Innlent

Kennarar og starfsfólk fagna Hjallastefnunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessa fallegu mynd tók Egill Aðalsteinsson af Tálknafirði.
Þessa fallegu mynd tók Egill Aðalsteinsson af Tálknafirði.
Kennarar og starfsfólk við Tálknafjarðarskóla segjast afa ánægð með að rekstri skólans í bænum verði breytt og að Hjallastefnan sé tekin upp í skólanum. Telja þau að aðkoma Hjallastefnunnar veðri mikil lyftistöng fyrir skólasamfélagið á Tálknafirði.

„Með tilkomu Hjallastefnunnar er starfsháttum hagað á þann veg að kennarar eru með nemendum öllum stundum, kennslumagn er meira en aðalnámsskrá segir til um. Kennsla byggir á gildandi aðalnámsskrám grunn- , leik- og tónlistaskóla, þar sem faglegt starf og umhyggja fyrir nemendum er höfð að leiðarljósi," segir í yfirlýsingu frá kennurum og starfsfólki. Þar segjast kennarar og starfsfólk jafnframt vera stolt af því að fá að vera þátttakendur í því metnaðarfulla starfi og uppbyggingu sem unnið sé innan veggja Tálknafjarðarskóla.

Hjallastefnan hóf að reka leik-, grunn- og tónlistarskóla sveitarfélagsins í haust án leyfis frá menntamálaráðuneytinu. Ætlaði sveitarfélagið að fá reynslu á nýja starfshætti skólans áður en sótt yrði um viðurkenningu. RÚV greindi svo frá því í gær að menntamálaráðuneytið hafi með bréfi, þann 21. september síðastliðinn, bent á að Hjallastefnan megi ekki reka eina grunnskólann á Tálknafirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×