Enski boltinn

Strákarnir hans Klopps byrjuðu undirbúningstímabilið með stórsigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ben Woodburn skorar fjórða og síðasta mark Liverpool af vítapunktinum.
Ben Woodburn skorar fjórða og síðasta mark Liverpool af vítapunktinum. vísir/getty
Liverpool byrjaði undirbúningstímabilið með 0-4 sigri á Tranmere í kvöld.

Eins og tölurnar gefa til kynna átti Rauði herinn ekki í miklum vandræðum gegn Tranmere sem leikur í fimmtu efstu deild á Englandi.

James Milner kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu á 34. mínútu og átta mínútum síðar bætti Marko Grujic öðru marki við.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði alls 10 breytingar á liði sínu í hálfleik. Meðal þeirra sem kom inn á var Dominic Solanke sem var keyptur frá Chelsea í sumar.

Pedro Chirivella, tvítugur Spánverji, kom Liverpool í 0-3 á 50. mínútu og tólf mínútum fyrir leikslok skoraði velska ungstirnið Ben Woodburn svo fjórða og síðasta mark Liverpool úr vítaspyrnu. Lokatölur 0-4, Liverpool í vil.

Næsti leikur Liverpool er gegn Wigan Athletic á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×