Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 18. júlí 2017 06:00 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður vinstri grænna. vísir/eyþór „Það er ekki hægt að yppta bara öxlum þó það sé júlí,“ segir Svandís Svavarsdóttir en í dag fer fram fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni hennar vegna þess að Róbert Downey áður Róbert Árni Hreiðarsson, dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hún segir að það hafi ekki gengið þrautalaust að boða til fundarins. „Það tók tíma og eins og stóð í Fréttablaðinu þá fannst formanninum þetta ekki mikið forgangsmál. Ég held þó að honum og öllum í samfélaginu sé ljóst að þetta er hitamál og það er samfélagsleg krafa að þingið takið þetta til skoðunar,“ segir hún en Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar sagði í Fréttablaðinu í gær undrast tímasetning fundarins en ætli ekki að standa í vegi fyrir því að fundurinn fari fram. Undir það tekur Hildur Sverrisdóttir sem á sæti í nefndinni. „Ég átta mig ekki á að þetta sé svona aðkallandi því ráðherra hefur boðað breytingar en ef það er vilji að ræða þetta núna þá er sjálfsagt að verða við því.“ Svandís segir að þó lögin séu svarthvít og miklar tilfinningar í spilunum sé full ástæða til að ræða þetta mál á vettfangi þingsins. „Lögum er ætlað að fanga mannlegt samfélag. Samfélagið er ekki vélrænt. Mannlegt samfélag snýst líka um siðferði og réttlæti og við þurfum að ná utan um það. Þarna er verið að vinna eftir lögum og reglum sem þingið setti á sínum tíma. Það er augljóst að það er ekki eins og á að vera varðandi gagnsæi og þetta ferli sem þarna er undir. Þannig við ætlum að fara yfir þetta á fundinum. Við fáum gesti frá Dómsmálaráðuneytinu, og það mun væntanlega kynna hugmyndir Dómsmálaráðherra um breytingar á lögunum. Lögmannafélagið ætlar að fara yfir hvernig þetta er í löndunum í kringum okkur. Þeir hafa ekki mælt með öllum sem hafa sótt um. Þarna er munur sem þarf að fara yfir,“ segir Svandís. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, mun ekki koma fyrir fundinn enda var ekki óskað eftir því en starfsmenn ráðuneytisins munu fara yfir framkvæmdina eins og hún hefur verið. Tveir aðilar vottuðu góða hegðun Róberts en Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga. Hæstiréttur féllst á í byrjun júní að svipting lögmannsréttinda hans yrði felld niður. Forseti Íslands skrifaði undir uppreist Róberts ásamt þremur öðrum þann 16. september. Hann fékk engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Það er ekki hægt að yppta bara öxlum þó það sé júlí,“ segir Svandís Svavarsdóttir en í dag fer fram fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni hennar vegna þess að Róbert Downey áður Róbert Árni Hreiðarsson, dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hún segir að það hafi ekki gengið þrautalaust að boða til fundarins. „Það tók tíma og eins og stóð í Fréttablaðinu þá fannst formanninum þetta ekki mikið forgangsmál. Ég held þó að honum og öllum í samfélaginu sé ljóst að þetta er hitamál og það er samfélagsleg krafa að þingið takið þetta til skoðunar,“ segir hún en Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar sagði í Fréttablaðinu í gær undrast tímasetning fundarins en ætli ekki að standa í vegi fyrir því að fundurinn fari fram. Undir það tekur Hildur Sverrisdóttir sem á sæti í nefndinni. „Ég átta mig ekki á að þetta sé svona aðkallandi því ráðherra hefur boðað breytingar en ef það er vilji að ræða þetta núna þá er sjálfsagt að verða við því.“ Svandís segir að þó lögin séu svarthvít og miklar tilfinningar í spilunum sé full ástæða til að ræða þetta mál á vettfangi þingsins. „Lögum er ætlað að fanga mannlegt samfélag. Samfélagið er ekki vélrænt. Mannlegt samfélag snýst líka um siðferði og réttlæti og við þurfum að ná utan um það. Þarna er verið að vinna eftir lögum og reglum sem þingið setti á sínum tíma. Það er augljóst að það er ekki eins og á að vera varðandi gagnsæi og þetta ferli sem þarna er undir. Þannig við ætlum að fara yfir þetta á fundinum. Við fáum gesti frá Dómsmálaráðuneytinu, og það mun væntanlega kynna hugmyndir Dómsmálaráðherra um breytingar á lögunum. Lögmannafélagið ætlar að fara yfir hvernig þetta er í löndunum í kringum okkur. Þeir hafa ekki mælt með öllum sem hafa sótt um. Þarna er munur sem þarf að fara yfir,“ segir Svandís. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, mun ekki koma fyrir fundinn enda var ekki óskað eftir því en starfsmenn ráðuneytisins munu fara yfir framkvæmdina eins og hún hefur verið. Tveir aðilar vottuðu góða hegðun Róberts en Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga. Hæstiréttur féllst á í byrjun júní að svipting lögmannsréttinda hans yrði felld niður. Forseti Íslands skrifaði undir uppreist Róberts ásamt þremur öðrum þann 16. september. Hann fékk engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira