„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 22:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey, sem í dag hlaut á ný lögmannsréttindi. vísir/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. Robert, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, var árið 2008 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum unglingsstúlkum. Í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og er hann því með óflekkað mannorð samkvæmt lögum.Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem barist hefur gegn kynbundnu ofbeldi í fjölda ára birti þessa færslu á Facebook í dag vegna máls Roberts Downey.Í dómi Hæstaréttar er vísað í að árið 1980 fékk maður, sem dæmdur hafði verið í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, lögmannsréttindi á ný eftir að hafa verið sviptur þeim. Jón Steinar segir að honum finnist þessi tilvísun Hæstaréttar sérkennileg og langsótt en hún sé í raun ekki aðalatriðið í málinu. „Aðalatriðið er auðvitað það að við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum sem hafa brotið af sér, verið dæmdir fyrir það og tekið út sína refsingu annað tækifæri. Íslensk lög ganga út á það, menn geta svo fengið uppreist æru og starfsréttindi sín aftur sem hafa verið tekin af þeim,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Undrar sig á reiði fólks vegna málsins „Í þessu tilfelli missti maðurinn ekki starfsréttindin út af því að hann hafði misfarið neitt með þau heldur hafði hann brotið af sér á annan hátt. Í málinu núna var ekki bara sýnt fram á það að hann hefði fengið uppreist æru heldur voru líka lögð fram gögn um það að hann hefði leitað sér hjálpar við þeim vanda sem leiddu hann í þessi brot og vottorð voru lögð fram um það. En það er þó ekkert minnst á það í forsendum Hæstaréttar.“ Jón Steinar undrar sig á reiði fólks vegna þessa máls. „Mér finnst að fólk eigi ekki að stíga svona til jarðar. Það sem er verið að gera hér er að það er verið að veita manni sem hefur misstigið sig illilega annað tækifæri. Er fólk á móti því? Vill fólk að ef manni verður eitthvað á í lífinu að hann sé þá bara dæmdur út úr okkar samfélagi til æviloka? Ef maðurinn sér að eins og þessi maður telur sig hafa gert, hvaða skaði er að því að hann fái annað tækifæri? Getur hann gert einhverjum eitthvað þó að hann fái málflutningsleyfið aftur?“Einhverjir óttast að hann kunni að brjóta af sér aftur? „Það veit enginn um það hver brýtur af sér. Ég gæti gert það og þú gætir gert það. Það er enginn óhultur fyrir því og eins er með þennan mann, það er ekki tæknilega útilokað. Að vísu telur hann sig hafa yfirunnið þessa bágu hvöt sem olli því að hann framdi þessi brot,“ segir Jón Steinar. Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. Robert, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, var árið 2008 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum unglingsstúlkum. Í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og er hann því með óflekkað mannorð samkvæmt lögum.Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem barist hefur gegn kynbundnu ofbeldi í fjölda ára birti þessa færslu á Facebook í dag vegna máls Roberts Downey.Í dómi Hæstaréttar er vísað í að árið 1980 fékk maður, sem dæmdur hafði verið í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, lögmannsréttindi á ný eftir að hafa verið sviptur þeim. Jón Steinar segir að honum finnist þessi tilvísun Hæstaréttar sérkennileg og langsótt en hún sé í raun ekki aðalatriðið í málinu. „Aðalatriðið er auðvitað það að við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum sem hafa brotið af sér, verið dæmdir fyrir það og tekið út sína refsingu annað tækifæri. Íslensk lög ganga út á það, menn geta svo fengið uppreist æru og starfsréttindi sín aftur sem hafa verið tekin af þeim,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Undrar sig á reiði fólks vegna málsins „Í þessu tilfelli missti maðurinn ekki starfsréttindin út af því að hann hafði misfarið neitt með þau heldur hafði hann brotið af sér á annan hátt. Í málinu núna var ekki bara sýnt fram á það að hann hefði fengið uppreist æru heldur voru líka lögð fram gögn um það að hann hefði leitað sér hjálpar við þeim vanda sem leiddu hann í þessi brot og vottorð voru lögð fram um það. En það er þó ekkert minnst á það í forsendum Hæstaréttar.“ Jón Steinar undrar sig á reiði fólks vegna þessa máls. „Mér finnst að fólk eigi ekki að stíga svona til jarðar. Það sem er verið að gera hér er að það er verið að veita manni sem hefur misstigið sig illilega annað tækifæri. Er fólk á móti því? Vill fólk að ef manni verður eitthvað á í lífinu að hann sé þá bara dæmdur út úr okkar samfélagi til æviloka? Ef maðurinn sér að eins og þessi maður telur sig hafa gert, hvaða skaði er að því að hann fái annað tækifæri? Getur hann gert einhverjum eitthvað þó að hann fái málflutningsleyfið aftur?“Einhverjir óttast að hann kunni að brjóta af sér aftur? „Það veit enginn um það hver brýtur af sér. Ég gæti gert það og þú gætir gert það. Það er enginn óhultur fyrir því og eins er með þennan mann, það er ekki tæknilega útilokað. Að vísu telur hann sig hafa yfirunnið þessa bágu hvöt sem olli því að hann framdi þessi brot,“ segir Jón Steinar.
Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33