Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júní 2017 22:33 Bernie Sanders fordæmir árásina. Vísir/Getty Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi en til leiksins kom aldrei því James T. Hodgkinson er sagður hafa hleypt af byssu sinni með þeim afleiðingum fimm manns særðust.Meintur árásarmaður sjálfboðaliði SandersEftir að búið var að nafngreina meintan árásarmann hafa fjölmiðlar grandskoðað samskiptamiðla Hodgkinsons og grafið upp allt sem þeir geta um manninn. Við eftirgrennslan fjölmiðla hefur komið í ljós að meintur árásarmaður er mjög pólitískur. Þingmaðurinn Bernie Sanders greindi frá því í yfirlýsingu að hann hefði komist að því að meintur árásarmaður væri stuðningsmaður sinn og ennfremur að hann hefði verið einn sjálfboðaliða við framboð sitt til forseta.Gjörðir Hodgkinsons valda Sanders ógleðiUppgötvunin hefur kallað fram hörð viðbrögð þingmannsins. Sanders talar tæpitungulaust og segir: „Mér verður óglatt yfir þessum fyrirlitlegu gjörðum. Svo ég tali alveg skýrt þá er ofbeldi, í hvaða mynd sem er, algjörlega óásættanlegt í okkar samfélagi og ég fordæmi, með öllu, ódæðið.“Bandaríska Alríkislögreglan við störf.Vísir/GettyAð lokum segir Sanders að einungis sé hægt að ná fram alvöru breytingum með friðsamlegum aðgerðum. Allt annað gengi í berhögg við bandarísk gildi. Hinn grunaði virðist hafa haft mjög harðar pólitískar skoðanir. Fésbókarsíða hans er gegnsýrð af áróðri gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hefur hann skrifað stöðuppfærslur á borð við „Trump er sekur og það ætti að fangelsa hann fyrir föðurlandssvik.“ Þá hefur hann kunnað að meta pólitíska skopmynd þar sem ýjað er að því að reka eigi þingmanninn Scalise, eitt fórnarlamba hans.Bandaríkjaforseti tjáir sig um árásinaDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að meintur vígamaður væri nú látinn. Trump sagði þingmanninn vera góðan vin sinn og auk þess mikinn föðurlandsvin. Hann er sannfærður að hann eigi eftir að ná góðum bata því hann sé baráttumaður mikill. Hann beinir orðum sínum til Scalise og segir:Bandaríska Alríkislögreglan að störfum.Vísir/Getty„Steve, ég vil að þú vitir að þú ert ekki einungis í bænum borgarbúa heldur allrar þjóðarinnar og, blátt áfram, allra jarðarbúa. Bandaríkin biðja fyrir þér og Bandaríkin biður fyrir öllum fórnarlömbum þessarar hræðilegu skotárásar.“Scalise liggur þungt haldinn Þeir sem særðust í árásinni, og voru fluttir á sjúkrahús, voru starfsmaður fulltrúadeildar þingsins, tveir lögregluþjónar, þingmaður Repúblikana, Steve Scalise, og sjálfur Hodgkinsons. Scalise varð fyrir skoti í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttamiðillinn CNN greinir frá því að ástand hans sé alvarlegt og liggi þingmaðurinn nú þungt haldinn á spítala eftir aðgerðina. Talið er að hann gæti jafnvel þurft á annarri aðgerð að halda.Í myndbandinu hér að neðan eru ítarlegar lýsingar á árás James T. Hodgkinson frá breska ríkisútvarpinu BBC. Sjónarvottar greina frá upplifun sinni af leikvanginum. Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi en til leiksins kom aldrei því James T. Hodgkinson er sagður hafa hleypt af byssu sinni með þeim afleiðingum fimm manns særðust.Meintur árásarmaður sjálfboðaliði SandersEftir að búið var að nafngreina meintan árásarmann hafa fjölmiðlar grandskoðað samskiptamiðla Hodgkinsons og grafið upp allt sem þeir geta um manninn. Við eftirgrennslan fjölmiðla hefur komið í ljós að meintur árásarmaður er mjög pólitískur. Þingmaðurinn Bernie Sanders greindi frá því í yfirlýsingu að hann hefði komist að því að meintur árásarmaður væri stuðningsmaður sinn og ennfremur að hann hefði verið einn sjálfboðaliða við framboð sitt til forseta.Gjörðir Hodgkinsons valda Sanders ógleðiUppgötvunin hefur kallað fram hörð viðbrögð þingmannsins. Sanders talar tæpitungulaust og segir: „Mér verður óglatt yfir þessum fyrirlitlegu gjörðum. Svo ég tali alveg skýrt þá er ofbeldi, í hvaða mynd sem er, algjörlega óásættanlegt í okkar samfélagi og ég fordæmi, með öllu, ódæðið.“Bandaríska Alríkislögreglan við störf.Vísir/GettyAð lokum segir Sanders að einungis sé hægt að ná fram alvöru breytingum með friðsamlegum aðgerðum. Allt annað gengi í berhögg við bandarísk gildi. Hinn grunaði virðist hafa haft mjög harðar pólitískar skoðanir. Fésbókarsíða hans er gegnsýrð af áróðri gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hefur hann skrifað stöðuppfærslur á borð við „Trump er sekur og það ætti að fangelsa hann fyrir föðurlandssvik.“ Þá hefur hann kunnað að meta pólitíska skopmynd þar sem ýjað er að því að reka eigi þingmanninn Scalise, eitt fórnarlamba hans.Bandaríkjaforseti tjáir sig um árásinaDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að meintur vígamaður væri nú látinn. Trump sagði þingmanninn vera góðan vin sinn og auk þess mikinn föðurlandsvin. Hann er sannfærður að hann eigi eftir að ná góðum bata því hann sé baráttumaður mikill. Hann beinir orðum sínum til Scalise og segir:Bandaríska Alríkislögreglan að störfum.Vísir/Getty„Steve, ég vil að þú vitir að þú ert ekki einungis í bænum borgarbúa heldur allrar þjóðarinnar og, blátt áfram, allra jarðarbúa. Bandaríkin biðja fyrir þér og Bandaríkin biður fyrir öllum fórnarlömbum þessarar hræðilegu skotárásar.“Scalise liggur þungt haldinn Þeir sem særðust í árásinni, og voru fluttir á sjúkrahús, voru starfsmaður fulltrúadeildar þingsins, tveir lögregluþjónar, þingmaður Repúblikana, Steve Scalise, og sjálfur Hodgkinsons. Scalise varð fyrir skoti í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttamiðillinn CNN greinir frá því að ástand hans sé alvarlegt og liggi þingmaðurinn nú þungt haldinn á spítala eftir aðgerðina. Talið er að hann gæti jafnvel þurft á annarri aðgerð að halda.Í myndbandinu hér að neðan eru ítarlegar lýsingar á árás James T. Hodgkinson frá breska ríkisútvarpinu BBC. Sjónarvottar greina frá upplifun sinni af leikvanginum.
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08
Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18
Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00