meðan höftin voru hvað ströngust. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu fyrir um hálfum mánuði að bankinn væri hættur að kaupa gjaldeyri í stórum stíl í bili enda væri gjaldeyrisforðinn orðinn nógu stór. Jón Bjarki segir að þetta hefði öðru jöfnu átt að leiða til styrkingar krónunnar en það hefði ekki spilast þannig út. Seðlabankinn hefði nú mikla burði til að bregðast við hraðri veikingu krónunnar ef á þyrfti að halda. „Það má eiginlega horfa á þessa hreyfingu sem held ég sem aðlögum sem er að koma fyrr en kannski margir væntu. En í raun jákvæð þróun að því leyti að hún minnkar líkur á hörðum skelli síðar meir,”Þannig að þú ert að segja að það séu minni líkur á að krónan taki stórt fall á stuttum tíma? „Já það er það. Líkurnar á því eru miklu minni en þær voru hér áður fyrr,” segir Jón Bjarki Bentsson. Íslenska krónan Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aðlögun gengisins eiga sér stað fyrr en margir hafi spáð og líkurnar á snörpu falli krónunnar hafi minnkað. Grundvallarbreyting hafi átt sér stað eftir losun hafta í marsmánuði. Talsmenn ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins hafa kvartað mikið undan háu gengi krónunnar undanfarin misseri en gengi hennar tók hins vegar að veikjast í byrjun júní. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þannig hafi evran farið úr 110 krónum í júníbyrjun í tæpar 124 krónur í lok dags í gær og þar með styrkst um 12,7 prósent gagnvar krónunni á einum og hálfum mánuði. Á sama tíma hefur dollarinn farið úr 98 krónum í 108 krónur og styrkt sig um 10,2 prósent gagnvart krónunni. Pundið var í 126 krónum í byrjun júní en var við lok dags í gær komið í 139 krónur og hefur því styrkst um 10,3 prósent gagnvart krónunni. Jón Bjarki segir krónuna því komna á svipaðan stað og hún var um miðjan aprílmánuð. „Það hefur orðið mikil grundvallar breyting á markaði eftir að höft voru losuð í mars. Markaðurinn er má segja orðinn eðlilegri að því leyti að það eru miklu fleiri kraftar sem hafa áhrif á hann en áður. En hann er að sama skapi ófyrirséðari. Gott dæmi um þetta eru áhrif ferðaþjónustunnar sem er að skila miklum gjaldeyri þessa dagana en það eru bara aðrir þættir sem vega þyngra en men áttu von á,” segir Jón Bjarki.Gengisvarnir notaðar í ríkari mæli Til dæmis séu útflutningsaðilar farnir að nota gengisvarnir í ríkari mæli en áður sem þýði að ekki verði bein tenging á milli gjaldeyrisinnflæðis á hverjum tíma og hvernig krónan sé að þróast. Þá séu merki um það í gögnum Seðlabankans að erlendir fjárfestingaraðilar séu að fara með fjárfestingar sínar úr landi í eitthvað meiri mæli síðustu vikurnar en fyrr á árinu. Sama kunni að vera upp á teningnum varðandi íslenska fjárfesta. „Við höfum bara ekki yfirsýn yfir það Það er í rauninni ákveðið heilbrigðismerki að markaðurinn sé ekki eins fyrirséður og hann var,“ segir Jón Bjarki. Krónan hafi ekki hreyfst eðlilega á meðan höftin voru hvað ströngust. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu fyrir um hálfum mánuði að bankinn væri hættur að kaupa gjaldeyri í stórum stíl í bili enda væri gjaldeyrisforðinn orðinn nógu stór. Jón Bjarki segir að þetta hefði öðru jöfnu átt að leiða til styrkingar krónunnar en það hefði ekki spilast þannig út. Seðlabankinn hefði nú mikla burði til að bregðast við hraðri veikingu krónunnar ef á þyrfti að halda. „Það má eiginlega horfa á þessa hreyfingu sem held ég sem aðlögum sem er að koma fyrr en kannski margir væntu. En í raun jákvæð þróun að því leyti að hún minnkar líkur á hörðum skelli síðar meir,”Þannig að þú ert að segja að það séu minni líkur á að krónan taki stórt fall á stuttum tíma? „Já það er það. Líkurnar á því eru miklu minni en þær voru hér áður fyrr,” segir Jón Bjarki Bentsson.
Íslenska krónan Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?