Fótbolti

Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar Sigurðsson með húmorinn í lagi eftir sigurinn á Króötum í kvöld.
Ragnar Sigurðsson með húmorinn í lagi eftir sigurinn á Króötum í kvöld. Instagram-síða Ragnars @sykurson
Ragnar Sigurðsson átti fínan leik í hjarta íslensku varnarinnar í 1-0 sigrinum á Króötum í kvöld. Ragnar var einn af sex í byrjunarliðinu sem hafa lítið spilað í aðdraganda leiksins og því var stór spurning fyrir leikinn hvernig leikformið yrði.

Nú þegar landsmenn fagna sögulegum 1-0 sigri á einu sterkasta landsliði í heimi virðist þeim gagnrýnisröddum hafa verið svarað. Ragnar er með húmorinn í lagi og birtir mynd af sér á Instagram eftir leikinn með pítsu í hendi.

„Formið var vist i lagi..“ segir Ragnar og sussar á efasemdaraddirnar en þó með bros á vör. Félagi hans í vörninni, Kári Árnason, hefur húmor fyrir þessu, brosir og klappar Ragnari á magann.

Ragnar var keyptur til Fulham síðastliðið haust eftir að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi. Í London skiptust á skyn og skúrir en hann þurfti að dúsa löngum stundum á varamannabekknum seinni hluta tímabilsins.


Tengdar fréttir

Heimir: Þetta var svo asnalegt mark

Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma.

Gylfi um Hörð Björgvin: Var frábær

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var virkilega ánægður með sigurinn gegn Króatíu í kvöld. Gylfi gladdist fyrir hönd Harðar Björgvins sem skoraði sigurmarkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×