Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að gera frábæra hluti. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í golfsögu Íslendinga en í gær var tilkynnt að hún vann sér inn að spila á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago um næstu helgi en það er eitt af fimm risamótunum í kvennagolfinu. Hún tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Þetta er næststærsta og næstelsta risamótið í kvennagolfinu en bara opna bandaríska meistaramótið þykir stærra. Þarna skipta kylfingar með sér 3,5 milljónum dollara í verðlaunafé en sigurvegarinn fær 525.000 dollara. Ólafía mætir væntanlega full sjálfstrausts til leiks eftir mjög góða spilamennsku á Walmart-mótinu á LPGA-mótaröðinni um helgina. Hún lauk leik þar í gær á fjórum höggum undir pari og náði sínum næstbesta árangri í mótaröðinni. Ekki slæmt veganesti það. „Þetta er náttúrlega afrek. Hún er að brjóta blað. Það hefur enginn gert þetta áður. Það er stórkostlegt í sjálfu sér,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir, fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik og einn besti kvenkylfingur Íslandssögunnar um árangur Ólafíu við íþróttadeild 365 en báðar eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur. „Þetta er annað stærsta mótið ef við horfum til peninganna sem eru í boði. Það er um helmingi meira af fjármunum í verðlaunafé í þessu móti heldur en þessum hefðbundnu. Þetta er bara æðislegt. Hún er komin þangað sem hana hefur alltaf dreymt um að vera.“ Mótið er stórt og gefur ekki bara meiri pening heldur líka fleiri stig sem skiptir máli. „Það eru ekki bara meiri fjármunir í boði á svona risamóti heldur líka fleiri stig sem þýðir að Ólafía þarf ekki að standa sig jafnvel til að fá fleiri stig. Það er mjög mikilvægt. Hún er í 134. sæti á stigalista mótaraðarinnar og vafalítið á hún eftir að hoppa upp listann,“ segir Ragnhildur en Ólafía þarf að klifra ofar á stigalistanum til að halda LPGA-kortinu sínu. KPMG-mótið hjálpar þar til. Ólafía missti af nokkrum niðurskurðum eftir góða byrjun á mótaröðinni en Ragnhildur segir það geta komið fyrir alla. „Þetta er miklu meira en bara tölur á blaði. Það er svo margt sem hefur áhrif á okkur þegar er komið á svona stór mót. Hún hefur líka verið í meiðslum og var með taugaklemmu í öxl sem er að lagast. Ég talaði við pabba hennar og hún fann ekkert fyrir því núna. Hún er á réttri leið,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir. Golf Tengdar fréttir Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í golfsögu Íslendinga en í gær var tilkynnt að hún vann sér inn að spila á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago um næstu helgi en það er eitt af fimm risamótunum í kvennagolfinu. Hún tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Þetta er næststærsta og næstelsta risamótið í kvennagolfinu en bara opna bandaríska meistaramótið þykir stærra. Þarna skipta kylfingar með sér 3,5 milljónum dollara í verðlaunafé en sigurvegarinn fær 525.000 dollara. Ólafía mætir væntanlega full sjálfstrausts til leiks eftir mjög góða spilamennsku á Walmart-mótinu á LPGA-mótaröðinni um helgina. Hún lauk leik þar í gær á fjórum höggum undir pari og náði sínum næstbesta árangri í mótaröðinni. Ekki slæmt veganesti það. „Þetta er náttúrlega afrek. Hún er að brjóta blað. Það hefur enginn gert þetta áður. Það er stórkostlegt í sjálfu sér,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir, fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik og einn besti kvenkylfingur Íslandssögunnar um árangur Ólafíu við íþróttadeild 365 en báðar eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur. „Þetta er annað stærsta mótið ef við horfum til peninganna sem eru í boði. Það er um helmingi meira af fjármunum í verðlaunafé í þessu móti heldur en þessum hefðbundnu. Þetta er bara æðislegt. Hún er komin þangað sem hana hefur alltaf dreymt um að vera.“ Mótið er stórt og gefur ekki bara meiri pening heldur líka fleiri stig sem skiptir máli. „Það eru ekki bara meiri fjármunir í boði á svona risamóti heldur líka fleiri stig sem þýðir að Ólafía þarf ekki að standa sig jafnvel til að fá fleiri stig. Það er mjög mikilvægt. Hún er í 134. sæti á stigalista mótaraðarinnar og vafalítið á hún eftir að hoppa upp listann,“ segir Ragnhildur en Ólafía þarf að klifra ofar á stigalistanum til að halda LPGA-kortinu sínu. KPMG-mótið hjálpar þar til. Ólafía missti af nokkrum niðurskurðum eftir góða byrjun á mótaröðinni en Ragnhildur segir það geta komið fyrir alla. „Þetta er miklu meira en bara tölur á blaði. Það er svo margt sem hefur áhrif á okkur þegar er komið á svona stór mót. Hún hefur líka verið í meiðslum og var með taugaklemmu í öxl sem er að lagast. Ég talaði við pabba hennar og hún fann ekkert fyrir því núna. Hún er á réttri leið,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir.
Golf Tengdar fréttir Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira
Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20
Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33