Faðir Ólafíu segir dáleiðslu hafa reynst henni vel í golfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2017 22:21 Ólafía Þórunn hefur farið eins og stormsveipur um golfheiminn undanfarnar vikur. vísir/getty Faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, Kristinn J. Gíslason, segir dáleiðslu mikilvægan þátt í því að efla andlegu hlið golfíþróttarinnar. Hann segir dáleiðsluaðferðina enn fremur hafa reynst dóttur sinni vel. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur brotið blað í golfsögu Íslendinga en í gær vann hún sér inn þátttökurétt á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago. Mótið, sem verður haldið um næstu helgi, er eitt af fimm stærstu mótum innan kvennagolfsins en Ólafía tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Faðir Ólafíu, Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga og leggur áherslu á að kollur kylfinga þurfi sérstaklega að vera í lagi. Sjálfur hefur Kristinn lagt áherslu á þessa andlegu hlið íþróttarinnar í gegnum dáleiðslu. „Ég kynntist dáleiðslu fyrir 38 árum, þegar ég var nú svoddan kjáni að vera að reykja, og hef nú lesið mikið, heimspeki, dáleiðslu, hugleiðslu og andleg mál,“ segir Kristinn.Dáleiðslan hefur reynst Ólafíu vel Kristinn hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og svo auðvitað Ólafíu. Dáleiðslan gengur þannig fyrir sig að Kristinn tekur þann sem á að dáleiða í svokallað „innleiðandi viðtal“. Þannig vinnur hann í þeim þáttum sem viðkomandi vill bæta sig í. Hann segir þessa aðferð, þar sem sá sem er dáleiddur sér markmið sín fyrir sér, hafa reynst Ólafíu vel. „Þegar ég var að segja henni að sjá fyrir sér bikarana og sigrana og að hún væri að bæta sig, þá var hún að bæta sig. Og þetta átti hún að gera fimm mínútum áður en hún fór að sofa.“ Þekkt er að sögufrægir íþróttamenn nýti sér dáleiðsluleiðina, til að mynda tenniskappinn Björn Borg og körfuknattleiksstjarnan Michael Jordan. „Svo notarðu þessa sterkustu setningu í heimi, sem heitir „I am“ eða „ég er,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt alla geta framkvæmt þessa svokölluðu sjálfsdáleiðslu, til dæmis áður en þeir fara að sofa á kvöldin. „Áður en þið vitið af þá smellur þetta inn,“ segir Kristinn. „Maður þarf að læra, og þetta gildir um allt í lífinu, að búa sér til jákvætt sjálfstal.“Viðtalið við Kristinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, Kristinn J. Gíslason, segir dáleiðslu mikilvægan þátt í því að efla andlegu hlið golfíþróttarinnar. Hann segir dáleiðsluaðferðina enn fremur hafa reynst dóttur sinni vel. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur brotið blað í golfsögu Íslendinga en í gær vann hún sér inn þátttökurétt á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago. Mótið, sem verður haldið um næstu helgi, er eitt af fimm stærstu mótum innan kvennagolfsins en Ólafía tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Faðir Ólafíu, Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga og leggur áherslu á að kollur kylfinga þurfi sérstaklega að vera í lagi. Sjálfur hefur Kristinn lagt áherslu á þessa andlegu hlið íþróttarinnar í gegnum dáleiðslu. „Ég kynntist dáleiðslu fyrir 38 árum, þegar ég var nú svoddan kjáni að vera að reykja, og hef nú lesið mikið, heimspeki, dáleiðslu, hugleiðslu og andleg mál,“ segir Kristinn.Dáleiðslan hefur reynst Ólafíu vel Kristinn hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og svo auðvitað Ólafíu. Dáleiðslan gengur þannig fyrir sig að Kristinn tekur þann sem á að dáleiða í svokallað „innleiðandi viðtal“. Þannig vinnur hann í þeim þáttum sem viðkomandi vill bæta sig í. Hann segir þessa aðferð, þar sem sá sem er dáleiddur sér markmið sín fyrir sér, hafa reynst Ólafíu vel. „Þegar ég var að segja henni að sjá fyrir sér bikarana og sigrana og að hún væri að bæta sig, þá var hún að bæta sig. Og þetta átti hún að gera fimm mínútum áður en hún fór að sofa.“ Þekkt er að sögufrægir íþróttamenn nýti sér dáleiðsluleiðina, til að mynda tenniskappinn Björn Borg og körfuknattleiksstjarnan Michael Jordan. „Svo notarðu þessa sterkustu setningu í heimi, sem heitir „I am“ eða „ég er,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt alla geta framkvæmt þessa svokölluðu sjálfsdáleiðslu, til dæmis áður en þeir fara að sofa á kvöldin. „Áður en þið vitið af þá smellur þetta inn,“ segir Kristinn. „Maður þarf að læra, og þetta gildir um allt í lífinu, að búa sér til jákvætt sjálfstal.“Viðtalið við Kristinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00
Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20
Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33