Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 10:52 Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik. vísir/vilhelm Elín Metta Jensen, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var sú sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 85. mínútu á móti Frakklandi í gærkvöldi sem varð til þess að stelpurnar töpuðu í fyrsta leik á EM, 1-0. Elín fékk þá frönsku Amandine Henry í fangið og víti var dæmt þegar Henry féll til jarðar við litla snertingu. Elín Metta og herbergisfélagi hennar og liðsfélagi úr Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, fóru yfir þetta allt saman fyrir svefninn í gær.Sjá einnig:Dagný lét Henry heyra það eftir leik „Það gekk alveg ágætlega að sofna. Ég er með svo frábæran herbergisfélaga. Við náðum aðeins að spjalla saman fyrir svefn og róa hvora aðra niður. Svo vorum við bara frekar þreyttar eftir ferðalagið frá leikstað þannig það gekk bara ágætlega að sofna,“ sagði Elín Metta við Vísi fyrir æfingu liðsins í morgun en hún var ekki send í viðtöl eftir leikinn í gærkvöldi. „Mér fannst þetta ekki vera víti,“ segir hún enn fremur. „Mér fannst leikmaðurinn bara bakka inn í mig. Hún hefur fundið einhverja snertingu og mín upplifun var sú að hún lét sig bara detta. Ég gat ekki horfið frá þessum stað. Ég varð að reyna að dekka þennan mann þannig mér fannst þetta ekki víti.“ Elín Metta viðurkennir að lokaflautið var erfitt og fyrstu tímarnir eftir leik en leið henni sem skúrk inn á vellinum þegar leiknum var lokið? „Nei, auðvitað var þetta samt hundfúlt og það voru miklar tilfinningar í þessu. Liðið var búið að leggja þvílíka vinnu á sig fyrir þennan leik. Þetta er ekkert auðvelt en liðsheildin í þessu liði er bara þannig að við vinnum og töpum saman,“ sagði Elín Metta sem þakkaði liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn í gær. „Ég er ótrúlega stolt af því að vera í svona liði. Mér finnst liðsheildin mjög sérstök. Það er ekkert sjálfgefið að liðsheild sé svona í stórum hópi kvenna sem koma allar úr sitthvorri áttinni. Mér finnst þetta magnað,“ sagði Elín Metta Jensen. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var sú sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 85. mínútu á móti Frakklandi í gærkvöldi sem varð til þess að stelpurnar töpuðu í fyrsta leik á EM, 1-0. Elín fékk þá frönsku Amandine Henry í fangið og víti var dæmt þegar Henry féll til jarðar við litla snertingu. Elín Metta og herbergisfélagi hennar og liðsfélagi úr Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, fóru yfir þetta allt saman fyrir svefninn í gær.Sjá einnig:Dagný lét Henry heyra það eftir leik „Það gekk alveg ágætlega að sofna. Ég er með svo frábæran herbergisfélaga. Við náðum aðeins að spjalla saman fyrir svefn og róa hvora aðra niður. Svo vorum við bara frekar þreyttar eftir ferðalagið frá leikstað þannig það gekk bara ágætlega að sofna,“ sagði Elín Metta við Vísi fyrir æfingu liðsins í morgun en hún var ekki send í viðtöl eftir leikinn í gærkvöldi. „Mér fannst þetta ekki vera víti,“ segir hún enn fremur. „Mér fannst leikmaðurinn bara bakka inn í mig. Hún hefur fundið einhverja snertingu og mín upplifun var sú að hún lét sig bara detta. Ég gat ekki horfið frá þessum stað. Ég varð að reyna að dekka þennan mann þannig mér fannst þetta ekki víti.“ Elín Metta viðurkennir að lokaflautið var erfitt og fyrstu tímarnir eftir leik en leið henni sem skúrk inn á vellinum þegar leiknum var lokið? „Nei, auðvitað var þetta samt hundfúlt og það voru miklar tilfinningar í þessu. Liðið var búið að leggja þvílíka vinnu á sig fyrir þennan leik. Þetta er ekkert auðvelt en liðsheildin í þessu liði er bara þannig að við vinnum og töpum saman,“ sagði Elín Metta sem þakkaði liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn í gær. „Ég er ótrúlega stolt af því að vera í svona liði. Mér finnst liðsheildin mjög sérstök. Það er ekkert sjálfgefið að liðsheild sé svona í stórum hópi kvenna sem koma allar úr sitthvorri áttinni. Mér finnst þetta magnað,“ sagði Elín Metta Jensen.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00
Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00
Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30