Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2017 15:21 Ef eitthvað fer úr skorðum berast böndin oft að Kúkú Campers en Viktor segir að þeir sem drápu lambið í Berufirði hafi ekki verið á þeirra vegum. „Bílarnir okkar eru áberandi og við nennum ekki að vera hátíðlegir í markaðssetningu okkar,“ segir Viktor Ólason framkvæmdastjóri Kúkú Campers spurður hvernig það megi vera að alltaf þegar eitthvað kemur uppá í ferðaþjónustunni þá berist böndin að þeim? Svo virðist sem þeir séu hinir ákjósanlegu blórabögglar innan greinarinnar.Lambsdrápið í Berufirði hefur vakið mikla athygli en erlendir ferðamenn tóku sig til og skáru lamb á háls. Ýmsar vangaveltur um þann verknað hafa verið uppi um hvað fólkinu gekk til, hvort þarna væri um halal-slátrun að ræða; múslímskir menn frá Afganistan að slátra lambi í samræmi við trú sína, einhverjir hafa svo nefnt að okrið á ferðamönnum væri orðið slíkt að þeir hafi verið að mæta því með því að ná sér í ódýra steik og allt þar á milli. Fljótlega bárust svo böndin að Kúkú Campers. Á Facebookhópnum eru þeir nefndir sérstaklega til sögunnar, að þeir beri með auglýsingum sínum ábyrgð á því að ferðamenn fari hér um og telji sér allt leyfilegt.Í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar má meðal annars sjá þessa umræðu, hvar ábyrgðinni er varpað á Kúkú Campers.„Þetta ólánsama fólk sem drap þetta lamb er ekki á okkar vegum,“ segir Viktor. En segir að þeir hafi farið í það að breyta texta á heimasíðu sinni til að girða fyrir allan misskilning.Breyttu textanum á heimasíðunni „Við erum með náttúrukort þar sem segir að fólk megi að lifa á landinu. Þar stóð að samkvæmt íslenskum lögum megirðu njóta landsins gæða. Einhvern veginn hefur mönnum tekist að snúa því upp á þetta lambsmál. Það er ekki þannig. Við vorum að vitna í 27. grein náttúruverndarlaga þar sem segir að allir megi týna bler, söl, sveppi til eigin neyslu. Við vorum eitthvað að grínast með það í kjölfarinu, að fólk gæti tekið vikukúr á slíku fæði og fengi þá KFC-máltíð að því loknu. Jú, ef þú leggur þig rosalega fram geturðu misskilið þetta, en það hvarflaði aldrei að okkur að það væri inni í myndinni.“ Kúkú Campers-menn breyttu textann á heimasíðunni. „Við tempruðum textann,“ segir Viktor en áréttar að hjá þeim starfi erlent fólk og það hafi aldrei nokkur skilið frumtextann með þeim hætti að hér væri hægt að fara um og gera hvað sem er.Eru aðeins með eitt prósent bílaleiguflotans „Við förum í gegnum þessa hluti þegar viðskiptavinir koma, hvað beri að varast. Sú leiðsögn tekur um klukkutíma og við látum alla hafa bók sem heitir áning þar sem er listi yfir öll tjaldstæði á landinu, segjum að þar beri að gista, og í þessari sömu bók eru allar sundlaugar landsins, þar sem gott er að fara að þrífa sig og þar sé salernisaðstaða. Þó það sé svona létt yfirbragð á þessu hér hjá okkur er þetta unnið faglega. Við bjóðum uppá leiðsögn um hvað má og hvað ekki.“ Hvað það varðar að flest það sem aflaga fari varðandi ferðaþjónustuna, sem sannarlega virðist ætla að taka sér sinn tíma í að slíta barnsskónum, sé rakið til Kúkú Campers bendir Viktor á að þeir séu með um 200 bíla. Á Íslandi eru rúmlega 20 þúsund bílaleigubílar og þeir, með sitt eitt prósent, geti því bara ómögulega verið ábyrgir fyrir öllum þeim vanda sem kemur upp í tengslum við þá starfsemi. Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Bílarnir okkar eru áberandi og við nennum ekki að vera hátíðlegir í markaðssetningu okkar,“ segir Viktor Ólason framkvæmdastjóri Kúkú Campers spurður hvernig það megi vera að alltaf þegar eitthvað kemur uppá í ferðaþjónustunni þá berist böndin að þeim? Svo virðist sem þeir séu hinir ákjósanlegu blórabögglar innan greinarinnar.Lambsdrápið í Berufirði hefur vakið mikla athygli en erlendir ferðamenn tóku sig til og skáru lamb á háls. Ýmsar vangaveltur um þann verknað hafa verið uppi um hvað fólkinu gekk til, hvort þarna væri um halal-slátrun að ræða; múslímskir menn frá Afganistan að slátra lambi í samræmi við trú sína, einhverjir hafa svo nefnt að okrið á ferðamönnum væri orðið slíkt að þeir hafi verið að mæta því með því að ná sér í ódýra steik og allt þar á milli. Fljótlega bárust svo böndin að Kúkú Campers. Á Facebookhópnum eru þeir nefndir sérstaklega til sögunnar, að þeir beri með auglýsingum sínum ábyrgð á því að ferðamenn fari hér um og telji sér allt leyfilegt.Í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar má meðal annars sjá þessa umræðu, hvar ábyrgðinni er varpað á Kúkú Campers.„Þetta ólánsama fólk sem drap þetta lamb er ekki á okkar vegum,“ segir Viktor. En segir að þeir hafi farið í það að breyta texta á heimasíðu sinni til að girða fyrir allan misskilning.Breyttu textanum á heimasíðunni „Við erum með náttúrukort þar sem segir að fólk megi að lifa á landinu. Þar stóð að samkvæmt íslenskum lögum megirðu njóta landsins gæða. Einhvern veginn hefur mönnum tekist að snúa því upp á þetta lambsmál. Það er ekki þannig. Við vorum að vitna í 27. grein náttúruverndarlaga þar sem segir að allir megi týna bler, söl, sveppi til eigin neyslu. Við vorum eitthvað að grínast með það í kjölfarinu, að fólk gæti tekið vikukúr á slíku fæði og fengi þá KFC-máltíð að því loknu. Jú, ef þú leggur þig rosalega fram geturðu misskilið þetta, en það hvarflaði aldrei að okkur að það væri inni í myndinni.“ Kúkú Campers-menn breyttu textann á heimasíðunni. „Við tempruðum textann,“ segir Viktor en áréttar að hjá þeim starfi erlent fólk og það hafi aldrei nokkur skilið frumtextann með þeim hætti að hér væri hægt að fara um og gera hvað sem er.Eru aðeins með eitt prósent bílaleiguflotans „Við förum í gegnum þessa hluti þegar viðskiptavinir koma, hvað beri að varast. Sú leiðsögn tekur um klukkutíma og við látum alla hafa bók sem heitir áning þar sem er listi yfir öll tjaldstæði á landinu, segjum að þar beri að gista, og í þessari sömu bók eru allar sundlaugar landsins, þar sem gott er að fara að þrífa sig og þar sé salernisaðstaða. Þó það sé svona létt yfirbragð á þessu hér hjá okkur er þetta unnið faglega. Við bjóðum uppá leiðsögn um hvað má og hvað ekki.“ Hvað það varðar að flest það sem aflaga fari varðandi ferðaþjónustuna, sem sannarlega virðist ætla að taka sér sinn tíma í að slíta barnsskónum, sé rakið til Kúkú Campers bendir Viktor á að þeir séu með um 200 bíla. Á Íslandi eru rúmlega 20 þúsund bílaleigubílar og þeir, með sitt eitt prósent, geti því bara ómögulega verið ábyrgir fyrir öllum þeim vanda sem kemur upp í tengslum við þá starfsemi.
Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira