Faðir Ólafíu segir dáleiðslu hafa reynst henni vel í golfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2017 22:21 Ólafía Þórunn hefur farið eins og stormsveipur um golfheiminn undanfarnar vikur. vísir/getty Faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, Kristinn J. Gíslason, segir dáleiðslu mikilvægan þátt í því að efla andlegu hlið golfíþróttarinnar. Hann segir dáleiðsluaðferðina enn fremur hafa reynst dóttur sinni vel. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur brotið blað í golfsögu Íslendinga en í gær vann hún sér inn þátttökurétt á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago. Mótið, sem verður haldið um næstu helgi, er eitt af fimm stærstu mótum innan kvennagolfsins en Ólafía tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Faðir Ólafíu, Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga og leggur áherslu á að kollur kylfinga þurfi sérstaklega að vera í lagi. Sjálfur hefur Kristinn lagt áherslu á þessa andlegu hlið íþróttarinnar í gegnum dáleiðslu. „Ég kynntist dáleiðslu fyrir 38 árum, þegar ég var nú svoddan kjáni að vera að reykja, og hef nú lesið mikið, heimspeki, dáleiðslu, hugleiðslu og andleg mál,“ segir Kristinn.Dáleiðslan hefur reynst Ólafíu vel Kristinn hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og svo auðvitað Ólafíu. Dáleiðslan gengur þannig fyrir sig að Kristinn tekur þann sem á að dáleiða í svokallað „innleiðandi viðtal“. Þannig vinnur hann í þeim þáttum sem viðkomandi vill bæta sig í. Hann segir þessa aðferð, þar sem sá sem er dáleiddur sér markmið sín fyrir sér, hafa reynst Ólafíu vel. „Þegar ég var að segja henni að sjá fyrir sér bikarana og sigrana og að hún væri að bæta sig, þá var hún að bæta sig. Og þetta átti hún að gera fimm mínútum áður en hún fór að sofa.“ Þekkt er að sögufrægir íþróttamenn nýti sér dáleiðsluleiðina, til að mynda tenniskappinn Björn Borg og körfuknattleiksstjarnan Michael Jordan. „Svo notarðu þessa sterkustu setningu í heimi, sem heitir „I am“ eða „ég er,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt alla geta framkvæmt þessa svokölluðu sjálfsdáleiðslu, til dæmis áður en þeir fara að sofa á kvöldin. „Áður en þið vitið af þá smellur þetta inn,“ segir Kristinn. „Maður þarf að læra, og þetta gildir um allt í lífinu, að búa sér til jákvætt sjálfstal.“Viðtalið við Kristinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, Kristinn J. Gíslason, segir dáleiðslu mikilvægan þátt í því að efla andlegu hlið golfíþróttarinnar. Hann segir dáleiðsluaðferðina enn fremur hafa reynst dóttur sinni vel. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur brotið blað í golfsögu Íslendinga en í gær vann hún sér inn þátttökurétt á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago. Mótið, sem verður haldið um næstu helgi, er eitt af fimm stærstu mótum innan kvennagolfsins en Ólafía tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Faðir Ólafíu, Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga og leggur áherslu á að kollur kylfinga þurfi sérstaklega að vera í lagi. Sjálfur hefur Kristinn lagt áherslu á þessa andlegu hlið íþróttarinnar í gegnum dáleiðslu. „Ég kynntist dáleiðslu fyrir 38 árum, þegar ég var nú svoddan kjáni að vera að reykja, og hef nú lesið mikið, heimspeki, dáleiðslu, hugleiðslu og andleg mál,“ segir Kristinn.Dáleiðslan hefur reynst Ólafíu vel Kristinn hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og svo auðvitað Ólafíu. Dáleiðslan gengur þannig fyrir sig að Kristinn tekur þann sem á að dáleiða í svokallað „innleiðandi viðtal“. Þannig vinnur hann í þeim þáttum sem viðkomandi vill bæta sig í. Hann segir þessa aðferð, þar sem sá sem er dáleiddur sér markmið sín fyrir sér, hafa reynst Ólafíu vel. „Þegar ég var að segja henni að sjá fyrir sér bikarana og sigrana og að hún væri að bæta sig, þá var hún að bæta sig. Og þetta átti hún að gera fimm mínútum áður en hún fór að sofa.“ Þekkt er að sögufrægir íþróttamenn nýti sér dáleiðsluleiðina, til að mynda tenniskappinn Björn Borg og körfuknattleiksstjarnan Michael Jordan. „Svo notarðu þessa sterkustu setningu í heimi, sem heitir „I am“ eða „ég er,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt alla geta framkvæmt þessa svokölluðu sjálfsdáleiðslu, til dæmis áður en þeir fara að sofa á kvöldin. „Áður en þið vitið af þá smellur þetta inn,“ segir Kristinn. „Maður þarf að læra, og þetta gildir um allt í lífinu, að búa sér til jákvætt sjálfstal.“Viðtalið við Kristinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00
Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20
Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33