Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 18. júlí 2017 06:00 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður vinstri grænna. vísir/eyþór „Það er ekki hægt að yppta bara öxlum þó það sé júlí,“ segir Svandís Svavarsdóttir en í dag fer fram fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni hennar vegna þess að Róbert Downey áður Róbert Árni Hreiðarsson, dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hún segir að það hafi ekki gengið þrautalaust að boða til fundarins. „Það tók tíma og eins og stóð í Fréttablaðinu þá fannst formanninum þetta ekki mikið forgangsmál. Ég held þó að honum og öllum í samfélaginu sé ljóst að þetta er hitamál og það er samfélagsleg krafa að þingið takið þetta til skoðunar,“ segir hún en Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar sagði í Fréttablaðinu í gær undrast tímasetning fundarins en ætli ekki að standa í vegi fyrir því að fundurinn fari fram. Undir það tekur Hildur Sverrisdóttir sem á sæti í nefndinni. „Ég átta mig ekki á að þetta sé svona aðkallandi því ráðherra hefur boðað breytingar en ef það er vilji að ræða þetta núna þá er sjálfsagt að verða við því.“ Svandís segir að þó lögin séu svarthvít og miklar tilfinningar í spilunum sé full ástæða til að ræða þetta mál á vettfangi þingsins. „Lögum er ætlað að fanga mannlegt samfélag. Samfélagið er ekki vélrænt. Mannlegt samfélag snýst líka um siðferði og réttlæti og við þurfum að ná utan um það. Þarna er verið að vinna eftir lögum og reglum sem þingið setti á sínum tíma. Það er augljóst að það er ekki eins og á að vera varðandi gagnsæi og þetta ferli sem þarna er undir. Þannig við ætlum að fara yfir þetta á fundinum. Við fáum gesti frá Dómsmálaráðuneytinu, og það mun væntanlega kynna hugmyndir Dómsmálaráðherra um breytingar á lögunum. Lögmannafélagið ætlar að fara yfir hvernig þetta er í löndunum í kringum okkur. Þeir hafa ekki mælt með öllum sem hafa sótt um. Þarna er munur sem þarf að fara yfir,“ segir Svandís. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, mun ekki koma fyrir fundinn enda var ekki óskað eftir því en starfsmenn ráðuneytisins munu fara yfir framkvæmdina eins og hún hefur verið. Tveir aðilar vottuðu góða hegðun Róberts en Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga. Hæstiréttur féllst á í byrjun júní að svipting lögmannsréttinda hans yrði felld niður. Forseti Íslands skrifaði undir uppreist Róberts ásamt þremur öðrum þann 16. september. Hann fékk engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
„Það er ekki hægt að yppta bara öxlum þó það sé júlí,“ segir Svandís Svavarsdóttir en í dag fer fram fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni hennar vegna þess að Róbert Downey áður Róbert Árni Hreiðarsson, dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hún segir að það hafi ekki gengið þrautalaust að boða til fundarins. „Það tók tíma og eins og stóð í Fréttablaðinu þá fannst formanninum þetta ekki mikið forgangsmál. Ég held þó að honum og öllum í samfélaginu sé ljóst að þetta er hitamál og það er samfélagsleg krafa að þingið takið þetta til skoðunar,“ segir hún en Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar sagði í Fréttablaðinu í gær undrast tímasetning fundarins en ætli ekki að standa í vegi fyrir því að fundurinn fari fram. Undir það tekur Hildur Sverrisdóttir sem á sæti í nefndinni. „Ég átta mig ekki á að þetta sé svona aðkallandi því ráðherra hefur boðað breytingar en ef það er vilji að ræða þetta núna þá er sjálfsagt að verða við því.“ Svandís segir að þó lögin séu svarthvít og miklar tilfinningar í spilunum sé full ástæða til að ræða þetta mál á vettfangi þingsins. „Lögum er ætlað að fanga mannlegt samfélag. Samfélagið er ekki vélrænt. Mannlegt samfélag snýst líka um siðferði og réttlæti og við þurfum að ná utan um það. Þarna er verið að vinna eftir lögum og reglum sem þingið setti á sínum tíma. Það er augljóst að það er ekki eins og á að vera varðandi gagnsæi og þetta ferli sem þarna er undir. Þannig við ætlum að fara yfir þetta á fundinum. Við fáum gesti frá Dómsmálaráðuneytinu, og það mun væntanlega kynna hugmyndir Dómsmálaráðherra um breytingar á lögunum. Lögmannafélagið ætlar að fara yfir hvernig þetta er í löndunum í kringum okkur. Þeir hafa ekki mælt með öllum sem hafa sótt um. Þarna er munur sem þarf að fara yfir,“ segir Svandís. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, mun ekki koma fyrir fundinn enda var ekki óskað eftir því en starfsmenn ráðuneytisins munu fara yfir framkvæmdina eins og hún hefur verið. Tveir aðilar vottuðu góða hegðun Róberts en Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga. Hæstiréttur féllst á í byrjun júní að svipting lögmannsréttinda hans yrði felld niður. Forseti Íslands skrifaði undir uppreist Róberts ásamt þremur öðrum þann 16. september. Hann fékk engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira