Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2017 13:15 Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. Þetta kom fram í tíu mínútna þætti Stöðvar 2 um Tálknafjarðarskóla, sem sjá má hér að ofan. Margrét Pála Ólafsdóttir er forsvarsmaður Hjallastefnunnar ehf. sem rekur Tálknafjarðarskóla, en þar hittum við hana með þeim Helgu Birnu Berthelsen, fráfarandi skólastjóra, og Steinunni Margréti Guðmundsdóttur, verðandi skólastjóra.Á spjalli í Tálknafjarðarskóla. Steinunn Margrét, Helga Birna og Margrét Pála ræða við fréttamann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það þótti djarft hjá sveitarfélaginu að semja við einkafyrirtæki um að reka grunnskólann, leikskólann og tónlistarskólann. Í byrjun mætti þeim margskyns andstaða og mótmæli, - raunar þriggja ára átök. „Rekstur skólans á Tálknafirði ólöglegur“, sagði í frétt Ríkisútvarpsins þar sem vitnað var í bréf menntamálaráðuneytis en þá var Katrín Jakobsdóttir ráðherra málaflokksins. Margrét Pála segir hins vegar að þetta hafi ekki verið bannað og því hlyti þetta að vera leyfilegt. Hún vitnaði í einn föðurinn þegar hún lýsti stemmningunni hjá heimamönnum: „Hann sagði við mig: Hafðu engar áhyggjur. Ef þetta ráðuneytislið og einhverjir að sunnan ætla að koma hingað og stoppa okkur þá mætum við þeim við afleggjarann með heykvíslar,“ sagði Margrét Pála og hló.Tálknafjarðarskóli er á Sveinseyri, skammt utan við þorpið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og nú er litli Tálknafjörður búinn að breyta landslögum. Gleymum því ekki. Það er komin sérstök heimild inn, sem Illugi Gunnarsson lauk við, sem eitt af sínum síðustu verkum sem menntamálaráðherra,“ sagði Margrét Pála. Helga Birna hefur búið á Tálknafirði frá unga aldri. Hún sagði almenna ánægju ríkja meðal íbúa með samstarfið við Hjallastefnuna og skólinn væri að skila betri nemendum. Helga Birna Berthelsen, fráfarandi skólastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Á síðustu árum erum við að útskrifa nemendur sem eru að fá hærri einkunnir á samræmdum prófum. Þeir eru sjálfstæðari í vinnubrögðum og kennarar í framhaldsskólum gefa þeim alveg fyrsta flokks einkunnir fyrir vinnubrögð,“ sagði Helga Birna. -Þannig að þið eruð ekki að fara að snúa til baka? „Nei, við erum ekki að fara að snúa til baka.“Steinunn Margrét Guðmundsdóttir, verðandi skólastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tálknafjörður telst lítið samfélag með um 250 íbúa en í vetur voru 40 nemendur í grunnskólanum og 12 í leikskólanum. Steinunn Margrét tekur nú við skólastjórn af Helgu Birnu. „Það leggst mjög vel í mig. Ég hef svo góða tilfinningu fyrir þessu. Það eru stífar kannanir og þær koma jákvætt út. Það er búið að gera mjög góða hluti og þetta er mjög fín aðstaða,“ sagði Steinunn Margrét. Tengdar fréttir Kennarar og starfsfólk fagna Hjallastefnunni Kennarar og starfsfólk við Tálknafjarðarskóla segjast afa ánægð með að rekstri skólans í bænum verði breytt og að Hjallastefnan sé tekin upp í skólanum. Telja þau að aðkoma Hjallastefnunnar veðri mikil lyftistöng fyrir skólasamfélagið á Tálknafirði. 4. október 2012 15:43 Hjallastefnan má ekki reka grunnskólann Menntamálaráðuneytið hefur bent á að Hjallastefnan megi ekki reka eina grunnskólann á Tálknafirði. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðuneytið sendi hreppnum 21. september. RÚV greindi frá þessu í gær. 4. október 2012 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. Þetta kom fram í tíu mínútna þætti Stöðvar 2 um Tálknafjarðarskóla, sem sjá má hér að ofan. Margrét Pála Ólafsdóttir er forsvarsmaður Hjallastefnunnar ehf. sem rekur Tálknafjarðarskóla, en þar hittum við hana með þeim Helgu Birnu Berthelsen, fráfarandi skólastjóra, og Steinunni Margréti Guðmundsdóttur, verðandi skólastjóra.Á spjalli í Tálknafjarðarskóla. Steinunn Margrét, Helga Birna og Margrét Pála ræða við fréttamann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það þótti djarft hjá sveitarfélaginu að semja við einkafyrirtæki um að reka grunnskólann, leikskólann og tónlistarskólann. Í byrjun mætti þeim margskyns andstaða og mótmæli, - raunar þriggja ára átök. „Rekstur skólans á Tálknafirði ólöglegur“, sagði í frétt Ríkisútvarpsins þar sem vitnað var í bréf menntamálaráðuneytis en þá var Katrín Jakobsdóttir ráðherra málaflokksins. Margrét Pála segir hins vegar að þetta hafi ekki verið bannað og því hlyti þetta að vera leyfilegt. Hún vitnaði í einn föðurinn þegar hún lýsti stemmningunni hjá heimamönnum: „Hann sagði við mig: Hafðu engar áhyggjur. Ef þetta ráðuneytislið og einhverjir að sunnan ætla að koma hingað og stoppa okkur þá mætum við þeim við afleggjarann með heykvíslar,“ sagði Margrét Pála og hló.Tálknafjarðarskóli er á Sveinseyri, skammt utan við þorpið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og nú er litli Tálknafjörður búinn að breyta landslögum. Gleymum því ekki. Það er komin sérstök heimild inn, sem Illugi Gunnarsson lauk við, sem eitt af sínum síðustu verkum sem menntamálaráðherra,“ sagði Margrét Pála. Helga Birna hefur búið á Tálknafirði frá unga aldri. Hún sagði almenna ánægju ríkja meðal íbúa með samstarfið við Hjallastefnuna og skólinn væri að skila betri nemendum. Helga Birna Berthelsen, fráfarandi skólastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Á síðustu árum erum við að útskrifa nemendur sem eru að fá hærri einkunnir á samræmdum prófum. Þeir eru sjálfstæðari í vinnubrögðum og kennarar í framhaldsskólum gefa þeim alveg fyrsta flokks einkunnir fyrir vinnubrögð,“ sagði Helga Birna. -Þannig að þið eruð ekki að fara að snúa til baka? „Nei, við erum ekki að fara að snúa til baka.“Steinunn Margrét Guðmundsdóttir, verðandi skólastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tálknafjörður telst lítið samfélag með um 250 íbúa en í vetur voru 40 nemendur í grunnskólanum og 12 í leikskólanum. Steinunn Margrét tekur nú við skólastjórn af Helgu Birnu. „Það leggst mjög vel í mig. Ég hef svo góða tilfinningu fyrir þessu. Það eru stífar kannanir og þær koma jákvætt út. Það er búið að gera mjög góða hluti og þetta er mjög fín aðstaða,“ sagði Steinunn Margrét.
Tengdar fréttir Kennarar og starfsfólk fagna Hjallastefnunni Kennarar og starfsfólk við Tálknafjarðarskóla segjast afa ánægð með að rekstri skólans í bænum verði breytt og að Hjallastefnan sé tekin upp í skólanum. Telja þau að aðkoma Hjallastefnunnar veðri mikil lyftistöng fyrir skólasamfélagið á Tálknafirði. 4. október 2012 15:43 Hjallastefnan má ekki reka grunnskólann Menntamálaráðuneytið hefur bent á að Hjallastefnan megi ekki reka eina grunnskólann á Tálknafirði. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðuneytið sendi hreppnum 21. september. RÚV greindi frá þessu í gær. 4. október 2012 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Kennarar og starfsfólk fagna Hjallastefnunni Kennarar og starfsfólk við Tálknafjarðarskóla segjast afa ánægð með að rekstri skólans í bænum verði breytt og að Hjallastefnan sé tekin upp í skólanum. Telja þau að aðkoma Hjallastefnunnar veðri mikil lyftistöng fyrir skólasamfélagið á Tálknafirði. 4. október 2012 15:43
Hjallastefnan má ekki reka grunnskólann Menntamálaráðuneytið hefur bent á að Hjallastefnan megi ekki reka eina grunnskólann á Tálknafirði. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðuneytið sendi hreppnum 21. september. RÚV greindi frá þessu í gær. 4. október 2012 06:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent