Erlent

Nýr umhverfisráðherra reyndi að fjarlægja loftslagsbreytingar úr námsskrá

Kjartan Kjartansson skrifar
Michael Gove bauð sig fram gegn Theresu May í formannskjöri Íhaldsflokksins í fyrra.
Michael Gove bauð sig fram gegn Theresu May í formannskjöri Íhaldsflokksins í fyrra. Vísir/Getty

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur skipað Michael Gove sem umhverfisráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni. Sem menntamálaráðherra í fyrri ríkisstjórn Íhaldsflokksins reyndi Gove að fjarlægja loftslagsbreytingar úr námsskrá breskra nemenda.

Gove lagði til að fjarlægja umfjöllun um loftslagsbreytingar úr landafræðikennslu í námsskrá árið 2013. Sjálfur sagði hann ástæðuna þá að hann vildi draga úr umfangi námsefnis í námsskránni og að gera kennurum meira frjálsræði samkvæmt frétt The Guardian.

Sjá einnig: May stokkar upp í ráðherrahópnum

Vísindakennarar og umhverfisverndarsinnar vöruðu við að vægi loftslagsbreytinga myndi minnka og gera þær að umdeildara viðfangsefni ef þær væru teknar út úr námsskrá. Gove er sagður hafa hætt við að fjarlægja hnattræna hlýnun úr námsefninu, meðal annars undir þrýstingi frá orku- og loftslagsmálaráðherra Frjálslyndra demókrata, Ed Davey.

Þingmenn Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP) sem May ætlar að mynda ríkisstjórn með nú hafa verið sakaðir um að afneita loftslagsvísindum. Fyrrverandi umhverfisráðherra þeirra á Norður-Írlandi hefur meðal annars lýst loftslagsbreytingum sem „svindli“ samkvæmt frétt The Independent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.