Fótbolti

Fjölmiðlar í Portúgal segja Sanchez á leið til City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sánchez skoraði í bikarúrslitaleik Arsenal og Chelsea í vor.
Alexis Sánchez skoraði í bikarúrslitaleik Arsenal og Chelsea í vor. vísir/getty
Portúgalski miðillinn O Jogo greindi frá því í dag að Alexis Sanchez sé búinn að ná samkomulagi við Manchester City.

Sanchez er á mála hjá Lundúnaliðinu Arsenal, en virðist vilja fara þaðan ef marka má fréttir sumarsins.

Samkvæmt heimildum O Jogo hefur Sanchez gert munnlegt samkomulag við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City, um vistaskipti sín. Kaupverðið á Sanchez á að vera um 50 milljónir punda.

Í gær greindi breska blaðið Metro frá því að Sanchez hafi sagt forráðamönnum Arsenal að hann vilji yfirgefa félagið í sumar.

Sanchez, sem er 28 ára, skoraði 24 mörk fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Arsenal náði ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og mun það vera helsta ástæða þess að Sanchez vilji fara frá félaginu í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×