Kóralrifið mikla í bráðri hættu Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. apríl 2017 23:04 Heilbrigðir kórallar eru litskrúðugir enda þaktir þörungagróðri. vísir/getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Kóralrifinu mikla hafa leitt í ljós að tveir þriðju hlutar þess hafi aflitast vegna skorts á þörungagróðri. Aldrei hefur svo stór hluti rifsins orðið aflitun að bráð. Rannsóknin var gerð af The Australian Research Council’s Centre of Excellence for Coral Reef Studies. Kórallar eru að jafnaði þaktir þörungagróðri sem er helsta uppistaða fæðu þeirra. Þörungarnir ljá þeim jafnframt litfagurt yfirbragð. Á undanförnum árum hefur þörungagróður í Kóralrifinu mikla, undan ströndum Ástralíu, minnkað til muna með þeim afleiðingum að stór hluti kórallanna er hvítur og berskjaldaður. Kórallar sem lausir eru við þörungagróður eru útsettari fyrir sjúkdómum en aðrir og því hættara við að þeir drepist. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fordæmalausar telja vísindamenn að útlitið sé svart. Aldrei hafa jafnmargir kórallar dáið á einu ári og í fyrra og ljóst er að þróunin er síst af öllu að færast til betri vegar. Kóralrifið mikla er austan af ströndum Ástralíu.vísir/creativecommonsAð sögn talsmanna rannsóknarsetursins hefur ástandið versnað hvað mest í miðhluta Kóralrifsins mikla. Aflitun kórallanna má rekja til hlýnunar á yfirborði sjávar. Mengun getur einnig átt þátt í því að þörungagróður á kóröllum minnkar. Terry Hughes, prófessor í sjávarlíffræði, leiddi rannsóknina á Kóralrifinu mikla. Hann fullyrti í samtali við The Guardian að aflitaðir kórallar þyrftu að minnsta kosti tíu ár til þess að jafna sig að fullu. Á síðasta ári aflitaðist stór hluti af grunnvatnskóröllum rifsins sem leiddi til þess að ríflega tveir þriðju af þeim drapst. Árið 2005 drapst helmingur kóralrifja Karíbahafsins vegna meiriháttar aflitunar.Loftmynd af Kóralrifinu mikla.vísir/gettyKóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er samsett úr 2900 smærri rifjum og spannar alls rúmlega 344 þúsund ferkílómetra. Kóralrifið mikla komst á heimsminjaskrá UNESCO 1981. Þegar David Attenborough heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið árið 2015 bað forsetinn Attenborough um að lýsa stórbrotnasta augnabliki sem hann hefði upplifað á áratugalöngum ferðalögum sínum. Attenborough lýsti því þá þegar hann yfirborðskafaði í Kóralrifinu mikla fyrir tæpum sextíu árum fyrr. Tengdar fréttir Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01 Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Kóralrifinu mikla hafa leitt í ljós að tveir þriðju hlutar þess hafi aflitast vegna skorts á þörungagróðri. Aldrei hefur svo stór hluti rifsins orðið aflitun að bráð. Rannsóknin var gerð af The Australian Research Council’s Centre of Excellence for Coral Reef Studies. Kórallar eru að jafnaði þaktir þörungagróðri sem er helsta uppistaða fæðu þeirra. Þörungarnir ljá þeim jafnframt litfagurt yfirbragð. Á undanförnum árum hefur þörungagróður í Kóralrifinu mikla, undan ströndum Ástralíu, minnkað til muna með þeim afleiðingum að stór hluti kórallanna er hvítur og berskjaldaður. Kórallar sem lausir eru við þörungagróður eru útsettari fyrir sjúkdómum en aðrir og því hættara við að þeir drepist. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fordæmalausar telja vísindamenn að útlitið sé svart. Aldrei hafa jafnmargir kórallar dáið á einu ári og í fyrra og ljóst er að þróunin er síst af öllu að færast til betri vegar. Kóralrifið mikla er austan af ströndum Ástralíu.vísir/creativecommonsAð sögn talsmanna rannsóknarsetursins hefur ástandið versnað hvað mest í miðhluta Kóralrifsins mikla. Aflitun kórallanna má rekja til hlýnunar á yfirborði sjávar. Mengun getur einnig átt þátt í því að þörungagróður á kóröllum minnkar. Terry Hughes, prófessor í sjávarlíffræði, leiddi rannsóknina á Kóralrifinu mikla. Hann fullyrti í samtali við The Guardian að aflitaðir kórallar þyrftu að minnsta kosti tíu ár til þess að jafna sig að fullu. Á síðasta ári aflitaðist stór hluti af grunnvatnskóröllum rifsins sem leiddi til þess að ríflega tveir þriðju af þeim drapst. Árið 2005 drapst helmingur kóralrifja Karíbahafsins vegna meiriháttar aflitunar.Loftmynd af Kóralrifinu mikla.vísir/gettyKóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er samsett úr 2900 smærri rifjum og spannar alls rúmlega 344 þúsund ferkílómetra. Kóralrifið mikla komst á heimsminjaskrá UNESCO 1981. Þegar David Attenborough heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið árið 2015 bað forsetinn Attenborough um að lýsa stórbrotnasta augnabliki sem hann hefði upplifað á áratugalöngum ferðalögum sínum. Attenborough lýsti því þá þegar hann yfirborðskafaði í Kóralrifinu mikla fyrir tæpum sextíu árum fyrr.
Tengdar fréttir Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01 Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01
Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00