Ákærður fyrir fimm sýruárásir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2017 23:21 Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum. vísir/afp Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld. Ákæran er í fimmtán liðum en hann er meðal annars sakaður um að hafa valdið alvarlegum líkamlegum skaða, fyrir rán og fjórar tilraunir til ráns. Árásirnar áttu sér stað á níutíu mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna. Annar piltur, fimmtán ára, var handtekinn í tengslum við þær en honum var sleppt úr haldi, gegn tryggingu, í morgun. Hinn ákærði sætir enn gæsluvarðhaldi. Fyrsta árásin var gerð laust fyrir klukkan 22.30 að staðartíma. Þá réðust tveir menn á matarsendilinn Jabed Hussain þar sem hann ók bifhjóli sínu eftir Hackney Road. Þeir eru sagðir hafa skvett sýru í andlit hans og stolið vespunni í kjölfarið.Enginn vildi aðstoða Hussain segist í samtali við Guardian ekki hafa áttað sig á því í fyrstu að um sýru hefði verið að ræða. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri sýra. Síðan byrjaði hún að svíða. Ég sá að þeir ætluðu að skvetta framan í mig aftur þannig að ég stökk af hjólinu og reyndi að fela mig bak við bíla,“ segir hann og bætir við að árásir á hendur matarsendlum hafi aukist nokkuð upp á síðkastið, sérstaklega á þessu tiltekna svæði. Hussain segist í framhaldinu hafa hlaupið að næstu umferðarljósum og grátbeðið ökumenn um að hjálpa sér. „Ég öskraði eftir hjálp og vatni. En enginn vildi opna bílhurðina eða gluggann,“ segir hann. Að lokum stoppaði ein kona og ók honum á næsta spítala. Hussain er ekki talinn alvarlega slasaður. Aðeins tuttugu mínútum síðar var ráðist á annan mann, en hann var sömuleiðis á litlu bifhjóli. Um fjörutíu mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás, og um 23.20 barst lögreglu tilkynning um Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi. Áverkar hans eru sagðir koma til með að breyta lífi hans til frambúðar. Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli og var hjólinu í kjölfarið stolið.Sýruárásum fjölgað Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, en tilkynnt hefur verið um hátt í tvö þúsund slíkar árásir frá árinu 2010. Þar af bárust 454 tilkynningar á síðasta ári, samanborið við 261 árið 2015. Lögreglustjóri London hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Tengdar fréttir Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48 Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld. Ákæran er í fimmtán liðum en hann er meðal annars sakaður um að hafa valdið alvarlegum líkamlegum skaða, fyrir rán og fjórar tilraunir til ráns. Árásirnar áttu sér stað á níutíu mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna. Annar piltur, fimmtán ára, var handtekinn í tengslum við þær en honum var sleppt úr haldi, gegn tryggingu, í morgun. Hinn ákærði sætir enn gæsluvarðhaldi. Fyrsta árásin var gerð laust fyrir klukkan 22.30 að staðartíma. Þá réðust tveir menn á matarsendilinn Jabed Hussain þar sem hann ók bifhjóli sínu eftir Hackney Road. Þeir eru sagðir hafa skvett sýru í andlit hans og stolið vespunni í kjölfarið.Enginn vildi aðstoða Hussain segist í samtali við Guardian ekki hafa áttað sig á því í fyrstu að um sýru hefði verið að ræða. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri sýra. Síðan byrjaði hún að svíða. Ég sá að þeir ætluðu að skvetta framan í mig aftur þannig að ég stökk af hjólinu og reyndi að fela mig bak við bíla,“ segir hann og bætir við að árásir á hendur matarsendlum hafi aukist nokkuð upp á síðkastið, sérstaklega á þessu tiltekna svæði. Hussain segist í framhaldinu hafa hlaupið að næstu umferðarljósum og grátbeðið ökumenn um að hjálpa sér. „Ég öskraði eftir hjálp og vatni. En enginn vildi opna bílhurðina eða gluggann,“ segir hann. Að lokum stoppaði ein kona og ók honum á næsta spítala. Hussain er ekki talinn alvarlega slasaður. Aðeins tuttugu mínútum síðar var ráðist á annan mann, en hann var sömuleiðis á litlu bifhjóli. Um fjörutíu mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás, og um 23.20 barst lögreglu tilkynning um Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi. Áverkar hans eru sagðir koma til með að breyta lífi hans til frambúðar. Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli og var hjólinu í kjölfarið stolið.Sýruárásum fjölgað Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, en tilkynnt hefur verið um hátt í tvö þúsund slíkar árásir frá árinu 2010. Þar af bárust 454 tilkynningar á síðasta ári, samanborið við 261 árið 2015. Lögreglustjóri London hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála.
Tengdar fréttir Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48 Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48
Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24