Erlent

Átta létust þegar veggur hrundi á knattspyrnuleikvangi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Demba Diop er í höfuðborg landsins, Dakar
Demba Diop er í höfuðborg landsins, Dakar AFP
Átta létust og að minnsta kosti fjörutíu og níu slösuðust þegar veggur á Demba Diop fótboltavellinum í Senegal hrundi í nótt.

Demba Diop er í höfuðborg landsins, Dakar, en slysið varð á leik Stade de Mbour og Union Sportive Ouakam. Var þetta úrslitaleikur í bikarkeppninni þar í landi.

Mbour skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sauð þá upp úr á milli stuðningsmanna liðanna. Lögreglan greip þá til þess ráðs að beita táragasi og á það að hafa leitt til ofsahræðslu og troðnings á vellinum. Veggurinn hrundi í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×