Demba Diop er í höfuðborg landsins, Dakar, en slysið varð á leik Stade de Mbour og Union Sportive Ouakam. Var þetta úrslitaleikur í bikarkeppninni þar í landi.
Mbour skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sauð þá upp úr á milli stuðningsmanna liðanna. Lögreglan greip þá til þess ráðs að beita táragasi og á það að hafa leitt til ofsahræðslu og troðnings á vellinum. Veggurinn hrundi í kjölfarið.