Innlent

Salvör Nordal skipuð umboðsmaður barna

Kjartan Kjartansson skrifar
Salvör Nordal er ný umboðsmaður barna.
Salvör Nordal er ný umboðsmaður barna. Vísir/GVA
Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til fimm ára. Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki.

Tilkynnt er um skipan Salvarar á vefsíðu forsætisráðuneytisins. Salvör var valin úr hópi 46 umsækjenda. Tveir drógu umsókn sína til baka.

Salvör er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og M.Phil í samfélagslegu réttlæti frá Stirling-háskóla í Skotlandi. Þá er hún með doktorspróf í heimspeki frá háskólanum í Calgary í Kanada.

Hún tekur við embættinu af Margréti Maríu Sigurðardóttur sem hefur verið umboðsmaður barna frá árinu 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×