„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 22:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey, sem í dag hlaut á ný lögmannsréttindi. vísir/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. Robert, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, var árið 2008 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum unglingsstúlkum. Í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og er hann því með óflekkað mannorð samkvæmt lögum.Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem barist hefur gegn kynbundnu ofbeldi í fjölda ára birti þessa færslu á Facebook í dag vegna máls Roberts Downey.Í dómi Hæstaréttar er vísað í að árið 1980 fékk maður, sem dæmdur hafði verið í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, lögmannsréttindi á ný eftir að hafa verið sviptur þeim. Jón Steinar segir að honum finnist þessi tilvísun Hæstaréttar sérkennileg og langsótt en hún sé í raun ekki aðalatriðið í málinu. „Aðalatriðið er auðvitað það að við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum sem hafa brotið af sér, verið dæmdir fyrir það og tekið út sína refsingu annað tækifæri. Íslensk lög ganga út á það, menn geta svo fengið uppreist æru og starfsréttindi sín aftur sem hafa verið tekin af þeim,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Undrar sig á reiði fólks vegna málsins „Í þessu tilfelli missti maðurinn ekki starfsréttindin út af því að hann hafði misfarið neitt með þau heldur hafði hann brotið af sér á annan hátt. Í málinu núna var ekki bara sýnt fram á það að hann hefði fengið uppreist æru heldur voru líka lögð fram gögn um það að hann hefði leitað sér hjálpar við þeim vanda sem leiddu hann í þessi brot og vottorð voru lögð fram um það. En það er þó ekkert minnst á það í forsendum Hæstaréttar.“ Jón Steinar undrar sig á reiði fólks vegna þessa máls. „Mér finnst að fólk eigi ekki að stíga svona til jarðar. Það sem er verið að gera hér er að það er verið að veita manni sem hefur misstigið sig illilega annað tækifæri. Er fólk á móti því? Vill fólk að ef manni verður eitthvað á í lífinu að hann sé þá bara dæmdur út úr okkar samfélagi til æviloka? Ef maðurinn sér að eins og þessi maður telur sig hafa gert, hvaða skaði er að því að hann fái annað tækifæri? Getur hann gert einhverjum eitthvað þó að hann fái málflutningsleyfið aftur?“Einhverjir óttast að hann kunni að brjóta af sér aftur? „Það veit enginn um það hver brýtur af sér. Ég gæti gert það og þú gætir gert það. Það er enginn óhultur fyrir því og eins er með þennan mann, það er ekki tæknilega útilokað. Að vísu telur hann sig hafa yfirunnið þessa bágu hvöt sem olli því að hann framdi þessi brot,“ segir Jón Steinar. Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. Robert, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, var árið 2008 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum unglingsstúlkum. Í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og er hann því með óflekkað mannorð samkvæmt lögum.Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem barist hefur gegn kynbundnu ofbeldi í fjölda ára birti þessa færslu á Facebook í dag vegna máls Roberts Downey.Í dómi Hæstaréttar er vísað í að árið 1980 fékk maður, sem dæmdur hafði verið í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, lögmannsréttindi á ný eftir að hafa verið sviptur þeim. Jón Steinar segir að honum finnist þessi tilvísun Hæstaréttar sérkennileg og langsótt en hún sé í raun ekki aðalatriðið í málinu. „Aðalatriðið er auðvitað það að við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum sem hafa brotið af sér, verið dæmdir fyrir það og tekið út sína refsingu annað tækifæri. Íslensk lög ganga út á það, menn geta svo fengið uppreist æru og starfsréttindi sín aftur sem hafa verið tekin af þeim,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Undrar sig á reiði fólks vegna málsins „Í þessu tilfelli missti maðurinn ekki starfsréttindin út af því að hann hafði misfarið neitt með þau heldur hafði hann brotið af sér á annan hátt. Í málinu núna var ekki bara sýnt fram á það að hann hefði fengið uppreist æru heldur voru líka lögð fram gögn um það að hann hefði leitað sér hjálpar við þeim vanda sem leiddu hann í þessi brot og vottorð voru lögð fram um það. En það er þó ekkert minnst á það í forsendum Hæstaréttar.“ Jón Steinar undrar sig á reiði fólks vegna þessa máls. „Mér finnst að fólk eigi ekki að stíga svona til jarðar. Það sem er verið að gera hér er að það er verið að veita manni sem hefur misstigið sig illilega annað tækifæri. Er fólk á móti því? Vill fólk að ef manni verður eitthvað á í lífinu að hann sé þá bara dæmdur út úr okkar samfélagi til æviloka? Ef maðurinn sér að eins og þessi maður telur sig hafa gert, hvaða skaði er að því að hann fái annað tækifæri? Getur hann gert einhverjum eitthvað þó að hann fái málflutningsleyfið aftur?“Einhverjir óttast að hann kunni að brjóta af sér aftur? „Það veit enginn um það hver brýtur af sér. Ég gæti gert það og þú gætir gert það. Það er enginn óhultur fyrir því og eins er með þennan mann, það er ekki tæknilega útilokað. Að vísu telur hann sig hafa yfirunnið þessa bágu hvöt sem olli því að hann framdi þessi brot,“ segir Jón Steinar.
Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33