Fótbolti

Rakel tognuð á nára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rakel er fyrirliði Breiðabliks.
Rakel er fyrirliði Breiðabliks. vísir/eyþór
Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir tognaði á nára í 1-2 tapi Breiðabliks fyrir Þór/KA á sunnudaginn.

Rakel var sú eina úr 23 manna landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi sem tók ekki þátt í æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag.

„Það var umferð á sunnudaginn og Rakel kom sködduð til móts við liðið. Hún er með væga tognun í nára. Við sjáum til hver staðan verður á henni í lok vikunnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson á blaðamannafundi í dag.

Dagný Brynjarsdóttir hefur glímt við meiðsli en er komin aftur á ferðina og lék allan leikinn fyrir Portland Thorns, sitt félagslið, um helgina.

„Hún er í toppstandi. Hún spilaði 90 mínútur á sunnudaginn. Það var harður völlur og slæmt gervigras og hún var aum í líkamanum. Dagný er í toppstandi og líður vel. Hún er að fara að æfa og við getum hætt að tala um meiðslin hennar,“ sagði Freyr.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×