Navalny dæmdur í þrjátíu daga varðhald fyrir að brjóta lög um mótmæli Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júní 2017 23:44 Navalny hyggst gefa kost á sér í embætti forseta Rússlands í kosningum sem fara fram á næsta ári. Vísir/Getty Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur verið dæmdur í þrjátíu daga varðhald fyrir að virða lög um mótmæli að vettugi. Navalny hafði boðað til mótmæla á Degi Rússlands og hvatti sem flesta til að mæta og mótmæla spillingu í landinu. Verjandi Navalny hafði biðlað til yfirvalda um að málið yrði látið niður falla. Því var hafnað.BBC greinir frá því að Navalny hafi ætlað að mæta á mótmæli fyrri hluta mánudags .Ekki varð að því þar sem Navalny hefur verið í haldi lögreglu síðan snemma á mánudaginn í kjölfar mótmælanna. Á áttahundruð manns voru teknir af lögregluyfirvöldum á meðan mótmælunum stóð. Talið að um 5 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Nokkur hundruð voru einnig í haldi lögreglu í St. Pétursborg en rúmlega þrjú þúsund manns mótmæltu þar. Val lögreglu er sagt vera handahófskennt. Svo virðist sem aðferðir lögreglu hafi ekki komið mótmælendum á óvart og í frétt BBC segir að fólk hafi, þrátt fyrir möguleg afskipti lögreglu, verið ákveðið í að ljá baráttunni rödd sína og mótmæla spillingunni. Heyra mátti öskur á borð við „Pútín er þjófur!“ og „Rússland mun verða frjálst!“ Navalny hyggst gefa kost á sér í embætti forseta Rússlands í kosningum sem fara fram á næsta ári. Hann hefur verið ötull baráttumaður gegn spillingu stjórnvalda og sagt að breytinga sé þörf. „Ég vil breytingar. Ég vil lifa í nútíma lýðræðisríki og ég vil að þeir skattar sem við greiðum fari í að laga vegi og styrkja mennta- og heilbrigðiskerfi í stað þess að styrkja smekkjukaup, vínekrur og hallir,“ er haft eftir Navalny. Tengdar fréttir Búist við fjölmennum mótmælum í Moskvu Stuðningsmenn rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexei Navalny ætla sér að mótmæla fjármálasvikum og spillingu. 12. júní 2017 08:37 Navalny handtekinn á heimili sínu Fjölmenn mótmæli eru fyrirhuguð í Moskvu í dag, en ekki hafði fengist leyfi frá yfirvöldum og eru þau því ólögleg. 12. júní 2017 10:51 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur verið dæmdur í þrjátíu daga varðhald fyrir að virða lög um mótmæli að vettugi. Navalny hafði boðað til mótmæla á Degi Rússlands og hvatti sem flesta til að mæta og mótmæla spillingu í landinu. Verjandi Navalny hafði biðlað til yfirvalda um að málið yrði látið niður falla. Því var hafnað.BBC greinir frá því að Navalny hafi ætlað að mæta á mótmæli fyrri hluta mánudags .Ekki varð að því þar sem Navalny hefur verið í haldi lögreglu síðan snemma á mánudaginn í kjölfar mótmælanna. Á áttahundruð manns voru teknir af lögregluyfirvöldum á meðan mótmælunum stóð. Talið að um 5 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Nokkur hundruð voru einnig í haldi lögreglu í St. Pétursborg en rúmlega þrjú þúsund manns mótmæltu þar. Val lögreglu er sagt vera handahófskennt. Svo virðist sem aðferðir lögreglu hafi ekki komið mótmælendum á óvart og í frétt BBC segir að fólk hafi, þrátt fyrir möguleg afskipti lögreglu, verið ákveðið í að ljá baráttunni rödd sína og mótmæla spillingunni. Heyra mátti öskur á borð við „Pútín er þjófur!“ og „Rússland mun verða frjálst!“ Navalny hyggst gefa kost á sér í embætti forseta Rússlands í kosningum sem fara fram á næsta ári. Hann hefur verið ötull baráttumaður gegn spillingu stjórnvalda og sagt að breytinga sé þörf. „Ég vil breytingar. Ég vil lifa í nútíma lýðræðisríki og ég vil að þeir skattar sem við greiðum fari í að laga vegi og styrkja mennta- og heilbrigðiskerfi í stað þess að styrkja smekkjukaup, vínekrur og hallir,“ er haft eftir Navalny.
Tengdar fréttir Búist við fjölmennum mótmælum í Moskvu Stuðningsmenn rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexei Navalny ætla sér að mótmæla fjármálasvikum og spillingu. 12. júní 2017 08:37 Navalny handtekinn á heimili sínu Fjölmenn mótmæli eru fyrirhuguð í Moskvu í dag, en ekki hafði fengist leyfi frá yfirvöldum og eru þau því ólögleg. 12. júní 2017 10:51 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Búist við fjölmennum mótmælum í Moskvu Stuðningsmenn rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexei Navalny ætla sér að mótmæla fjármálasvikum og spillingu. 12. júní 2017 08:37
Navalny handtekinn á heimili sínu Fjölmenn mótmæli eru fyrirhuguð í Moskvu í dag, en ekki hafði fengist leyfi frá yfirvöldum og eru þau því ólögleg. 12. júní 2017 10:51