Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að gera frábæra hluti. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í golfsögu Íslendinga en í gær var tilkynnt að hún vann sér inn að spila á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago um næstu helgi en það er eitt af fimm risamótunum í kvennagolfinu. Hún tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Þetta er næststærsta og næstelsta risamótið í kvennagolfinu en bara opna bandaríska meistaramótið þykir stærra. Þarna skipta kylfingar með sér 3,5 milljónum dollara í verðlaunafé en sigurvegarinn fær 525.000 dollara. Ólafía mætir væntanlega full sjálfstrausts til leiks eftir mjög góða spilamennsku á Walmart-mótinu á LPGA-mótaröðinni um helgina. Hún lauk leik þar í gær á fjórum höggum undir pari og náði sínum næstbesta árangri í mótaröðinni. Ekki slæmt veganesti það. „Þetta er náttúrlega afrek. Hún er að brjóta blað. Það hefur enginn gert þetta áður. Það er stórkostlegt í sjálfu sér,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir, fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik og einn besti kvenkylfingur Íslandssögunnar um árangur Ólafíu við íþróttadeild 365 en báðar eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur. „Þetta er annað stærsta mótið ef við horfum til peninganna sem eru í boði. Það er um helmingi meira af fjármunum í verðlaunafé í þessu móti heldur en þessum hefðbundnu. Þetta er bara æðislegt. Hún er komin þangað sem hana hefur alltaf dreymt um að vera.“ Mótið er stórt og gefur ekki bara meiri pening heldur líka fleiri stig sem skiptir máli. „Það eru ekki bara meiri fjármunir í boði á svona risamóti heldur líka fleiri stig sem þýðir að Ólafía þarf ekki að standa sig jafnvel til að fá fleiri stig. Það er mjög mikilvægt. Hún er í 134. sæti á stigalista mótaraðarinnar og vafalítið á hún eftir að hoppa upp listann,“ segir Ragnhildur en Ólafía þarf að klifra ofar á stigalistanum til að halda LPGA-kortinu sínu. KPMG-mótið hjálpar þar til. Ólafía missti af nokkrum niðurskurðum eftir góða byrjun á mótaröðinni en Ragnhildur segir það geta komið fyrir alla. „Þetta er miklu meira en bara tölur á blaði. Það er svo margt sem hefur áhrif á okkur þegar er komið á svona stór mót. Hún hefur líka verið í meiðslum og var með taugaklemmu í öxl sem er að lagast. Ég talaði við pabba hennar og hún fann ekkert fyrir því núna. Hún er á réttri leið,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir. Golf Tengdar fréttir Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í golfsögu Íslendinga en í gær var tilkynnt að hún vann sér inn að spila á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago um næstu helgi en það er eitt af fimm risamótunum í kvennagolfinu. Hún tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Þetta er næststærsta og næstelsta risamótið í kvennagolfinu en bara opna bandaríska meistaramótið þykir stærra. Þarna skipta kylfingar með sér 3,5 milljónum dollara í verðlaunafé en sigurvegarinn fær 525.000 dollara. Ólafía mætir væntanlega full sjálfstrausts til leiks eftir mjög góða spilamennsku á Walmart-mótinu á LPGA-mótaröðinni um helgina. Hún lauk leik þar í gær á fjórum höggum undir pari og náði sínum næstbesta árangri í mótaröðinni. Ekki slæmt veganesti það. „Þetta er náttúrlega afrek. Hún er að brjóta blað. Það hefur enginn gert þetta áður. Það er stórkostlegt í sjálfu sér,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir, fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik og einn besti kvenkylfingur Íslandssögunnar um árangur Ólafíu við íþróttadeild 365 en báðar eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur. „Þetta er annað stærsta mótið ef við horfum til peninganna sem eru í boði. Það er um helmingi meira af fjármunum í verðlaunafé í þessu móti heldur en þessum hefðbundnu. Þetta er bara æðislegt. Hún er komin þangað sem hana hefur alltaf dreymt um að vera.“ Mótið er stórt og gefur ekki bara meiri pening heldur líka fleiri stig sem skiptir máli. „Það eru ekki bara meiri fjármunir í boði á svona risamóti heldur líka fleiri stig sem þýðir að Ólafía þarf ekki að standa sig jafnvel til að fá fleiri stig. Það er mjög mikilvægt. Hún er í 134. sæti á stigalista mótaraðarinnar og vafalítið á hún eftir að hoppa upp listann,“ segir Ragnhildur en Ólafía þarf að klifra ofar á stigalistanum til að halda LPGA-kortinu sínu. KPMG-mótið hjálpar þar til. Ólafía missti af nokkrum niðurskurðum eftir góða byrjun á mótaröðinni en Ragnhildur segir það geta komið fyrir alla. „Þetta er miklu meira en bara tölur á blaði. Það er svo margt sem hefur áhrif á okkur þegar er komið á svona stór mót. Hún hefur líka verið í meiðslum og var með taugaklemmu í öxl sem er að lagast. Ég talaði við pabba hennar og hún fann ekkert fyrir því núna. Hún er á réttri leið,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir.
Golf Tengdar fréttir Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20
Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33