Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 10:52 Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik. vísir/vilhelm Elín Metta Jensen, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var sú sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 85. mínútu á móti Frakklandi í gærkvöldi sem varð til þess að stelpurnar töpuðu í fyrsta leik á EM, 1-0. Elín fékk þá frönsku Amandine Henry í fangið og víti var dæmt þegar Henry féll til jarðar við litla snertingu. Elín Metta og herbergisfélagi hennar og liðsfélagi úr Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, fóru yfir þetta allt saman fyrir svefninn í gær.Sjá einnig:Dagný lét Henry heyra það eftir leik „Það gekk alveg ágætlega að sofna. Ég er með svo frábæran herbergisfélaga. Við náðum aðeins að spjalla saman fyrir svefn og róa hvora aðra niður. Svo vorum við bara frekar þreyttar eftir ferðalagið frá leikstað þannig það gekk bara ágætlega að sofna,“ sagði Elín Metta við Vísi fyrir æfingu liðsins í morgun en hún var ekki send í viðtöl eftir leikinn í gærkvöldi. „Mér fannst þetta ekki vera víti,“ segir hún enn fremur. „Mér fannst leikmaðurinn bara bakka inn í mig. Hún hefur fundið einhverja snertingu og mín upplifun var sú að hún lét sig bara detta. Ég gat ekki horfið frá þessum stað. Ég varð að reyna að dekka þennan mann þannig mér fannst þetta ekki víti.“ Elín Metta viðurkennir að lokaflautið var erfitt og fyrstu tímarnir eftir leik en leið henni sem skúrk inn á vellinum þegar leiknum var lokið? „Nei, auðvitað var þetta samt hundfúlt og það voru miklar tilfinningar í þessu. Liðið var búið að leggja þvílíka vinnu á sig fyrir þennan leik. Þetta er ekkert auðvelt en liðsheildin í þessu liði er bara þannig að við vinnum og töpum saman,“ sagði Elín Metta sem þakkaði liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn í gær. „Ég er ótrúlega stolt af því að vera í svona liði. Mér finnst liðsheildin mjög sérstök. Það er ekkert sjálfgefið að liðsheild sé svona í stórum hópi kvenna sem koma allar úr sitthvorri áttinni. Mér finnst þetta magnað,“ sagði Elín Metta Jensen. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var sú sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 85. mínútu á móti Frakklandi í gærkvöldi sem varð til þess að stelpurnar töpuðu í fyrsta leik á EM, 1-0. Elín fékk þá frönsku Amandine Henry í fangið og víti var dæmt þegar Henry féll til jarðar við litla snertingu. Elín Metta og herbergisfélagi hennar og liðsfélagi úr Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, fóru yfir þetta allt saman fyrir svefninn í gær.Sjá einnig:Dagný lét Henry heyra það eftir leik „Það gekk alveg ágætlega að sofna. Ég er með svo frábæran herbergisfélaga. Við náðum aðeins að spjalla saman fyrir svefn og róa hvora aðra niður. Svo vorum við bara frekar þreyttar eftir ferðalagið frá leikstað þannig það gekk bara ágætlega að sofna,“ sagði Elín Metta við Vísi fyrir æfingu liðsins í morgun en hún var ekki send í viðtöl eftir leikinn í gærkvöldi. „Mér fannst þetta ekki vera víti,“ segir hún enn fremur. „Mér fannst leikmaðurinn bara bakka inn í mig. Hún hefur fundið einhverja snertingu og mín upplifun var sú að hún lét sig bara detta. Ég gat ekki horfið frá þessum stað. Ég varð að reyna að dekka þennan mann þannig mér fannst þetta ekki víti.“ Elín Metta viðurkennir að lokaflautið var erfitt og fyrstu tímarnir eftir leik en leið henni sem skúrk inn á vellinum þegar leiknum var lokið? „Nei, auðvitað var þetta samt hundfúlt og það voru miklar tilfinningar í þessu. Liðið var búið að leggja þvílíka vinnu á sig fyrir þennan leik. Þetta er ekkert auðvelt en liðsheildin í þessu liði er bara þannig að við vinnum og töpum saman,“ sagði Elín Metta sem þakkaði liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn í gær. „Ég er ótrúlega stolt af því að vera í svona liði. Mér finnst liðsheildin mjög sérstök. Það er ekkert sjálfgefið að liðsheild sé svona í stórum hópi kvenna sem koma allar úr sitthvorri áttinni. Mér finnst þetta magnað,“ sagði Elín Metta Jensen.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00
Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00
Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30