Innlent

Hjallastefnan má ekki reka grunnskólann

Hjallastefnan hóf að reka leik-, grunn- og tónlistarskólann á Tálknafirði í haust.
Mynd/Egill Aðalsteinsson
Hjallastefnan hóf að reka leik-, grunn- og tónlistarskólann á Tálknafirði í haust. Mynd/Egill Aðalsteinsson
Menntamálaráðuneytið hefur bent á að Hjallastefnan megi ekki reka eina grunnskólann á Tálknafirði. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðuneytið sendi hreppnum 21. september. RÚV greindi frá þessu í gær.

Hjallastefnan hóf að reka leik-, grunn- og tónlistarskóla sveitarfélagsins í haust án leyfis frá menntamálaráðuneytinu. Ætlaði sveitarfélagið að fá reynslu á nýja starfshætti skólans áður en sótt yrði um viðurkenningu.

Viljayfirlýsing var undirrituð í maí um að Hjallastefnan tæki við rekstri skólans á Tálknafirði. Í júní funduðu fulltrúar sveitarfélagsins með fulltrúum ráðuneytisins, þar sem fram kom að sex mánuði tæki að fá viðurkenningu á rekstrartilhöguninni.

Tálknafjarðarhreppur sendi ráðuneytinu hins vegar tilkynningu þann fyrsta ágúst þess efnis að Hjallastefnunni hefði verið veitt umboð til rekstrarins.

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri í Tálknafjarðarhreppi, segir að nú fari starfsmenn sveitarfélagsins yfir bréfið, sem barst 1. október, með lögfræðingum.

Ákvörðun sveitarfélagsins um þá tilhögun að Hjallastefnan reki skólann sætir ekki endurskoðun í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

- bþh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×