Erlent

Navalny handtekinn á heimili sínu

Atli Ísleifsson skrifar
Alexei Navalny var dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í mótmælum í Moskvu í vor.
Alexei Navalny var dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í mótmælum í Moskvu í vor. Vísir/AFP
Lögregla í Rússlandi handtók Alexei Navalny, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, á heimili hans í morgun.

Fjölmenn mótmæli eru fyrirhuguð í Moskvu í dag, en ekki hafði fengist leyfi frá yfirvöldum og eru þau því ólögleg.

Í frétt BBC kemur fram að eiginkona Julia Navalny hafi greint frá handtöku manns síns á Twitter. Segir hún þó að engar breytingar séu fyrirhugaðar, og vísar þar til mótmælanna.

Navalny hefur hvatt almenning til að halda út á götur í dag til að mótmæla spillingu í landinu.

Síðast þegar stuðningsmenn Navalny mótmæltu ríkisstjórninni voru mörg hundruð handtekin, meðal annars Navalny sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×