Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2017 15:21 Ef eitthvað fer úr skorðum berast böndin oft að Kúkú Campers en Viktor segir að þeir sem drápu lambið í Berufirði hafi ekki verið á þeirra vegum. „Bílarnir okkar eru áberandi og við nennum ekki að vera hátíðlegir í markaðssetningu okkar,“ segir Viktor Ólason framkvæmdastjóri Kúkú Campers spurður hvernig það megi vera að alltaf þegar eitthvað kemur uppá í ferðaþjónustunni þá berist böndin að þeim? Svo virðist sem þeir séu hinir ákjósanlegu blórabögglar innan greinarinnar.Lambsdrápið í Berufirði hefur vakið mikla athygli en erlendir ferðamenn tóku sig til og skáru lamb á háls. Ýmsar vangaveltur um þann verknað hafa verið uppi um hvað fólkinu gekk til, hvort þarna væri um halal-slátrun að ræða; múslímskir menn frá Afganistan að slátra lambi í samræmi við trú sína, einhverjir hafa svo nefnt að okrið á ferðamönnum væri orðið slíkt að þeir hafi verið að mæta því með því að ná sér í ódýra steik og allt þar á milli. Fljótlega bárust svo böndin að Kúkú Campers. Á Facebookhópnum eru þeir nefndir sérstaklega til sögunnar, að þeir beri með auglýsingum sínum ábyrgð á því að ferðamenn fari hér um og telji sér allt leyfilegt.Í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar má meðal annars sjá þessa umræðu, hvar ábyrgðinni er varpað á Kúkú Campers.„Þetta ólánsama fólk sem drap þetta lamb er ekki á okkar vegum,“ segir Viktor. En segir að þeir hafi farið í það að breyta texta á heimasíðu sinni til að girða fyrir allan misskilning.Breyttu textanum á heimasíðunni „Við erum með náttúrukort þar sem segir að fólk megi að lifa á landinu. Þar stóð að samkvæmt íslenskum lögum megirðu njóta landsins gæða. Einhvern veginn hefur mönnum tekist að snúa því upp á þetta lambsmál. Það er ekki þannig. Við vorum að vitna í 27. grein náttúruverndarlaga þar sem segir að allir megi týna bler, söl, sveppi til eigin neyslu. Við vorum eitthvað að grínast með það í kjölfarinu, að fólk gæti tekið vikukúr á slíku fæði og fengi þá KFC-máltíð að því loknu. Jú, ef þú leggur þig rosalega fram geturðu misskilið þetta, en það hvarflaði aldrei að okkur að það væri inni í myndinni.“ Kúkú Campers-menn breyttu textann á heimasíðunni. „Við tempruðum textann,“ segir Viktor en áréttar að hjá þeim starfi erlent fólk og það hafi aldrei nokkur skilið frumtextann með þeim hætti að hér væri hægt að fara um og gera hvað sem er.Eru aðeins með eitt prósent bílaleiguflotans „Við förum í gegnum þessa hluti þegar viðskiptavinir koma, hvað beri að varast. Sú leiðsögn tekur um klukkutíma og við látum alla hafa bók sem heitir áning þar sem er listi yfir öll tjaldstæði á landinu, segjum að þar beri að gista, og í þessari sömu bók eru allar sundlaugar landsins, þar sem gott er að fara að þrífa sig og þar sé salernisaðstaða. Þó það sé svona létt yfirbragð á þessu hér hjá okkur er þetta unnið faglega. Við bjóðum uppá leiðsögn um hvað má og hvað ekki.“ Hvað það varðar að flest það sem aflaga fari varðandi ferðaþjónustuna, sem sannarlega virðist ætla að taka sér sinn tíma í að slíta barnsskónum, sé rakið til Kúkú Campers bendir Viktor á að þeir séu með um 200 bíla. Á Íslandi eru rúmlega 20 þúsund bílaleigubílar og þeir, með sitt eitt prósent, geti því bara ómögulega verið ábyrgir fyrir öllum þeim vanda sem kemur upp í tengslum við þá starfsemi. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
„Bílarnir okkar eru áberandi og við nennum ekki að vera hátíðlegir í markaðssetningu okkar,“ segir Viktor Ólason framkvæmdastjóri Kúkú Campers spurður hvernig það megi vera að alltaf þegar eitthvað kemur uppá í ferðaþjónustunni þá berist böndin að þeim? Svo virðist sem þeir séu hinir ákjósanlegu blórabögglar innan greinarinnar.Lambsdrápið í Berufirði hefur vakið mikla athygli en erlendir ferðamenn tóku sig til og skáru lamb á háls. Ýmsar vangaveltur um þann verknað hafa verið uppi um hvað fólkinu gekk til, hvort þarna væri um halal-slátrun að ræða; múslímskir menn frá Afganistan að slátra lambi í samræmi við trú sína, einhverjir hafa svo nefnt að okrið á ferðamönnum væri orðið slíkt að þeir hafi verið að mæta því með því að ná sér í ódýra steik og allt þar á milli. Fljótlega bárust svo böndin að Kúkú Campers. Á Facebookhópnum eru þeir nefndir sérstaklega til sögunnar, að þeir beri með auglýsingum sínum ábyrgð á því að ferðamenn fari hér um og telji sér allt leyfilegt.Í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar má meðal annars sjá þessa umræðu, hvar ábyrgðinni er varpað á Kúkú Campers.„Þetta ólánsama fólk sem drap þetta lamb er ekki á okkar vegum,“ segir Viktor. En segir að þeir hafi farið í það að breyta texta á heimasíðu sinni til að girða fyrir allan misskilning.Breyttu textanum á heimasíðunni „Við erum með náttúrukort þar sem segir að fólk megi að lifa á landinu. Þar stóð að samkvæmt íslenskum lögum megirðu njóta landsins gæða. Einhvern veginn hefur mönnum tekist að snúa því upp á þetta lambsmál. Það er ekki þannig. Við vorum að vitna í 27. grein náttúruverndarlaga þar sem segir að allir megi týna bler, söl, sveppi til eigin neyslu. Við vorum eitthvað að grínast með það í kjölfarinu, að fólk gæti tekið vikukúr á slíku fæði og fengi þá KFC-máltíð að því loknu. Jú, ef þú leggur þig rosalega fram geturðu misskilið þetta, en það hvarflaði aldrei að okkur að það væri inni í myndinni.“ Kúkú Campers-menn breyttu textann á heimasíðunni. „Við tempruðum textann,“ segir Viktor en áréttar að hjá þeim starfi erlent fólk og það hafi aldrei nokkur skilið frumtextann með þeim hætti að hér væri hægt að fara um og gera hvað sem er.Eru aðeins með eitt prósent bílaleiguflotans „Við förum í gegnum þessa hluti þegar viðskiptavinir koma, hvað beri að varast. Sú leiðsögn tekur um klukkutíma og við látum alla hafa bók sem heitir áning þar sem er listi yfir öll tjaldstæði á landinu, segjum að þar beri að gista, og í þessari sömu bók eru allar sundlaugar landsins, þar sem gott er að fara að þrífa sig og þar sé salernisaðstaða. Þó það sé svona létt yfirbragð á þessu hér hjá okkur er þetta unnið faglega. Við bjóðum uppá leiðsögn um hvað má og hvað ekki.“ Hvað það varðar að flest það sem aflaga fari varðandi ferðaþjónustuna, sem sannarlega virðist ætla að taka sér sinn tíma í að slíta barnsskónum, sé rakið til Kúkú Campers bendir Viktor á að þeir séu með um 200 bíla. Á Íslandi eru rúmlega 20 þúsund bílaleigubílar og þeir, með sitt eitt prósent, geti því bara ómögulega verið ábyrgir fyrir öllum þeim vanda sem kemur upp í tengslum við þá starfsemi.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira