Fótbolti

Herrera plan B hjá Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ander Herrera hefur leikið með Manchester United undanfarin þrjú ár.
Ander Herrera hefur leikið með Manchester United undanfarin þrjú ár. vísir/getty
Spænski fjölmiðlar greina frá því að Barcelona muni horfa til Anders Herrera, miðjumanns Manchester United, takist félaginu ekki að landa Marco Verratti hjá Paris Saint-Germain.

Verratti er efstur á óskalista Barcelona en PSG er eðlilega tregt til að selja einn sinn besta menn. Talið er að Barcelona ætli að bjóða rúmlega 70 milljónir punda í Verratti.

Herrera spilaði vel fyrir United á síðasta tímabili og átti stóran þátt í því að liðið vann Evrópudeildina og deildabikarinn. Þessi 27 ára gamli Spánverji á enn eftir að skrifa undir nýjan samning við United. Herrera kom til United frá Athletic Bilbao sumarið 2014.

Barcelona er einnig orðað við alsírska kantmanninn Riyad Mahrez í spænskum fjölmiðlum. Hann hefur óskað eftir því að fara frá Leicester City sem hann varð Englandsmeistari með í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×