Fótbolti

Freyr um ummæli Bryndísar Láru: Er að horfa yfir lengra tímabil en síðustu þrjá mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir, Freyr Alexandersson og Guðbjörg Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag.
Sara Björk Gunnarsdóttir, Freyr Alexandersson og Guðbjörg Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag. vísir/sigurjón
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í dag vera ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska EM-hópinn. Markvörðurinn sagði m.a. að landsliðsvalið hefði ekkert með frammistöðu hennar að gera.

Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var spurður út í ummæli Bryndísar Láru á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag.

„Spurðu hana hvað þetta þýðir. Ég held að það sé best að það komi frá henni. Ábyrgðin liggur alltaf hjá leikmanninum. Það er best að hún tjái sig um það,“ sagði Freyr.

Hann segist hafa valið þrjá bestu markverði Íslands í EM-hópinn og segist ekki bara hafa horft á frammistöðu þeirra á þessu tímabili.

„Þetta er búið að vera í loftinu í nokkurn tíma, sami kórinn. Ég valdi þrjá bestu markverðina sem lögðu þá vinnu sem til þarf á sig til að komast í landsliðið. Ég horfi yfir lengra tímabil en síðustu þrjá mánuði,“ sagði Freyr og bætti við að hann vonaðist eftir að Bryndís Lára héldi áfram að standa sig vel í Pepsi-deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×