Borgarastyrjöld eða aðeins einangrað tilvik Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Lögregla þurfti að varpa táragasi á mótmælendur í Karakas í gær. Vísir/AFP Óljóst er hversu mikils stuðnings Oscar Pérez, lögregluþjónn sem stal þyrlu og varpaði úr henni sprengjum á hús hæstaréttar landsins í Karakas, höfuðborg Venesúela, í gær nýtur. Pérez birti myndband á Instagram í gær þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Fyrir aftan hann stóðu fjórir grímuklæddir og þungvopnaðir menn. „Við erum bandalag hermanna, lögreglumanna og almennra borgara sem vill koma á jafnvægi í Venesúela og vinna gegn glæpamönnunum sem fara með stjórn ríkisins,“ sagði Pérez í myndbandinu. Hann bætti því við að bandalagið aðhylltist enga stjórnmálastefnu og studdi engan flokk. Þeir væru einfaldlega föðurlandsvinir. Fjórum handsprengjum var varpað á hæstaréttarbygginguna og þá var fimmtán skotum skotið að húsi innanríkisráðuneytisins, að því er segir í frétt Reuters. Enginn særðist í árásinni.Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Fréttablaðið/EPANærri dagleg fjöldamótmæli hafa verið gegn ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta undanfarna mánuði og hafa nærri hundrað manns farist í átökum við her og lögreglu. Mótmæli hafa þó verið tíð frá árinu 2014 og hafa um það bil fimmtíu til viðbótar látið lífið síðan þá. Talið er að um tíu þúsund hafi verið handtekin við mótmæli undanfarin ár. Helstu ástæður mótmælanna eru spilling og afar slæmt ástand efnahagsmála þar í landi. Samkvæmt Gallup telja flestir íbúar Venesúela ríkisstjórnina spillta. Þá er gríðarleg verðbólga og mikill skortur á matvælum og öðrum nytjavörum í landinu. Í könnun Datos telur rúmur helmingur að sósíalísk ríkisstjórn Maduros beri ábyrgð á einkar slæmu ástandi efnahagsmála. Sjálfur hefur Maduro sagt að kapítalistar heyi efnahagslegt stríð gegn ríki sínu. Ef Pérez nýtur raunverulegs stuðnings gæti verið að óeirðir og mótmæli undanfarinna ára taki á sig nýja mynd og umbreytist í raunverulega borgarastyrjöld. Einnig er mögulegt að Pérez spili sig nú stærri en hann er og að Maduro stafi ekki raunveruleg hætta af honum. Forsetinn kallaði árásina hryðjuverkaárás. Þá skipaði hann hernum að vera vel á varðbergi. „Ég hef skipað hernum öllum að standa vörð um friðinn. Fyrr eða síðar munum við handsama þá sem frömdu þessa hryðjuverkaárás,“ sagði Maduro í gær. Maduro sagði að árásarmennirnir vildu fremja valdarán. Fyrr í vikunni, á þriðjudag, ítrekaði Maduro ásakanir sínar í garð Bandaríkjanna um að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta styddi slíkar tilraunir. Á mánudag tilkynnti hann um að fimm hefðu verið handteknir, grunaðir um að leggja grunninn að innrás Bandaríkjanna í Venesúela. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Óljóst er hversu mikils stuðnings Oscar Pérez, lögregluþjónn sem stal þyrlu og varpaði úr henni sprengjum á hús hæstaréttar landsins í Karakas, höfuðborg Venesúela, í gær nýtur. Pérez birti myndband á Instagram í gær þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Fyrir aftan hann stóðu fjórir grímuklæddir og þungvopnaðir menn. „Við erum bandalag hermanna, lögreglumanna og almennra borgara sem vill koma á jafnvægi í Venesúela og vinna gegn glæpamönnunum sem fara með stjórn ríkisins,“ sagði Pérez í myndbandinu. Hann bætti því við að bandalagið aðhylltist enga stjórnmálastefnu og studdi engan flokk. Þeir væru einfaldlega föðurlandsvinir. Fjórum handsprengjum var varpað á hæstaréttarbygginguna og þá var fimmtán skotum skotið að húsi innanríkisráðuneytisins, að því er segir í frétt Reuters. Enginn særðist í árásinni.Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Fréttablaðið/EPANærri dagleg fjöldamótmæli hafa verið gegn ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta undanfarna mánuði og hafa nærri hundrað manns farist í átökum við her og lögreglu. Mótmæli hafa þó verið tíð frá árinu 2014 og hafa um það bil fimmtíu til viðbótar látið lífið síðan þá. Talið er að um tíu þúsund hafi verið handtekin við mótmæli undanfarin ár. Helstu ástæður mótmælanna eru spilling og afar slæmt ástand efnahagsmála þar í landi. Samkvæmt Gallup telja flestir íbúar Venesúela ríkisstjórnina spillta. Þá er gríðarleg verðbólga og mikill skortur á matvælum og öðrum nytjavörum í landinu. Í könnun Datos telur rúmur helmingur að sósíalísk ríkisstjórn Maduros beri ábyrgð á einkar slæmu ástandi efnahagsmála. Sjálfur hefur Maduro sagt að kapítalistar heyi efnahagslegt stríð gegn ríki sínu. Ef Pérez nýtur raunverulegs stuðnings gæti verið að óeirðir og mótmæli undanfarinna ára taki á sig nýja mynd og umbreytist í raunverulega borgarastyrjöld. Einnig er mögulegt að Pérez spili sig nú stærri en hann er og að Maduro stafi ekki raunveruleg hætta af honum. Forsetinn kallaði árásina hryðjuverkaárás. Þá skipaði hann hernum að vera vel á varðbergi. „Ég hef skipað hernum öllum að standa vörð um friðinn. Fyrr eða síðar munum við handsama þá sem frömdu þessa hryðjuverkaárás,“ sagði Maduro í gær. Maduro sagði að árásarmennirnir vildu fremja valdarán. Fyrr í vikunni, á þriðjudag, ítrekaði Maduro ásakanir sínar í garð Bandaríkjanna um að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta styddi slíkar tilraunir. Á mánudag tilkynnti hann um að fimm hefðu verið handteknir, grunaðir um að leggja grunninn að innrás Bandaríkjanna í Venesúela.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira