Innlent

Salvör Nordal skipuð umboðsmaður barna

Kjartan Kjartansson skrifar
Salvör Nordal er ný umboðsmaður barna.
Salvör Nordal er ný umboðsmaður barna. Vísir/GVA

Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til fimm ára. Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki.

Tilkynnt er um skipan Salvarar á vefsíðu forsætisráðuneytisins. Salvör var valin úr hópi 46 umsækjenda. Tveir drógu umsókn sína til baka.

Salvör er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og M.Phil í samfélagslegu réttlæti frá Stirling-háskóla í Skotlandi. Þá er hún með doktorspróf í heimspeki frá háskólanum í Calgary í Kanada.

Hún tekur við embættinu af Margréti Maríu Sigurðardóttur sem hefur verið umboðsmaður barna frá árinu 2007.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.